Ég ákvað að telja til nokkra hluti sem mér finnst megi betur fara í þessu ágæta landi okkar:

Ingibjörg Sólrún,
Já, hún mætti fara, og það væri betra, en það sem ég vildi skrifa um er það að þessi “siðferðispostuli” er að stíga fyrsta skrefið í áttina að því að gera ísland að lögregluríki.

Súlstaðir = vinnustaður
Dansmær = starfsmaður
Dansmær dansar = atvinna
Ingibjörg Sólrún bannar dans(einka eður ei, það er samt dans) = brot á atvinnufrelsi.
-

Þorgrímur Þórðarson,
Samstarfsmaður í Ingibjargar Sólrúnar í að breyta Íslandi í löregluríki, með að vísu smá hjálp frá íslenska ríkinu. Settar eru aldurstakmarkanir á tóbak, það finnst mér gefa í skyn að undir 18 ára kunni ekki að lesa, það er viðvörun á pökkunum, fólk á að bera ábyrgð á gerðum sínum, það er ekki afsökun að vera undir lögaldri.
-

Röfl um skatta,
Það sem fólk borgar í skatt er í hlutfalli við laun þeirra, ef laun hækka, hækka skattarnir. Fáir virðast gera sér grein fyrir þessu, yfirvöld fóru og löguðu vandann með hátekjuskattinn, að mig minnir(þannig að einstæðum mæðrum með meiri vinnu og lægri laun ættu að fækka).
-

Ríkið og kirkja,
Ég man eftir því þegar ég sat og horfði á silfur egils einn sunnudagsmorgun, og á hluta af þættunum sem bar heitið “steiglan”, þegar tekið var tal af ýmsum stjórnmálamönnum og þeir spurðir um viðhorf sín til ýmissa málefna, Þarna stóð Ólafur F. Magnússon og sagðist vilja halda Þjóðkirkjunni, ólýðræðislegustu samtökum á íslandi, uppi. Ef svo óheppilega vill til að þú sért trúleysingi og skráir þig úr henni, þá þarftu samt að borga sama gjald til HÍ, sem svo skemmtilega vill til að hefur guðfræði deild, peningarnir fara s.s. í að þjálfa presta í staðinn fyrir að borga þeim laun *húrra*. Fólk á íslandi fær laun fyrir að vera í kirkjukór, borgað af ríkinu, kirkjur er reistar á kostnað ríkisins, og kristinfræði er kennd í grunnskólum á kostnað ríkisins.
Hérna þarf stjórnarskrárbreytingu og það eins fljótt og auðið er.
-

Krúnan á Alþingishúsinu,
ég vill ekki láta minna mig á einokunarverslun og kúgun í hvert sinn sem ég fer niðrá Austurvöll, og ég er viss um að Jón Sigurðsson sem þarf að stara á hana á hverjum degi vill það ekki heldur, hún missti gildi sitt fyrir meira en hálfri öld.
-

Geir H. Haarde,
þessi flokksbróðir minn kann ekki að fara með peninga, alnæmissamtökin eru að fá lægri upphæð frá ríkinu en flest byggðarsöfn, og ég er viss um að það eru færri gestir þar á ári heldur er af fólki með alnæmi. Ég hefði getað skrifað eingöngu um það sem mér finnst hann gera heimskulegt, en það er efni í aðra grein.
-

Femínistar að væla,
mér þykir leiðilegt að það skuli skipta þetta fólk máli hvort alþingismenn, fulltrúar íslensku þjóðarinnar, séu með typpi eða píku, þau eru verri fyrir það.
-

Kjördæmaskipanin,
þegar fólk er kosið á þing á það ekki að vera til að byggja brú á vestfjörðum eða jarðgöng fyrir austa, þegar alþingismenn stíga inn í þennan sal þá eru þau ekki lengur vestfyrðingar eða austlendingar eða eithvað, þau eru íslendingar og eiga að gera það sem er best fyrir íslensku þjóðina sem heild.
-

Og það er eitt sem mér langar til að tjá ógeð mitt á, það er þegar ég las grein á atvr.is eftir einhvern hátt settan innan þeirrar verslanakeðju. Hann var s.s. að tjá sig um skoðanakönnun á vegum gallúp þar sem tekin var markhópurinn frá 18 árum, og var yfirgnæfandi fjöldi sem vildi hefja sölu á léttum vínum í kjörbúðum og stórmörkuðum. Hann taldi að skoðanakönnuni væri ekki gild því að fólk sem væri undir þeim aldri sem kaupa mætti áfengi á tæki þátt í henni. Þessi “manneskja” gerir sér ekki grein fyrir að þetta fólk hefur kosningarétt, það er “atkvæði”, hversu fá sem þau eru þá er ágætur hópur fólks á aldrinum 18-20.
Ég tel að þetta hafi verið ólýðræðisleg yfirlísinga og það beri að krossfesta þessa manneskju fyrir landráð á eins fjölförnum stað og hægt er.