Þið ykkar sem spiluðuð AD&D áður en 3rd Edition kom út munið líklega að “halflings” kynþátturinn þar var alfarið byggður á Tolkien hobbitunum. Í 3rd Edition er svo búið að gera þá að e-s konar kender-afsprengi, sem hafa ekki einu sinni hár á löppunum og eiga að hafa einhvers konar sígaunamenningu í staðinn fyrir klassísku hólana með hringlaga dyrum osfrv. Ég sjálfur og minn hópur höfum alltaf notað Tolkien hobbitana, en nú spyr ég ykkur, hvað finnst ykkur um þetta? Eruð þið á því að “nýju” halflings séu spilanlegri, asnalegri, flottari… heldur en gömlu góðu hobbitarnir? Endilega komið með smá umræður um þetta mál…
Peace through love, understanding and superior firepower.