Kórea og Kommúnisminn.

Norður Kórea hefur mikið veið í brennideplinum að undanförnu. Það hefur valdið því að fólk fær enn verri trú á kommum og stjórnum þeirra sem eigi hafa veið talin miklar réttlætisstjórnir. En ég velti því nú aðeins fyrir mér hver er uppspretta kommúnissma. Jú, kommúnismi var upprunalega hugmynd um algjört lýðræði en sú hugmynd virðist hafa fallið í dá og í staðin komin um sú hugmynd á einæði og leiðtogadýrkun. Mestu gagngrýnendur kommunissma eru og hafa alltaf verið Bandaríkjamenn. En hvernig eru Bandaríkjamenn sjálfir. Þeir ráðast á blásaklausa menn í Víetnam og slátra mörgum milljónum þeirra vegna persónulegra hagsmuna. Þeir styðja glæpamenn bara til að berjast gegn jafnoka sínum (sovíetríkjunum). Þeir láta Íraka fá sprengjur og sýklavopn til að berjast gegn Írönum og ætla síðan að ráðast inn í Írak til þess að ná vopnunum aftur. Eru þeir ekki sjálfum sér verstir. Þeir ættu að líta í eigin barm áður en þeir fara að hvarta sífellt yfir öðrum. En hvernig tengist N-Kórea þessu öllu? Jú þeir eru kommúnistar og eiga nú í deilum við Banaríkjamenn. Kórea klofnaði í tvö ríki eftir Kóreustríðið (1950-1953). En er ekki einmitt Norður kórea ekki eina ríkið sem tekist hefur að halda einkennum sínum frá Bandarískum inflúensum. Ég spyr einfaldlega hvað finnst þér?