Hér á landi starfa þrjú tryggingafélög, hlutafélög, sem hafa með höndum lögboðið hlutverk að tryggja tjón er kann að hljótast af ökutækjum landsmanna.

Iðgjöld félagannna hækka ár frá ári og nær sömu upphæð er um að ræða hjá hverju og einu þannig að enga samkeppni er þar að finna, til hagsbóta fyrir almenning.

Útskýring félaganna á iðgjaldahækkunum ár hvert er alla jafna sú að svo og svo mikið af tjónum hafi þurft að greiða út, og sökum þess þurfi að hækka iðgjöldin.

Samt sem áður eru til staðar bótasjóðir sem nema að sögn þeirra er til þekkja milljörðum ef ekki tugum milljarða, sem mér best vitanlega var ætlað það hlutverk að takast á við þá þætti að ekki þyrfti að láta þá borga sem engu tjóni valda þegar tjónvöldum fjölgar milli ára.

Tryggingafélögin NEITA hins vegar að gefa stjórnvöldum, þ.e. Fjármálaeftirlitinu, upplýsingar um það hve mikið fé sé til staðar í þessum bótasjóðum og satt best að segja er það með ólikindum að félögin hafi á sama tíma getað hækkað iðgjöld ár hvert að vild, í krafti hins lögboðna hlutverk eins og ekkert sé.

Ég álít að félögin eigi EKKI að fá í hendur lögboðið umboð þessarra verkefna af hálfu hins opinbera meðan félögin NEITA að
gefa sjálfsagðar og eðlilegar upplýsingar um starfssemina í formi fjár sem aflað er af almenningi í krafti laga.

Með ólíkindum er að kosnir fulltrúar þjóðarinnar flestir, þó ekki allir, skuli sitja hljóðir gagnvart þessu atriði, ennþá, ár eftir ár, þótt augljóst sé hver áhrif iðgjaldahækkana bifreiðartrygginga hafa á afkomu heimila í landinu, þar sem hluti láglaunafólks hefur ekki lengur efni á því að reka bíl.

Finnst ykkur þetta eðlileg “þróun” ?

með góðri kveðju.
gmaria.