Nokkrar deilur hafa staðið um hvert sé raunverulegt tilefni árásar bna á Írak. Er það til að koma harðstjóra frá völdum sem hugsanlega hefur yfir hættulegum sýkla- og efnavopnum að ráða, sem má nota í hryðjuverkaárásir á vesturlönd. Eða er það einfaldlega vegna olíuhagsmuna bna.

Ég er þeirrar skoðunar að það er bæði og vera má að olíuhagsmunirnir séu yfirsterkari, þ.e. afhverju þessi forgangsröð. Því auðvitað ráða fleiri ríkisstjórnir, sem má skilgreina óvinveittar bna, yfir slíkum vopnum. Ástæðan fyrir því að þetta er fyrst og fremst olíustríð er einföld.

Margir hafna því að þetta sé olíustríð vegna þess að markaðsvirði olíunnar er það lítið að stríðsreksturinn svarar ekki kostnaði. Þetta er einfaldlega ekki rétt viðmið. Það verður að taka mið af aðgangi að olíu fyrir einstök ríki.

Fyrir hernaðar stórveldi sem hefur blokkerast frá olíulöndunum þá er olían ómetanleg. Vaxandi fjandskapur olíuríkja araba í garð bna hlýtur að vekja stórar áhyggjur hermálayfirvalda og ríkisstjórnar bna. Því við erum hér að tala um stóran hluta af olíubirgðum heims. Það er alveg ljóst að Bandaríkin verða að hafa ótakmarkaðan aðgang að stærstum hluta olíubirgða heims. Það einfaldlega ógnar þjóðaröryggi þeirra þegar svo er ekki. Því það yrði óþolandi aðstaða fyrir þau ef þau verða í upphafi ófriðar við eitthvert ríki að byrja á því að ráðast inn í annað ríki til að hertaka af þeim olíulindir til að geta staðið í stríðsrekstri. Staðan í olíumálum bna er einfaldlega orðin sú að þetta er raunin.

Olíubirgðir Bandaríkjanna standa ekki undir þeirra eigin neyslu, hvað þá þegar orkurfrekur stríðsrekstur myndi bætast við. Þau eru því orðin háð olíu frá öðrum ríkjum. Ólíkt t.d. Rússum sem hafa nægar birgðir fyrir eigin neyslu auk öflugs stríðsrekstrar. Skortur á olíu er því stærsti veikleiki risans og því skiljanlegt afhverju þarf að “frelsa” Írak og koma vinveittri leppstjórn að völdum. Styrkur bna einfaldlega stendur og fellur með því að þeim takist að komast yfir olíubirgðir Íraka.

M.