Hérna ætla ég að halda atburð sem ég veit ekki til að hafi verið gerður áður hér á Huga. Það er að segja, keppni í persónusköpun. Markmiðið hér verður að skapa eina persónu í heild sinni, bæði persónuleika, bakgrunn og mechanics. Þemað í keppninni verður Gish stríðsmenn*.


Crunch reglur:
-Notast verður við 32 punkta point buy, samanber reglurnar í Dungeon Master's Guide.
-Persónur verða skapaðar á level 20 með 200.000 experience points og 760.000 gullpeninga. Ekki er leyfilegt að fara yfir þetta mark.
-Notast verður við allt sem finnst í open game leyfinu og má nálgast það á www.d20srd.org. Einnig má nota efni úr eftirfarandi bókum:
Complete bækurnar
Races of bækurnar
Player's Handbook II
Tome of Battle.
Player´s Guide to Faerún.
Ef fólk vantar að nota fleiri bækur en þetta er málið að spyrja bara.
-Þar sem þemað er Gish stríðsmenn verða allar persónur að uppfylla ákveðnar kröfur, þær eru þessar:
Á level 20 verða allar persónur að hafa a.m.k. 15 í Base attack Bonus.
Á level 20 verða allar persónur að geta notað a.m.k. level 6 galdra, powers, Invocations eða sambærilegt.
-Einnig á að fylgja með persónunni smá bútur þar sem bardaga stíll hennar er útskýrður og lýst á skapandi hátt.



Fluff reglur:
Með persónunni verður að fylgja kafli þar sem persónan er kynnt. Í þessum kafla eiga að koma fram bakgrunnur, persónuleiki og nokkur áhugaverð plothooks. Lágmarks lengd þessa kafla er 400 orð. Hámark er 2000. Þarf ekki aðrar reglur um fluff en þessar þar sem of mikið af reglum á það til að hefta sköpunargleði.


*Fyrir þá sem ekki kannast við hugtakið, þá eru Gish stríðsmenn þeir sem blanda stáli og göldrum. Í þessari keppni eru galdrar allt eins og Arcane magic, Invocations, Psionics og svoleiðis. Divine Magic verður ekki leyft þar sem þeir sem notast við hann eru þegar að blanda vopnum og göldrum.

Keppnin mun loka annaðhvort þann 17. júní næstkomandi eða þegar búið er að senda inn tíu persónur. Dómurinn um það hver skapaði skemmtilegustu persónuna verður lagður undir fjöldann í skoðanakönnun. Það sem á að hafa í huga þegar kosið er verður eftirfarandi:
-Hversu öflugur er characterinn, getur hann barist svo það skipti máli á level 20?
-Hversu vel tekst persónunni að vera Gish? Góð þumalputtaregla hér er að leggja saman BAB og Caster level. Allt undir 30 telst slappt, 35 er gott og eitthvað hærra er hreint út sagt frábært.
-Er persónan áhugaverð? Það er að segja með skemmtilegan bakgrunn, persónuleika og framvegis. Værir þú til í að þessi persóna væri í hópnum þínum?
-Hversu vel passar persónan inn í hóp? Getur hún unnið vel með öðrum?
-Virkar buildið á öllum levelum, ekki bara 20? Hérna á ég við, er það spilanlegt frá 1-20 án mikilla vandræða?


Ég vil hvetja alla sem hafa áhuga til þess að taka þátt og hafa gaman því að þetta er fyrst og fremst gert til þess. Ef þið eruð með einhverjar spurningar, ekki vera feiminn. Ég vonast bara til þess að sjá sem flesta taka þátt.
www.brotherhoodofiron.com