Jæja, þá er farið að skýrast hvernig næsta mót lítur út.

Við munum bjóða upp á 2 tímabil, eins og áður segir.

Fyrra tímabilið verður tileinkað fantasíuspilum og verður mjög ákveðið D&D þema í gangi. Bæði verður boðið upp á D&D 4th og 3.5, auk þess sem ævintýrin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Það ættu því allir unnendur D&D að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Seinna tímabilið verður mjög lævi blandið og fær hrollvekjan að ráða þar ríkjum. Um leið og dagsbirtan hverfur og myrkrið tekur yfir, fá leikmenn tækifæri að fást við óhugnaði sem fá orð geta lýst.

Auk D&D verða eftirfarandi kerfi í boði:

Call of Cthulhu
Cthulhu Dark Ages
Song of Ice and Fire
Exalted
World of Darkness
World of Darkness, mixed (öll WoD subkerfi notuð)
High-Adventure Roleplaying Game

3 stjórnendur hafa látið taka frá borð fyrir sig en eiga eftir að ákveða hverju þeir vilja stjórna.

Skráning spilara hefst í næstu viku.