Í tilefni könnunnar SaulHudson vil ég fjalla um, og koma af stað umræðu, um Paladins.

Flestir þýða orðið Heilagur riddari en það kemst kannski næst því að þýða það sem Staðfastur Riddari, því að paladin -samkvæmt almennri merkingu orðsins- þarf ekki að vera heilagur heldur að hafa sér málstað sem hann stendur fyrir í einu og öllu.

Flest okkar þekkjum líklegast dungeons&dragons (D&D) útgáfuna af paladin. Þar er hann allra heilagastur, riddari sem fylgir lögunum og gerir allt gott. Margir túlka þá svo með spítu upp í óæðri endanum. Þeir sem hafa spilað d&d eða lesið mikið af bókmenntunum í kringum það hættir svo til þess að gleyma að þetta er ekki eina og sanna útgáfan af þeim.

Samkvæmt Wikipedia er paladin:
“A paladin is the prototypical ”knight in shining armour,“ a hero of sterling character and courage, who rights wrongs and defends the weak and oppressed.” - http://en.wikipedia.org/wiki/Paladin
Og samkvæmt enskri orðabók er paladin:
“# A paragon of chivalry; a heroic champion.
# A strong supporter or defender of a cause: “the paladin of plain speaking” (Arthur M. Schlesinger, Jr.). ” - http://dictionary.reference.com/search?r=10&q=paladin

Fyrir mér er Paladin hinn eini sanni riddari. Hann trúir á einhvað og ver það með lífi og sál, án þess þó að þrýsta því á annan með ofbeldi eða kúgun.

Hvaða merkingu hefur Paladin fyrir ykkur? Hvaða álit hafið þið á paladin/knight clössum í hinum mismunandi kerfum?

Trúið þið að einhver geti verið sannur paladin?