Sæl verið þið

Ég vildi koma nokkru sem hefur verið að angra mig á framfæri.

Ég er að tala um þessi slæmu og hreinlega óheiðarlegu vinnubrögð Samfylkingarinnar á undanförnum vikum. Össur dró Ingibjörgu út í þennnan “slag” af því að hann hreinlega þorði ekki að standa einn í þessu, og treystir sér ekki til að standa einn undir þeim skelli þegar hann vaknar eftir kosningar og sér að núverandi D+B ríkisstjórn mun sitja næstu 4 ár. Barátta Sf hefur einkennst af persónudýrkun manneskju sem er búin að knésetja borg sem var vel rekin og fjárhagslega traust, ómálefnalegum dylgjum, lygum og ósannindum. Sf hefur forðast að ræða málin sem skipta máli fyrir hinn almenna borgara og Ingibjörg hefur selt málstað sinn og er farinn að taka upp hentistefnu. Hún kannar landið örugglega, án þess að taka sénsa og áhættur kemur með varfærnislegar yfirlýsingar, sér hvernig þær leggjast í fólk, athugar stöðu sjálfstæðismanna, sér hvernig málin þróast og segir svo að hún hafi allan tímann reynt að koma fólki í skilning um að þetta muni gerast.

Eitt mál sem mér er efst í kolli er málið með Jón Ólafsson, fyrir nokkrum dögum lýsti Ingibjörg því yfir að Davíð Oddsson væri að ofsækja aumingja Jón með óþörfum ransóknum og eftirliti. Saklaus athafnamaður sem væri það ólánssamur að eiga Davíð sem óvin. Hvað gerðist? skattaransóknir leyddu það í ljós að Jón hafði stungið 3 MILLJÖRÐUM undan skatti og hver varð fyrst manna til að segja að þessar skattransóknir og eftirlit séu nauðsynlegur hlutur? Núh, Messías jafnaðarmanna, hin málstaðarlausa Ingibjörg Sólrún Gísládóttir, til sölu hæstbjóðanda.

Málið er það, kæru hugarar, að stjórn Davíðs Oddsonar hefur breytt hægu, miðlungs þjóðfélagi í dýnamíska og framsækna þjóð, með jöfn tækifæri fyrir alla, á hvaða sviði sem er. Hagvöxtur hefur aukist, kaupmáttur hefur stór aukist, verðbólga í lágmarki, er um 2-3% á meðan hún var 90% í byrjun 9. áratugarins, skólar eru orðnir mikið mun betri en þeir voru, hinn “valdasjúki” Davíð Oddsson hefur unnið markvisst að breytingum sem færa óþarfa vald úr höndum stjórnmálamanna. Einkavæðing ríkisstofnana hefur skilað 55 milljörðum í ríkiskassann, skattar á fyrirtæki hafa lækkað úr 30% í 18% og frekari lækkanir eru væntanlegar, skattar á einstaklinga hafa reyndar staðið í stað en lækkanir eru væntanlegar.

Í gamalli merkingu orðins “pólitíkus” eða “sölumaður” er Ingibjörg eflaust að standa sig, þar sem hún er að selja sig vel, en the bottom line er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er lélegur stjórnmálamaður sem ég óska engum að þurfa að kalla forsætisráðherra.