Síðan í haust er ég búinn að vera að spila með öðrum hóp en mínum venjulega, og í þessum hóp gilda talsvert aðrar reglur en ég hafði vanist… Ég fór skyndilega að pæla (meðal annars því ég er að vinna í undirbúningi fyrir að stjórna campaigni í sumar/haust) hvaða variant reglur fólk er að nota, ef einhverjar. D&D er ekkert heilagt, hver sem er má nota þær house rules sem hann vill - svo endilega deilið, hverju hafið þið breytt í reglunum í ykkar hópi?

Nýji hópurinn minn notar eftirfarandi reglur:

Campaignið er Rokugan (medival Japan + fantasy). DMinn er búinn að búa til sér classa fyrir hvern einasta bushi (samurai warrior) og shugenja (cleric/sorceror hybrid class) skóla í öllum 8 great clans og einhver minor clans líka, upp í lvl 10. Flestir PHB classarnir eru þar af leiðandi ekki notaðir. Skills hafa tekið smá breytingum; strength based physical skills renna saman í Athletics og Dex based physical skills í Acrobatics og einhverjar fleiri smá breytingar. Notum einhverjar góðar hugmyndir úr Arcana Unearthed, feats og eitthvað þannig.

Mesta breytingin er hinsvegar combat kerfið. Í stað venjulegra D&D reglna notum við Grim'n'Gritty reglur. Einhverjir kannast kannski við þær en fyrir þá sem gera það ekki, þá miðar GnG að því að gera bardaga sem raunverulegasta.

Til að byrja með tákna hit points ekki lengur hæfileika til að draga úr skaða og “roll with the blow” eins og þeir orða það, heldur einungis hversu miklar þjáningar characterinn þolir áður en hann deyr. Skiljanlega verða hitpoints MUN lægri tala en í hefðbundu D&D þó lægra level characters þoli meira en venjulega. Þeir eru reiknaðir sem:

CON (ekki modifier) + x * lvl.

x er 1 fyrir þá classa sem hafa venjulega d10 eða d12 hp/lvl, 0.75 fyrir d6 og d8 classa og 0.5 fyrir d4 classa. D12 classar fá +3 hp á fyrsta leveli. Þetta þýðir að 1. lvls fighter með con 16 væri með 17 hp. Barbarian á 20. lvl og með 20 í con væri með 43 hp. Wizard á sama leveli með 12 í con væri hins vegar ekki með nema 22 hp.

Þetta virkar kannski þannig að characters deyji hratt, en það er það ekki alveg. Armour og Armour class virkar nefninlega öðruvísi líka: Það sem brynjur gefa venjulega í AC verður Damage Reduction (eða soak eins og það er kallað). Armour check penalty fer hins vegar í AC SEM PENALTY! Þetta gerir Masterwork brynjur skyndilega ótrúlega sniðugar, sem þær voru eiginlega ekki áður.

Að auki fá classar “Class defence bonus” þegar þeir hækka um level, á sama skala og saving throws (ss. poor sem byrjar í 0 og er 6 á lvl 20, avarage sem byrjar í 1 og endar í 9, og svo good sem byrjar í 2 og endar í 12). Almennt fá classar með ekkert spellcasting good, hybrid classar eins og ranger og paladin avarage og spellcasters poor. Þessi class defence bonus er það sem táknar hæfileika hærra levels charactera til að víkja sér undan höggum og verja sig.

Þetta eru svona grunnatriðin, ég nenni ekki að fara neitt nákvæmlega í advanced call shot reglur sem við notum og fleira þannig.

Fleiri sem eru til í að deila húsreglum?
Peace through love, understanding and superior firepower.