Það er fremur óskemmtilegt til þess að vita að ráðamenn okkar skuli hafa fallið í þann pytt að gefa yfirlýsingar í orði um þáttöku í stríði, eins og fréttir frá Prag gáfu til kynna, því gegnum árin hafa Íslendingar haldið sig utan yfirlýsinga þessa efnis, þrátt fyrir þáttöku í Nato.

Skyldi einhverjum koma á óvart að slíkt flokkist til stuðnings við
hernaðaraðgerðir af hálfu Bandaríkjamanna.

Það skyldi þó aldrei vera að þetta hefði eitthvað með endurskoðun varnarsamningsins að gera, en ef við Íslendingar þurfum að taka við rekstri á Keflavíkurflugvelli sjálfir þá kostar það okkur einhverjar fjárhæðir að öllum líkindum auk fjölda starfa er tapast, ef herstöðin verður lögð niður.

Ég held að enn sé ekki búið að ganga frá endurnýjuðum varnarsamningi, ef til vill vitið þið betur.


með góðri kveðju.
gmaria.