Ég verð að segja að það er ótrúlegt hvað Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að líða fyrir skort á góðum leiðtoga sem getur leitt Sjálfstæðisflokkinn inn á mannúðlegri brautir. Hvað er orðið af gamla Sjálfstæðisflokknum, stétt með stétt o.frv. Hvað er orðið af arfleið mikilla manna sem að leiddu þennan stærsta flokk þjóðarinar forðum? Ólafur Thors, Geir Hallgrímsson og Bjarna Bendiktssonar? Í dag verður vart séð að Sjálfstæðisflokkurinn sé annað en Kommúnistaflokkur sem að stjórnað er af blindum mönnum eða hreinlega veruleikfirtum? Hvar eru tilfinningar þeirra með þeim sem minna mega sín? Er það endalaust hægt að segja að það sé allt í lagi í þjóðfélagi sem að sveltur og pínir þá sem minnst mega sín? Hrein og klár mannvonska gagnvart öryrkjum, fátækum og venjulegu launafólki. Ég skammast mín fyrir að sjá fjármálaráðherrann koma í sjónvarpið og neita að viðurkenna hvernig venjulegt launafólk er skattpínt og öryrkjum neitað um mannsæmandi kjör. Ég skammast mín fyrir forsætisráðherra sem að heldur því fram að fátækt og illa haldið fólk geri það að leik sínum að misnota aðstoð mæðrastyrksnefndar. Ég spyr, þarf Sjálfstæðisflokkurinn að vera harðneskjulegur þó að hann sé til hægri, ég segi nei. Gamli sjálfstæðisflokkurinn var ekki svona, þessir menn sem að stjórna sjálfstæðisflokknum í dag eru ékki með fulla meðvitund eða kannski aðallega að þeir vilja ekki sjá neitt sem að þeim er ekki þóknanlegt. Það vantar nýjan leiðtoga í Sjálfstæðisflokkinn, hvaðan sem hann kemur. Davíð og Geri Haarde eru eins og Kremlar-kommar eða Kremlar fasistar. Þeir eru ekki í sambandi við venjulegt fólk í landinu og þeir sem fylgja þeim eru líka bilndir eða að verða blindir.