Sæl.

Ef þið hafið spilað Changeling: The Lost þá kannist þið örugglega við það að greyið spilendurnir eru einskonar flóttamenn frá djöfullegri tilvist í töfraheimi þar sem martraðir voru fallegar og meistarar þeirra voru grimmir og ómeðfinnandi.

Í bókunum er talað um að margir Umskiptingar séu frekar sérvitrir í hegðun sinni, og kannski skiljanlega miðað við þann hrylling sem þau þurftu að þola, en þess vegna var ég að velta dálitlu fyrir mér nefnilega.

Væri það ósniðugt að fara fram á að hver einasti umskiptingur byrjaði með eitt “permanent derangement” sökum þess sem að hann þurfti að þola? Eitthvað sem á við forsögu charactersins og þess sem að hann mátti þola? Til dæmis (dancer/fairest) sem að þurfti í fjölda ára að skemmta meisturum sínum með trúðslátum að einvherju leiti myndi mynda sér Avoidance: performers, sökum þess að þeir minna hann/hana alltof mikið á það sem gerðist í Faerie. Þetta er eitthvað sem seinna meir gæti orðið Taboo, eða Bane, þar sem að lófaklapp (fyrir góða frammistöðu) veldur líkamlegum óþægindum.
EvE Online: Karon Wodens