Nú bað Armageddon mig um að koma með dæmi af ævintýri sem ég hafði spilað í WoD. Nei, ævintýrið heitir ekki armageddon ;P. Ég ætla að fara grunnt í ævintýrið/söguna og segja hvað mér fannst heppnast og hvað fór úrskeiðis. Ævintýrið var enganveginn fullkomið, en þó skemmtilegt að mínu mati.

Allavega, ævintýrið hét Ghost. Spilendur voru sirka 5 talsins. Lögreglumaður á eftirlaunum sem hafði misst konuna sína sökum geðveikis, hann hafði séð allt það versta af götunum… ómannlega hluti. Sonur hans var það eina sem eftir var í lífi hans. Annar leikmaður sá um að spila son hans. Frekar bágstaddan, ungan mann sem að hafði verið byrlað eitur sem olli alvarlegum sálrænum kvillum og ofskynjunum. Efnið var kallað Ghost. Þriðji leikmaður var Einn af fáum vinum unga mannsins, maður sem var götuvís og lúmskur og vann fyrir sér með því að sýna töfrabrögð á næturklúbbi. Fjórði leikmaður var ungur háskólanemi sem að var að rannsaka áhrif ofskynjunarefna á mannsálina og því voru orðrómar af Ghost einum of góðir fyrir hann. Seinasti leikmaður var svo Chuck, maður sem vann á hæli fyrir götufólk, þar sem hann gaf þeim mat. Hann var þó illskan sjálf, því að hann hafði gaman af því að sjá þá þjást.

Allavega, sagan sjálf hófst með því að lögreglumaðurinn vildi að sjálfsögðu rannsaka hvernig syni sínum hafði verið byrlað eitur. Í gegnum STATUS og ALLIES hafði hann ágætann aðgang að lögreglunni og gat þar grafið upp ýmsar upplýsingar. Maður að nafni Thomas Ashfield var kenndur við Ghost málið sem höfuðpaurinn.

En á meðan að löggan fann þetta út, fór töframaðurinn á þann stað sem hann taldi sig líklegastan til að finna svör, staðinn þar sem ungviðið hafði þolað árásina. Það var í grennd við hælið sem að “vondi” spilandinn vann hjá. Ekki varð mikið úr þeim viðræðum milli þeirra tveggja, þó var víst að “sá vondi” sýndi Ghost málinu áhuga… því að einhver var að “fokkast í rónunum sínum”. Þegar “sá vondi” hætti vinun það kvöld, var ráðist á hann af Thomas Ashfield, risavöxnum manni með sárabindi útum allann líkama. Hann varð vitni að því þegar Ashfield stakk sprautu fullri af sjálflýsandi efni í heimilislausan mann og hvernig sá maður sturlaðist samstundis. Allavega, “sá vondi” slapp frá þessu með smá áverka. Thomas slapp líka.

Á meðan þessu stóð var löggan að lenda í smá “spooky” shit heima hjá sér. Hann varð skyndilega blóðlaus og áttaði sig stuttu eftir að hann hafði skrifað útum alla veggi í baðherbergi sínu blótsyrði og áköllun um að einhver skyldi hjálpa sér. (Hér var sála Thomas Ashfield að verki í leit að endalokum).

Daginn eftir hafði megnið af grúppunni safnast saman nálægt nýjum morðstað. Eftir að hafa fylgst með staðnum tóku þeir eftir manni sem fylgdist með í fjarska og fór ´siðan í burtu. Að sjálfsögðu eltu þau hann og leiddi það til vöruhúsasvæðis þar sem þeir ruddu sér einhvernveginn leið inn og tvístruðust. Merkilegt nokk var einungis einn þeirra vopnaður og kunni að berjast. En háskólaneminn varð vitni að því að Thomas Ashfield, ásamt öðrum manni voru inni í herbergi í kjallaranum. Þar var maður bundinn við stól sem að var svo misþyrmt af höndum hins mannsins (ekki Thomas). En Thomas tók upp á því að æla einhverju slími ofan í fat þarna inni, sem hann dróg svo í sprautu og setti í þann bundna, sem sturlaðist samstundis og var dreginn útur þessu herbergi. Skömmu eftir þetta voru spilendur farnir að rannsaka húsið nánar, þegar “hinn” maðurinn fann þá, vopnaður rörtöng og lagði í þá. Hann var seigur, nánast óskiljanlega seigur, en eftir að hafa verið skotinn nokkrum sinnum af “Chuck” dó hann þó, og ældi þessu sama “slími” útúr sér.

Eftir skothvellina var löggan á leiðinni (pabbinn með). Þeir hlúðu að sárum og rannsökuðu bygginguna frekar. Þeir fundu herbergi þar sem að fjöldi manns höfðu verið myrtir, hengdir upp á kjötkróka og alls kyns fúkyrði skrifuð á veggina með blóði (ekki ólíkt því sem löggan gerði heima hjá sér). Einn var þó lifandi og var honum bjargað. En enginn var neinu nær um hvers vegna þetta var að gerast. Og Thomas Ashfield komst undan.

Eftir smávægilegar rannsóknir var gamalt hús í eigu Ashfield uppgötvað. Utan bæjar. Inni í þessu húsi mættu allir spilendur örlögum sínum. Þeir fóru inn í þreim grúppum. Sú fyrsta var einungis Chuck, sem að vegna áhrifa móður sinnar var skipað að drepa alla hina til að fela spor sín og bendlun við málið. Seinni grúppan var svo töframaðurinn og ungviðið, sem að aðskildust því miður, þar til að töframaðurinn fann bók úr svörtu leðri… letrið var honum óskiljanlegt en hann sá nokkrar myndir inní henni, þar á meðal mynd af ungviðinu, liggjandi í hálf óþekkjanlegum og “öðruvísi” stað. Hann hélt áfram, í leit að ungviðinu, en fann Chuck í staðinn, sem eftir smá stund, skaut töframanninn í bakið með haglara… dauði var fljótur.

Á sama tíma voru lögreglumaðurinn og vinur hans að mæta á staðinn… þeir heyrðu skothvellinn og þeystust inn.

Hérna fóru málin að flækjast aðeins. Bókin sem að töframaðurinn hélt á var nefnilega galdrabók (alvöru svarta galdurs bók) nefnd Necronomicon (já, úr Cthulhu mythos). Ég ákvað að þar sem að honum hafði blætt á bókina, væri hann nú einskonar vofa og hafði hann 3 tilraunir til að hafa áhrif á það sem gerðist inni í húsinu.

Svo varð þó að Chuck barðist við lögguna og vin hans á endanum. Chuck skaut lögreglumanninn til bana, sem nú hélt á bókinni :P og varð því einnig einskonar vofa með 3 tækifæri. Hann hélt sér lifandi í 3 round og kálaði Chuck, áður en hann féll örmagna niður… þar sem hann fékk að sjá að vinur hans stóð enn, en Thomas Ashfield fyrir aftan hann, með byssu í hendi. Einn dauður vinur fylgdi þessu.

Nú voru allir dauðir.. eða hvað?

Inní bókinni var annar heimur, boginn og tvístraður, þar sem að þrjár sálir voru enn. Löggan, sonur hans, og töframaðurinn. Sonurinn var hinsvegar dauður… sjálfsmorð með skoti í höfuð. En í þetta skipti var bókin læs. Þeir lásu kafla sem að lýstu því að í skiptum fyrir sálu sína, skyldu óskir veittar í gegnum krafta Shub-niggurath. (Ég veit ekkert hvort það er þannig í Cthulhu mythos en ég skaut bara á það).

Töframaðurinn reyndi að ákalla þetta vald og spyrja það “hvernig óskir?” en það angraði völdin, sem að tóku sálu hans inn í myrkrið samstundis. Lögreglumaðurinn tók líkama sons síns og ráfaði áfram í þessum forboðna heimi… hann gekk tímalaust… marga daga… mánuði… ár? Þar til hann rakst á Thomas Ashfield, sem var nú kominn í bókina. Thomas var breyttur maður… og útskýrði hvernig hann hefði hleypt illum öndum úr bókinni í líkama sinn fyrir slysni. Hann fann þó aðferð til að losa sig við þessa geðsjúku anda, með því að dæla þeim í aðra (Ghost efnið). Hann ætlaði að hreinsa sig algjörlega, en var nú dauður, einhverra hluta vegna. Thomas sá eftir gjörðum sínum en taldi sig hafa engra kosta völ.

Lögreglumaðurinn lýsti því yfir að hann vildi fá son sinn aftur… hann vildi vera með honum. Thomas tók því bókina, las yfir nokkrar síður og ákallaði æðri völdin. Í skiptum fyrir sálu sína vildi hann hleypa lögreglumanninum til sonar síns. Ashfield var gleyptur af myrkrinu, og innan skams heimti ljósbirta það sem eftir var af lögguni og syni hans.

Allt í allt fannst mér þetta ágætt session. Ég ýtti sja´lfur hinsvegar ekki undir nóg “rannsóknar” stuff… því að saga Ashfields kom í raun aldrei fram.

Það var frekar snúið að halda grúppunni saman, því að allir hafa sínar ástæður og markmið. Þetta er ekki DnD… eða scooby doo.

Það versta var að allir dóu, því að ég var reiðubúinn að halda áfram með þessa gaura. Töframaðurinn til dæmis átti séns á að verða alvöru mage, hefði hann komist út með bókina.

Mér dettur ekkert meira í hug að skrifa.

Bætt við 3. janúar 2008 - 19:14
Gleymdi held ég að útskýra að Ghost-efnið var það sem að lögregla taldi vera nýtt ofskynjunareiturlyf. Þó vissu þeir ekki mikið um efnið, en höfðu bara tengt Thomas Ashfield við málið, ásamt nokkrum mannshvörfum og örfáum götuglæpum.
EvE Online: Karon Wodens