Það er nokkuð merkilegt hve illa gömlu flokkarnir virðast ætla að svara því kalli tímans að opna bókhald sitt hér á landi.

Opið bókhald stjórnmálaflokka tel ég þó sjálfsagða og eðlilega lýðræðislega þróun sem gefur borgurunum aftur færi á þvi að fylgjast með því hvort ákvarðanir stjórnmálamanna á þingi hafi nokkuð með það að gera hver styrkti viðkomandi stjórnmálaflokk.

Hugmyndir þess efnis að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka hafa komið fram, en slíkt opnar ekki bókhald flokkanna eins og nauðsynlegt er.

Meðan gömlu flokkarnir sjá sér enn ekki fært að birta sína reikninga opinberlega verður umræðugrundvöllur stjórnmálanna hér á landi hulin þoku hagsmunagæzlu hvers konar, og eilíflega endalausar vangaveltur um slík atriði fram og til baka, ekki hvað síst varðandi ráðstafanir er varða aðalatvinnuvegina.

Opið bókhald stjórnmálaflokka ætti að vera krafa almennings
sem aldrei fyrr.

með góðri kveðju.
gmaria.