Gleymt lykilorð
Nýskráning
Spunaspil

Spunaspil

2.098 eru með Spunaspil sem áhugamál
13.754 stig
533 greinar
1.869 þræðir
20 tilkynningar
4 pistlar
308 myndir
411 kannanir
22.007 álit
Meira

Ofurhugar

tmar tmar 798 stig
Micromegas Micromegas 428 stig
Vargur Vargur 424 stig
magnoliafan magnoliafan 402 stig
Icequeen Icequeen 392 stig
Fizban Fizban 382 stig
mAlkAv mAlkAv 382 stig

Stjórnendur

Almennar reglur/Persónusköpun:
1. Notast skal við allar Core bækur, Complete bækur sem og Expanded Psionic handbook.
2. Allir fá 36 punkta til að búa til persónur.
3. Allar persónur skulu byrja á 1. lvl. Þær persónur sem hafa LA leggja LA við level til að fá út raunverulegt level persónu, t.d. Aasimar Cleric 1 er jafngildi 2. lvl persónu.
4. Allir byrja með max starting gold, skv. PHB.
5. Fyrir sigur eru gefin xp og gp. Sigurvegarinn fær jafngildi 1000 x lvl andstæðingsins, taparinn fær 0.5 x XP/GP sigurvegarans og dómarinn fjórðung af heildarsummunni. Það kemur í hlut dómarans að deila niður hvorutveggja í lok leiks.ATH! Ekki er hægt að fara upp um level nema að berjast amk. einn bardaga á hverju leveli.
6. Leikur telst unnin ef andstæðingurinn er unconscious, kominn undir -1 hp eða getur enga björg sér veitt, t.d. hefur verið lokaður inni með Imprisonment galdri. Ef báðar persónur deyja í sama roundi er jafntefli og skiptist þá xp/gp þannig að það er 500 xp/gp x lvl andstæðings, líkt og báðir hafi tapað.
7. Í upphafi bardaga skulu þátttakendur pósta character sheetum sínum og skal dómari yfirfara þau. Verði leikmenn vísir að svindli eða slíku, kemur það í hlut dómara að skera úr um hvernig skuli unnið úr slíku hverju sinni. Sé ástæða til, þá má dæma þann sem varð fyrir svindlinu sigurvegara og svindlarann úr leik.
8. Öll tengingaköst eru framkvæmd af dómara.
9. Dómari ákveður hvernig vígvöllur lítur út og hvort og hversu margar undirbúningslotur skulu fyrir hvern leik, í samráði við leikmenn.
10. Dómari hefur lokaorðið í hverjum leik.
11. Ekkert eitt magical item má kosta meira en sem nemur 40% af heildargulleign persónu. Heildargulleign er sú upphæð sem leikmaður hefur safnað sér í heildina, ekki sú gulleign sem hann á hverju sinni.
12. Ef persóna deyr í hringnum, þá er hún lífguð við af heilurum bardagahringsins. Þ.e. henni er komið í 1 hp en síðan þarf viðkomandi að kaupa healing potions til að komast í fullt líf. Þetta er gert með samþykki dómarans í leiknum sem hetjan var felld í.
13. Í upphafi bardaga eru allir considered flatfooted þar til þeir eiga að gera.
14. Aðeins er hægt að taka þátt í einum bardaga í einu.

Preparation rounds:
1. Komi leikmenn sér saman um að notast við prep rounds, skal það leyft. Ekki er ætlast til að prep rounds séu fleiri en 3.
2. Hægt er að nota þau til að kasta á sig göldrum, drekka potion, setja upp ready action, nota skill en ekki má hreyfa sig af upphafsreit.
3. Séu leikmenn ekki sammála um að nota prep rounds kemur það í hlut dómara að skera úr um hvernig skuli staðið að þeim. Einföld leið er að kasta upp á það.
4. Ekki má nota prep rounds til að gera beina árás á andstæðing sinn, kasta göldrum á hann (t.d enchantments) eða nota psychis powers sem hafa bein áhrif á andstæðinginn.
5. Aðeins er leyfilegt að nota prep rounds til að búa sig eða félaga sína undir bardagann.

Teymis-bardagar
1. Hægt er að spila sem teymi gegn annað hvort skrýmslum undir stjórn dómara eða gegn öðrum teymum eða persónum.
2. XP skiptist þá jafnt á milli þeirra er tóku þátt.
3. Vilji leikmenn spila gegn skrýmslum er hægt að fara fram á slíka bardaga, en fyrir þá skal veitt XP/GP skv. DMG auk viðeigandi bónusa fyrir gott roleplay.

Hlutverk dómara og siðferði í hringnum.
1. Dómari skal gæta hlutleysis.
2. Dómari sér um teningaköst og skal gera svo á sem augljósastan og skýrastan hátt. Gott er að birta teningaköstin.
3. Sé dómari í vafa um hvað leikmaður hafi hugsað sér að gera, skal hann spyrja leikmanninn í stað þess að geta sér til það sjálfur.
4. Gerist leikmaður sekur um mistök ber hann sjálfur ábyrgð á þeim. Dómari er ekki settur yfir leikinn til að leiðrétta leikmenn eða leiðbeina þeim. 5. Dómari skal halda sig til hlés en skera úr um deilumál sem og sjá til þess að báðir leikmenn gangi sáttir af velli.

Siðferði leikmanna
1. Leikmenn skulu keppa heiðarlega og af drengskap.
2. Ætlast er til að leikmenn séu lýsandi í orðum annars vegar og útskýri með skáletrun allar þær reglur sem þeir hyggjast nota í sinni lotu, sem og AB, lýsingar á göldrum og save DC, stöðu HP og AC osfrv. Þetta er gert til að flýta fyrir störfum dómara.
3. Dómarinn ræður og þeir sem rífast við dómarann gætu sætt XP/GP refsingum. Komi upp vafamál skal hafa samband við stjórnendur áhugamálsins.
4. Athugið, að þó character sheet leikmanna séu birt, er ætlast til að leikmenn spili persónur sínar rétt og geri greinarmun á character knowlegde og player knowledge. Sjái dómari að leikmaður noti ítrekað character knowledge í spilun má hann draga xp/gp af viðkomandi leikmanni.
5. Gangið glaðir inn á völlinn sem og út af honum. Þetta er gert til skemmtunar og er EKKI samkeppni í persónusköpun.

Galdrar & Feats
1. Galdrar sem virka á alignment, virka á alla, þar sem erfitt er að notast við alignment í arena. Undantekning er þó á þessari reglu er um klöss er að ræða fast alignment, t.d. Paladins.
2. Það er litið á sem svo að hver keppandi geti bara tekið þátt í einum bardaga hvern sólarhring. Þar af leiðir eru öll once per day feat og ability nothæf í hverjum bardaga og spellcasterar koma með full amount of memorized spells.
3. Ekki er hægt að mæta til leiks með fyrirfram lögð álög. Þetta þýðir að spellcasterar þurfa að nota prep rounds til að leggja álög á sig.
4. Leadership featið er löglegt en aðeins má nota það til að fá cohort. Followers eru ekki leyfilegir.


Munið síðan, þetta er gert til að hafa gaman af!
Góða skemmtun!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok