Það er ekki laust við að það setji að mér hroll þegar Davíð Oddsson boðar skattalækkun upp á 21 milljarð króna án þess að tilgreint sé hvar eigi að skera niður. Ég einfaldlega treysti ekki stjórnmálaflokki sem hefur gert einhverja grófustu atlögu að velferðaríkinu frá því að til þess var stofnað. Velferðaþjónusta okkar stefnir hraðbyr í átt að bandaríska beiningakerfinu þar sem um 10% þjóðarinnar er föst í fátækragildru. Þetta er einfaldlega ekki sú sýn sem ég hef á íslenska velferðaríkið.

Er hægt að treysta flokki sem hækkar álögur til almannaþjónustu á sama tíma og ríkið er að taka til sín stærri sneið af stærri köku þjóðartekna? Ég get það ekki. Mér satt best að segja hryllir við tilhugsuninni um niðurskurðarhníf Sjálfstæðisflokksins. Sagan segir okkur að hann mun koma niður á velferðaríkinu og höggva þar sem síst skyldi. Ég segi nei við bandarísku leiðinni.

M.