Það er enginn umræða um þetta nýja kerfi hér, það á að koma út 6. júní.

Það er náttúrulega mjög stutt á milli 3.0 - 3.5 - 4.0 og spurninginn er hvort þeir séu ekki mest á höttunum eftir meiri peningum. Já líklegast er fyrirtækið að gera það en þeir sem skrifa bækurnar eru að reyna að betrumbæta kerfið.

Þeir virðast sækja mikið í MMORPG stíl núna hvernig þetta er sett upp, en þó að í mínum huga hljómar það illa þá gæti það nú ekki verið svo slæmt. Tilgangurinn er að gera alla jafnhæfa í hópnum og að enginn verði óþarfa aumingji sem getur ekkert nema tekið gildrur í sundur.

Það verða s.s. 4 “roles”. Leader sem gefur hópnum bónusa og hjálpar til með healing. Defender sem fer fremst fyrir hópnum í bardaga og þolir mestan skaða. Striker sem getur gefið mikinn skaða og tekið út ákveðinn targets auðveldlega s.s. galdrakalla. Controller sem hafa hæfileika í að stjórna bardagasvæðinu með area of attack árásum og slíku.

Á móti þessum “roles” verða svo power sources eða hvaðan characterinn fær hæfileikana til að sinna sínu “role”. Það er enginn föst tala yfir hvað eru mörg power sources en til að byrja með verður Martial, Divine og Arcane og er reiknað með að seinna meir bætast við Primal, Psionic og jafnvel Ki.

Þegar þú mixar þetta koma út classar. Fighters eru Martial Defenders og Clerics eru Divine Leaders. Það er ekki víst að það er bara einn klass í hverju því það er talið að Rangers og Rogues séu báðir Martial Strikers.

Races eru svo byggðir þannig að þú færð racial abilties eftir levelum en ekki bara alla strax. Level eru svo skipt í tiers 1-10 11-20 og 21-30 og verða ákveðinn stökk þarna. Held það sé þannig að í 1-10 verða engir teleport, fly eða raise dead powers sem dæmi.

Einnig hefur maður meiri áhrif á að velja powers og feats þannig maður getur custumizað characterinn sinn meira.

Endilega segið mér ef ég hef rangt fyrir og hvað ykkur finnst um þetta nýja edition og afsakið allar ensku sletturnar, hefði vandað þetta meira ef ég væri að skrifa grein.
“Where is the Bathroom?” “What room?”