Hérna verða birt bréf sem ég skrifaði til Elíasar Davíðssonar, enn hann er sem kunnugt er mjög á móti stríði. Þessi bréf er oðrin 3-4 mán gömul og er þvíaðdragandi þeirra orðinn gamall, enn engu síður stend ég ennþá við orð mín sem ég sendi honum. Hér kemur Fyrsta bréfið:

Bríf 1.
Iraq.

Afstaða þín eins og ég skilgreini hana:

Ert á móti Árás Bandaríkjanna á Iraq.
Þú spyrð. ,,Hvers vegna eru Bandaríkin eina þjóðin sem vilja ráðast á Írak?
Hver vegna vilja þjóðir eins og Brasilia, Singapoor, Þýskaland, Rússar og fleiri þjóðir, ekki ráðast gegn Írak. Spurningin er í rauninni: *Hvers vegna eru Bandaríkjamenn svona ágengnir árás á Írak.

Hér er mitt svar:

Margar hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar á Bandaríkin. T.d 26. Febr, 1993, World Trade Center, 11 September 2001, World Trade Center, New York og Pentagon, Washington. Það er nokkuð ljóst að Bandaríkjamenn eru orðnir “leiðir” á hryðjuverknaði enda er hryðjuverk alvarlegir glæpir gegn mannkyninu sem byggjast oftast á ofsatrú. Þann 11 Sept. 2001 voru gerðar stórtækar hryðjuverkaárásir í New York og Washington. Leyniþjónusta Bandaríkjanna komst fljótlega að því að hryðjuverkasamtök Osama Bin Ladens, Al Quieda , hefðu staðið að árásunum. Þeir komust að því að hann dvaldi í Afganistan, þar sem harðstjórn talibana stóð við völd. Í stuttu máli gáfu bandaríkjamenn talibönum úrslitakosti: Að þeir myndi framselja Bin Laden og Mohammed Omar ella þeir myndu ráðast inn í landið og ná í hann sjálfir og í leiðinni steypa talibönum af valdastólnum. Talibanar tóku þá óskynsamlegu ákvörðun að verjast innrás og fela Bin Laden. Bandaríkjamenn urðu því að ráðast inn í landið og leita að Bina Laden. Þeir hafa ekki fundið hann enn og eflaust er langt í það, enn þeir hafa lofað að hætta ekki fyrr enn Bin Laden er fundinn, lífs eða liðinn. Í kjölfar árásar á Afganistan fóru Bandaríkjamenn að hugsa lengra fram í tímann og hugsuðu sér, hverjir aðrir en Al Quieda samtökin gætu ógnað saklausu fólki um allan heim. Þeir beindu spjótum sínum nokkuð fljótt að Sadaam Hussein í Írak. Þeir fóru að rannsaka hverskonar vopn þeir ættu og hvað þeir þyrftu til að búa til gjöreyðinga og efnavopn. Þeir komust að því að Írakar eiga ekki langt í land með að gera efna og gereyðingavopn tilbúin til árása og telja því, eins og Bretar, að ógn stafi af Írak. Það er ljóst mál að það er nauðsynlegt að steypa harðstórn Sadaams af völdum. Óttast er meira að segja að ef til árása kæmi á Írak, myndu Írakar beita efnavopnum á nágrannalönd sín í hefndarskyni. Hversu sjúkt er það?
*Ástæðan fyrir því að Bandaríkjamenn eru svo ágengir árás á Írak er auðvitað sú að þeir hafa mest mátt súpa seiðið af ( high scandal ) hryjuverkastarfsemi í vesturlöndum. Segjum sem svo að svo stórtækar árásir svo sem þær 11. Sept í fyrra, myndu henda þjóðverjum í Berlin eða einhverstaðar í Þýskalandi. Hver yrði afstaða Gerhard Schröder þá til aðgerða gegn Írak og öðrum þjóðum sem óttast er að leynast gereyðingar og efnavopn?
Írakar féllust á það ekki alls fyrir löngu að leyfa vopnaeftirlitsmönnum að koma SKYLIRÐALAUST inn í landið. Mín persónulega skoðun er sú, að það leyfi, undirstriki sannleikann á bak við sagnir Íraka, um að þeir eigi engin efna eða gereyðingavopn. Svo að mínu mati ættu Bandaríkjamenn að hugsa sig tvisvar um hernaðaraðgerðir gegn Írak. Sérstaklega þegar þeir hafa svo margar þjóðir á móti sér í þessu máli. Hafi Írakar engin vopn að þessu tagi, er engin ástæða til hernaðaraðgerða gegn landinu eins og er. ( Enn Bandaríkjamenn og Bretar hafa gefið það í skyn að hún komi fyrr eða síðar, og þá verður það of seint. ) Enn ef á annað borð Bandaríkjamenn myndu hefja árásir á Írak og steypa Sadaam Hussein af völdum, myndi þeim auðveldlega takast það, jafnvel þó það tæki langan tíma. Hernaðarstyrkur Bandaríkjanna er svo öflugur að aðrar bandaþjóðir myndu frekar þvælast fyrir, heldur enn að koma að gagni, í stríði gegn Írak. Svo skulum við ekki gleyma að andspyrnuhreyfing myndi mjög líklega brjótast út í Írak sem myndi berjast gegn þessari harðstjórn. Og annað, að almennir borgarar eru ekki ánægðir með þennann forseta, heldur eru þeir neyddir til að elska hann og virða.

Leiðtogi Bandaríkjanna er ekki einvörðu leiðtogi eigin ríkis heldur verður hann af sjálfu sér fremstur meðal jafningja á skákborði alþjóðastjórnmála.
Árið 1991 réðust Írakar inn í Kúveit að tilefnislausu. Bandaríkjamenn hófu refsiaðgerðir gegn Írak og gerðu loftárásir á Bagdad. Í febrúar, eftir harðar loftárásir í heilan mánuð, réðs svo landher inn í Kúveit og tókst á aðeins FJÓRUM DÖGUM að yfirbuga Íraka og reka þá úr landi. Á undanhaldi kveiktu hermenn Íraks í olíuborholum og hlaust af mikil mengun. Í stríðslok hafði fjölþjóðaherinn misst 95 menn en 370 særða. 20.000 Írakar voru teknir til fanga.
Friður er nauðsynlegur í heiminum og stríð er ógn. Það sem Bandaríkjamenn og Bretar vilja er friður. Ekki bara í þeirra löndum heldur um allan heim. Það er hlutverk þeirra, sem risavelda, að hjálpa þjóðum um allan heim að semja um frið. Staðreyndin er bara sú, og allir verða að sætta sig við hana, að stundum er friður ekki mögulegur nema til hernaðaraðgerða komi.
Þess vegna skil ég ekki samtök og félög um allan heim sem eru á móti hernaði, vegna þess að oft eru hernaðaraðgerðir eina leiðin til að stilla til friðar. Sérstaklega þegar fjöldamorðingjar eins og Adolf Hitler og Saddam Hussein eiga í hlut. Að sjálfsögðu hafa Bandaríkjamenn gert mistök. STÓR mistök eins og í Víetnamstríðinu. Enn í þessu tilviki þarf að steypa Hussein af stóli vegna þess að hann á möguleika á að búa til efna og gereyðingavopn. Hvers vegna í ósköpunum að vera að bíða eftir því að hann og Bin Laden fari að starfa saman og láta heimsku þeirra bitna á saklausu fólki á Vesturlöndum eða annarsstaðar í heiminum.
Mín spurning er svohljóðandi: Hvers vegna að hefja alltaf hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkamönnum og fjöldamorðingjum EFTIR að skaði þeirra er skeður. Er ekki viturlegra að hugsa fram í tíman svo færri saklausir láti lífið?

Ég óska eftir svari.

Þökk fyrir.

Sigurður Þórólfsson

—————————————– ———–


Svar Elíasar Davíðsonar:

Sæll Sigurður,

Ég tók aðeins í dag eftir bréfi þínu. Ég veit ekki hvernig þú kemst
í samband við Ástþór. Kannski á vefsíðu Friður 2000 finnur þú link.

Varðandi svar þitt aðeins fá orð. Samkvæmt tölfræðilegum
upplýsingum á vefsíðu bandaríska utanríkisráðuneytisins eru
alþjóðleg hryðjuverk hverfandi ógnun við öryggi Bandaríkjanna.
Jafnvel í Ísrael liður fólkinu sæmilega vel, þrátt fyrir hryðjuverk,
en menn óttast fyrst og fremst alvöru stríð. Fleiri einstaklingar
deyja á einu ári í Kaliforníu af umferðarslysum en í mestallri veröld
af hryðjuverkum.

Enginn sem vill láta taka sig alvarlega heldur því fram að
utanríkisstefna Bandaríkjanna mótist af því að Bandaríkin séu “leið”
á hryðjuverkum. Enginn fótur er fyrir þessu annað en áróðursræður.
Styrjöldin gegn Afghanistan var skipulögð og ákveðin löngu fyrir
9/11. Hryðjuverkin voru ágætis átylla fyrir að hefja langþráða stríð
(einnig hér vegna olíu og staðsetningar). Bandaríkin hafa ekki einu
sinni reynt að rökstyðja stríðið við Írak á hryðjuverkum, heldur
reynt að nota allskyns röksemdir, sem breytast dag frá degi. Þú
veist mæta vel að olían vegur þar þyngst og bið ég þig að ekki vera
að þykjast vita það ekki. Hinsvegar kann það að vera að þú hafir
enga hugmynd um vægi olíunnar í utanríkisstefnu Bandaríkjanna (og
reyndar Bretlands) gagnvart Irak og öðrum löndum Austurlanda nær. Ef
svo, get ég bent þér á góða heimildir.

Átyllur Bandaríkjanna um vopnaeftirlit eru jafnþunnar og allt hitt.
Bandaríkin vilja ekki að önnur ríki hnýsist í eigin vopnabúr og skoði
hallir George Bush. Það gerir ekkert ríki. Írak hefur fullan rétt,
að mínu áliti, að eignast gereyðingarvopn til að verjast árásum og
fæla ógnun, ekki siður en Ísrael, Bandaríkin og önnur ríki sem telja
sig þurfa á slíkum vopnum að halda. Írak hefur hins vegar lýst sig
reiðubúið til að vinna að kjarnorkulausu svæði ef Ísrael gerir hið
sama. Því miður er í dag aðeins Ísrael sem býr yfir sönnuðum
gereyðingarvopnum á svæðinu.

Fullyrðing þín “Árið 1991 réðust Írakar inn í Kúveit að
tilefnislausu.”. Í fyrsta lagi var það 1990, en 1991. Í öðru lagi
var það ekki “að tilefnislausu”. Lestu um aðdraganda málsins og svo
skulum við tala.
Í frásögn þinni af hetjudáðum Bandaríkjanna gegn Írak, láðist þér að
nefna að um 148 Bandaríkjamenn féllu í þessu Persaflóastríði gegn um
150.000 Írakar. Þegar hver hermaður drepur 1000 manns, kallast það
ekki stríð heldur fjöldamorð. Og sýnir í hnotskurn hve “hættulegur”
Íraksher hafi verið þá.

Þú segir: “Það sem Bandaríkjamenn og Bretar vilja er friður.”. Rangt.
Bandaríkin og Bretland til samans skipta með sér 50 af öllum
vopnaviðskiptum í heiminum. Þau eru þar með að stuðla með virkum
hætti að vopnuðum átökum (sem eru ábatasöm fyrir greiðslujöfnuð
þessara ríkja). Þau hagnast á stríðum. Ekkert ríki hefur ráðist frá
1945 til dagsins í dag á jafnmörg ríki og Bandaríkin hafa gert. Hér
minnist ég ekki einu sinni á aðrar “friðsamlegar” drottnunaraðferðir
sem Bandaríkin stunda með kerfisbundinn hátt gegn þjóðum heims.

Ég er fæddur í Palestínu. Ísrael hefur frá stofnun þess veðjað á
vopnavaldið til þess að tryggja friðinn. Það hefur uppskorið æ meira
hatur og ofbeldi í staðinn. Stríð elur af sér ofbeldi, ekki frið.
Það sem tryggir frið er ekki stríð, heldur réttlæti. Gerðu ekki
öðrum það sem þú vilt ekki að þeir geri þér.

Og að lokum, ef þú ert svo áfjáður um stríð sem lausn alþjóðlegra
mála og telur stríðið gegn Írak réttlátt stríð, þá skora ég á þig að
senda ekki aðra til að deyja fyrir þig, heldur bjóða þér fram til
baráttu fyrir hinu góða og gegn hinu illa, skráðu þig í bandaríska
landgönguliðið og taktu afleiðingar af skoðunum þínum. Annars ertu
ekkert annað en aumkunarverður kjölturakki sem geltir en kann ekki að
bíta.

————————————————— ——–

Svar mitt á móti:

Þakka þér fyrir að skrifa þetta skemmtilega bréf.

REYNDAR ætla ég að skrá mig í U.S.S.A.F ( Bandaríski flugherinn ) enn það tekur tíma. Og ég að vera bandarískur ríkisborgari til þess. Ég skal láta þig vita þegar ég er kominn inn, svo ákveðinn er ég, einnig er ég kominn með aldur.

Ég gæti ekki verið meira ósammála þér í samnbandi við þessi mál. Þakka þér þó fyrir að leiðrétta þessa stafsetningavillu um árás Íraka á Kúveit.

Ertu VIRKILEGA að segja mér það að þú sért ekkert á móti því að Írakar hafi að ráða yfir gjöreyðingarvopnum. Það eru 99% líkur á því að Saddam Hussein muni styðja Osama Bin Laden í hryðjuverkum. Af hverju held ég það?
Af hverju ætti ég EKKI að halda það? Stjórn Íraks er ein mesta harðstjórn sem til er, og þeir hata lýðræðisríki eins og U.S.A og U.K. rétt eins og heitrúuðu múslimarnir í öllum hryðjuverkasamtökum í heiminum. Ef Bandaríkjamenn myndu ekkert viðhafast í deilu við Íraka, myndu írakar og Al-Queda fara að vinna saman. Það getur hvert mannsbarn sagt sjálfum sér. Sá maður sem fattar það ekki, þarf að fylgjast aðeins betur með fréttum. Og hvað gerist ef þeir fara að vinna saman? Líf þúsund saklausra borgara verður stefn í hættu, ef ekki milljóna manns um hinn vestræna heim sem og þann austræna. Þaðer svo margt sem bendir til þess að þeir færu að vinna saman. Þú hlýtur að sjá það!! Það eina sem bandaríkjamenn eru að gera, er að hefja stríð gegn hryðjuverkum.

Ég er með bók sem heitir 20. öldinn og inniheldur hún mjög skýrar lýsingar á atburðum 20 aldarinnar. Þar segir m.a:

———————————————– ———–
Írakar ráðast inn í Kúveit:
Írakar ráðast inn í ( OLÍURÍKIÐ ) Kúveit. Emírinn flýr til
Sádi-Arabíu. TILEFNISLAUS innrásin vekur hörð viðbrögð.
Sameinuðu þjóðirnar samþykkja refsiaðgerðir og bandaríkjamenn flytja 2300 hermenn til Sádi Arabíu. Saddam Hussein ( f. 1937 ) semur um frið
við erkifjendur sína og granna, á aðeins 18 tímum.
———————————————– ———-


Þú talar um “fjöldamorð” sem mér finnst dapurt, þegar bandaríkjamenn hafa mikla yfirburði í hernaði gegn Írökum. Þegar hermanni er skipað að fara í stríð, er ekki talað um fjöldamorð þó að yfirburðir hans séu miklir. Lestu meira um seinni heimstyrjöldinna og þá kemstu að því hvað fjöldamorð er.
Einnig var það fjöldamorð þegar Saddam Hussein notaði efnavopn gegn eigin þjóð í tilraunaskyni.
Svo er alls ekkert verið að hnýsast um neinar hallir hjá Saddam, það er einungis verið að sannreyna þau orð sem Saddam hefur lagt á borði, þ.e; að hann eigi engin efna né gjöreyðingarvopn.
Svo segi ég enn og aftur. Stundum þarf að beita hörku til að koma á frið, ekki síst við svona harstjóraasna eins og Saddam Hussein.

Siggi Lee Lewis.

——————————————— ——————-

Svar hans á móti:

Hlakka til að sjá líkkistuna með manninn sem hélt að stríð væri
skemmtileg og háleit iðja. Menn verða víst að upplifa stríð sjálfir
til að komast að raun um það. Nenni ekki að pexa við þig frekar.

Elías

————————————————— ————

Lokasvar mitt:

Ég veit ekki um hvaða líkkistu þú ert að tala um, enn ef þú getur ekki rökstytt skoðanir þínar almennilega og haldið út e-mail póstum um þessi mál, þá verðum við að því miður að slútta þessu.

——————————————— ——————






Mér þykir sorglegt að sjá svona aum rök um svona mál.


Rakk fyrir.
“I never said i was the king, i simply said i was the best” – Jerry Lee Lewis.