Frá mínum bæjardyrum séð er lítil landamæri að finna millum flokka
í framboði hvað varðar óheftan markaðsbúskap þann er við lýði er því aðal hugmyndir flokka í stjórnarandstöðu fela í sér þau úrrræði, að framkvæma uppboð á óveiddum fiski úr sjó, til þess að hámarka hagnað sem er þó ekki fyrir hendi því gjaldþrot offjárfestinga og lánveitinga vegna framsals , þe. sölu og leigu
á óveiddum fiski hafa orsakað þenslu og vaxtakostnað sem sligar landið í heild.

Svo virðist sem hugmyndasmiðir í framboði vilji ekki viðurkenna þá rússnesku rúllettu sem vort kerfi aðalatvinnuveganna hefur orsakað, ellagar hafi hagsmuna að gæta varðandi breytingar sem gagnast almenningi öllum með tilvist útgerðar á landinu öllu.

Atvinnutækifæri hvorki í sjávarútvegi eða annars staðar eiga að ganga kaupum og sölum né heldur að haldin skuli uppboð á þeim hinum sömu atvinnutækifærum sem er ósköp álika aðferðafræði.

Með því móti er mönnum nefnilega alltaf mismunað í krafti peningavalds.

Aðgætum því vel HVERJIR eru hugmyndasmiðir tillagna þessarra hjá öllum flokkum.

með góðri kveðju.
gmaria.