Afsakið enskan titilinn, ég ætlaði að þýða hann en það kom þannig út að enginn hefði vitað hvað ég talaði um…

Mig langar til að fá álit ykkar á hvort persónuþróun (s.s. character progression, að láta rönk í skill, fá feat, o.s.f.v.) í sögu (campaigni) eigi að vera háð því hvað persónan fékk “XP-ið” sitt fyrir. Á spilari að geta sett sína “skill points” þar sem hann vill og valið þau “feat” og “trait” sem hann vill, eða jafnvel bara farið upp um “level” í því “classi” sem hann mögulega vill?
Ef svarið væri já þá væri hægt að læra þýsku eða latínu með því að fara útí skóg, drepa nokkra drísla, fara upp um “level” og hækka “rank” í “language-skillinu”. Eða bara klára quest sem snýst um að skræla kartöflur og verða þannig fyrirtaks galdrameistari! Þetta er auðvitað algjörlega órökrétt en mín reynsla er sú að ef “GM/DM” vill banna spilurum eitthvað svona er skrækt og öskrað RAILROADING þar til “GM/DM”-inn fer að gráta.

Ég er að minnsta kosti þeirrar skoðunar að spilarar verði að rökstyðja persónuþróun sína, eða að “character sheetið” eigi bara að endurspegla hvað persónan hefur verið að sýsla.
Hvað finnst ykkur?

Bætt við 11. maí 2007 - 12:38
edit
eigi að vera háð því fyrir hvað persónan fékk “XP-ið” sitt fyrir.