Um velli

Ég tók eftir að í nýlegum bardagaþræði gengu báðir leikmenn af velli eftir að dómari hafði útbúið völl sem báðir leikmenn voru afar ósáttir við.

Mig langar til að minna á, að skv. Arena reglunum ber dómara að útbúa völl í samráði við leikmenn sína. Dómarinn á að vera ósýnilegur í leiknum og alls ekki standa í því að sýna fram á snilli sína hægri/vinstri.

Ég tel reyndar, að einfaldast (og umfram allt sanngjarnast) væri að notast við aðeins eina tegund af völlum. Sjálfur er ég hrifnastur af 100x100' vellinum, einfaldlega af því hann er jafn erfiður/léttur öllum. Vellir þar sem eru dýki, þrautabrautir, stöplar eða hvað annað nýtast sumum klössum betur en öðrum. Ég ætla hins vegar ekkert að vera banna slíka velli, en mér þætti miður að verða vitni að því aftur að leikmenn gangi af velli vegna þess þeir eru ekki sáttir við völlinn sjálfan.

Um Character knowledge vs. player knowledge

Eitthvað finnst mér ég verða var við að leikmenn notfæri sér in-play það að geta skoðað character sheet andstæðings síns. Slíkt er afskaplega dapurt roleplay og enn lélegri arena-mennska. Eitt er það að rökræða reglur og útfærslur á þeim, búnað á character sheetum eða slíkt, annað að notfæra sér það að vita hver feat eða skill andstæðings síns eru og láta persónu sína bregðast við einhverju sem hún getur ekki vitað.

Ég ætla ekki að nefna nein dæmi eða slíkt, taki hver til sín sem á. Hins vegar er ég búinn að láta inn í reglurnar að dómari geti lækkað verðlaun spilara ef hann telji að annar hvor þátttakenda hafi nýtt sér player knowledge in game. Ég legg það í hendur hvers og eins dómara að ákveða hverja slíkar sektir eru, en til leiðbeiningar, þá myndi ég síst halda aftur af mér. Sér í lagi ef viðkomandi hefur sigrað leikinn með því að nýta sér þessa þekkingu in-game. Því í mínum huga heitir þetta að svindla.

Auðvitað má skeggræða hvað er slík þekking eða hvort viðkomandi hafi haft tækifæri á að komast að þessari vitneskju. En við vitum flestir þegar verið er að notfæra sér player knowledge. Enn og aftur, hér er það dómarans að skera úr um svona lagað. Hins vegar þarf hann að rökstyðja mál sitt og geri hann það, hafa leikmenn ekki yfir neinu að kvarta.

Um drengskap

Flestir bardagar hér hafa verið háðir af drengskap og göfuglyndi. Auðvitað hafa komið leikir þar sem annar spilarinn er svekktur yfir því að hafa tapað, það þekki ég einna manna best. Mig langar engu að síður til að áminna leikmenn um að þakka bæði dómara og andstæðingi sínum fyrir leikinn og erfa ekki gömul særindi. Enn sem komið er, erum við ekki það mörg sem erum í Arenainu og það er auðvelt að lenda í því að dæma næsta leik hjá andstæðingi þeim er maður tapaði fyrir í síðasta leik. Hentugast væri ef slíkt kæmi ekki fyrir, en gerist svo þá vil ég leggja á það áherslu að dómarinn er 100% hlutlaus.

Góða skemmtun!