Því fyrr sem Íslendingar átta sig á þvi að breyta sínu sjávarútvegskerfi með tilliti til langtímasjónarmiða, því betra fyrir landsmenn alla.

Það vill gleymast að Íslendingar hafa yfir miklu hafsvæði að ráða til veiða, og rannsóknir þar að lútandi til dæmis hvað varðar ástand veiðisvæða og uppvaxtarskilyrða þorksins eru all óljós enn sem komið er í því sambandi, því seiðatalning er það eina sem enn er lagt til grundvallar af hálfu hinnar íslensku rannsóknaraðila.

Fiskifræði sjómannsins segir að stór hafsvæði séu auðn ein eftir hin þungu botnveiðarfæri sem dregin hafa verið af allt og mörgum stórum skipum , allt of lengi í kapphlaupi um það að ná sem mestum gróða á sem skemmstum tíma.

Fiskistofnar hafa minnkað sé litið yfir langt skeið tölulegra upplýsinga sem til eru.

Í stað þess að stjórna smáveiðiflotanum og auka hlut hans, hafa stjórnvöld gert sér far um að minnka hann með öllum ráðum, og færa aflaheimildir í hendur útgerðaraðila er einugis stunda botnfæraveiðar á stórskipum sem ekki aðeins eru mjög kostnaðarsöm t.d hvað varðar olíueyðslu, en einnig tækjabúnað allan.

Með öðrum orðum verksmiðujuvæðing á hafi úti, þar sem nokkrir
verksmiðjueigendur láta greipar sópa og hirða það sem þeim hentar en henda hinu.

Þrátt fyrir það er það staðreynd að hvorki lína eða handfæri kemur nokkurn tíma til með að raska lífríki hafsins á sama máta og þung
dragnótarveiðarfæri gera.

Hér er um að ræða stærra hagsmunamál en hvers konar virkjanir
sem fyrirhugaðar eru hér á landi, með tilliti til náttúruverndarsjónarmiða einna og sér, en íslenskir náttúruverndarsinnar sjá ekki skóginn fyrir trjánum enn sem komið er, og hafa hlekkjað sig við hálendið, líkt og þar sé um matvælaframleiðslu framtíðar að ræða.

Gæsir og ganga manna um hálendið er ágætt en fiskurinn í sjónum
fæðir mannkyn allt.


með góðri kveðju.
gmaria.