Ég var DM hjá hópi í rúmt ár sem voru svona Kick in the door type hópur, en sá hópur hefur nú liðast í sundur og hef ég nú komið upp nýjum hópi og þau vilja roleplay, þá er bara spurningin hvernig get ég undirbúið mig sem DM fyrir roleplay og/eða ýtt hópnum í átt að roleplay?

Og síðan er önnur spurning, þar sem að flest CR reikna með 4 meðlimum en minn hópur hefur 6, þá ef 4 eða fleira fá að byrja þá eru óvinirnir meira og minna dauðir áður en þeir ná að bregðast við, jafnvel þó að ég hækki CR bardagans um 1-2 (sem sagt úr 4 upp í 5 eða 6, 5 upp í 6 eða 7 osfv)
<Blank>