“Rétt andrúmsloft fyrir rétta stund” er viðmið sem að margir spunameistarar nýta sér til að ná fram sem bestu reynslu fyrir sig og spilendur sína. Að móta rétt andrúmsloft getur verið flókið og margþætt, eftir því hvað hver um sig telur vera mikilvægt hverju sinni. Hér er að mestu verið að tala um hluti eins og umhverfið sem spilunin á sér stað í og skap spilendanna. Þessa tvo hluti getur verið afskaplega erfitt að stjórna stundum. Nema þú sért með voðalegar breytingar heima hjá þér (eða hvar sem þú spilar) mun spilunarstaðurinn ávallt vera sá sami, og ákveðið “skap” sem fylgir honum. Auk þess er stundum erfitt að hafa áhrif á skap spilenda, nema hafa svipu sér við hlið.

En annar þáttur sem er auðvelt fyrir spunameistarann að hafa áhrif á og nota sér sem verkfæri er utanaðkomandi áhrif, eins og músík.

Að nota músík getur auðveldlega haft áhrif á þá stemmingu sem ríkir innan leiksins. Hér skiptir engu hvort spilað er galvaska riddara, útúrsmakkaða netverja eða fólk í grimmum heimi, því að með réttri músík geta spilendur betur fundið fyrir sjálfum sér, hvað sem þeir taka sér fyrir hendur. En ekki er öll tónlist hæf til notkunar og með því að nota hana fylgja stundum ýmsar hættur og aukin ábyrgð.

1) Það er ekki gott að nota alltof grófa/háværa tónlist. Ef að spilendur hlusta á sama lagið eða svipuð yfirgnæfandi lög til lengri tíma getur svo hætt til að þeir missi einbeitinguna á spilinu sjálfu eða lendi í samskiptaörðugleikum sín á milli. Þó er það satt að stundum sé hávær/yfirgnæfandi tónlist viðeigandi en hana ber að nota sparlega(þegar nútímafólk gengur inn á næturklúbb til dæmis).

2) Varast skal að nota músík með sungnum texta. Ástæðan fyrir þessu er að nokkru leiti sú sama og í 1). Ef að spilandi finnur sér rödd í laginu og byrjar að einbeita sér að henni, gæti hann misst áhuga á leiknum sjálfum. Það er afar leiðinlegt þegar spilandi segir “Ha, sorrí, ég var ekki að hlusta” og þá sérstaklega útaf tónlist sem var notuð kæruleysislega.

3) Það er sniðugt að búa til marga Playlista (í hvaða tónlistarforriti sem þér hæfir) fyrir mismunandi aðstæður. Er ætlunin að vekja ugg hjá spilendum? Þá ber að nota lög sem að þú telur vera “krípí” á einhvern hátt. Hvað með öryggi? Á spilendunum að líða vel innan einhvers virkis eða í félagskap NPC vina? Við þannig aðstæður væri ekki vitlaust að hafa músík með rólægum blæ, sem þú sem spunameistari klippir svo í sundur ef hætta steðjar að. Það er gott að ímynda sér hvað ákveðnar aðstæður eða hópar tákna og þýða það svo yfir á tónform eða ef til vill ákveðin hljóðfæri.

4) Sem stjórnandi þarftu að fylgjast með tónlistinni þinni. Skipta um lag þegar við á eða drepa hana þegar ekki er þörf á henni lengur.

Hér eru nokkur dæmi sem ég hef sett í playlista fyrir World of Darkness, þá aðallega Changeling og Vampire. Að finna lög fyrir Lancea Sanctum og Circle of the Crone er nokkuð auðvelt, þar sem þessar tvær deildir samsvara nokkurnveginn “réttri” trú og heiðnum/eldri siðum. Organleikur er því mjög viðeigandi fyrir LS, en ætti að hallast í grimmari áttina vegna kaldra áforma flokksins. Á hinn bóginn höfum við hið ótamda og dularfulla sem fylgir Circle of the Crone. Þannig að þar þótti mér ágætt að nota djúp blásturhljóðfæri eða bara djúpa tóna yfirhöfuð.

Í Changeling bjó ég mér til playlista fyrir hvern einastu Árstíð, þar sem þeir eiga það til að skipta sér niður í þannig deildir. Þá skoðaði ég hvað hver árstíð táknaði (innan leiksins) og reyndi að finna tónlist með bjölluhljóðum eða öðru þess líka sem að við átti.

Hér er svo listi af því sem að ég hef notað til að móta ýmsa playlista.

Silent Hill (1-4) Soundtracks - Stundum gott fyrir Changeling.
American McGee's Alice: Mjög viðeigandi fyrir Changeling: The Lost.
Donnie Darko Movie soundtrack: Nokkur “spooky” lög fyrir gott andrúmsloft.
30 Days of Night movie soundtrack: Nokkur ágæt lög fyrir “spooky” andrúmsloft.
Thief: Deadly shadows OST: Nánast hvert einasta lag í leiknum er við hæfi í dimmum heimi.
Indigo Prophecy OST: Gott fyrir dramatíska atburði.
System Shock 2 soundtrack: Ágæt, róleg, creepy lög.
Deus Ex 2: Fín lög til að nota í nútímaheimi.
Nox Arcana: Hefur gefið út fjölda diska sem innihalda allir eitthvað gott fyrir mismunandi aðstæður, fantasíu til hryllings.
Midnight Syndicate: Svipað og Nox Arcana, en hafa gefið út minna efni.
Quake soundtrack: Trent Reznor með nokkur andrúmslög.

Margt fleira til sem hægt er að nota. Nú er bara fyrir hvern og einn að leita og velja fyrir sig.
EvE Online: Karon Wodens