Jæja, þar sem það er álíka mikið líf hérna inni og á ráðstefnu Necromancera sem haldin var á Seyðisfirði í síðustu viku, ákvað ég að skella inn einni grein.

Þannig er mál með vexti að ég hef verið að vinna að “variant” á D20 kerfið og langar að kanna jarðveginn fyrir hugmyndum og einfaldlega fá einhverja umræðu í gang.

Það er sem sagt svona: í D&D, sem er samkvæmt könnunum lang mest spilaða kerfið á landinu, snýst ansi mikið um loot eða equipment. Þú ert ekki maður með mönnum nema eiga meira galdra dót en guðirnir sjálfir. Ekki nóg með þetta þá er málum þannig hagað í Forgotten Realms að þú ert ómerkilegt goblin gerpi ef þú ert ekki fær um að slátra heilu herjunum upp á eiginn spýtur. Sjálfur hef ég spilað slíka charactera og skemmt mér ágætlega, en núna fyrir skömmu byrjaði Icequeen á campaign sem ég tek þátt í. Mér tókst að sannfæra hana um að nota einn af þeim hlutum sem ég hef verið að þróa, það er frekar brutal útgáfu af Wounds reglunum.

Og viti menn, með því að eiga á hættu að drepast við það eitt að detta af hestbaki fór ég að finna fyrir einhverju sem ég hafði nánast týnt í mörg ár. Mér fannst þetta spennandi, ekki spennandi hvort það væru 50.000 eða 60.000 gold pieces í kistunni eða hvort ég næði að verða chosen of Bane. Heldur, hvort ég myndi lifa af bardagan við 1 bandit.

Allt í einu var ég stoltur af því að eiga studded leather armour og það eitt að finna 5 silver pieces gerði það að verkum að ég brosti út að eyrum.

Mínn spurning er þessi, er allt powerplayið og loot focusinn sem fyrir finnst í D&D að draga úr skemmtanagildi spilamennskunar. Vegna þess að þegar ég hugsa til baka, þá voru það lélegu characterarnir sem ég hafði mest gaman að spila. Þessir sem lentu í vandræðum í 1 on 1 móti goblin.

Erum við kannski betur sett með kerfi þar sem players hafa ekki guðdómleg powers og gætu verið drepnir án mikilla erfiðleika? Eru super powerfull special abilityinn í D&D að draga úr Roleplayinu?

Ég veit alla vega ekki betur en þeir spilarar sem spiluðu Realms of Darkness á spilamótinu í fyrra hafi skemmt sér konunglega, þrátt fyrir að hálf drepast við það eitt að detta af hest baki.

Er ekki tími til kominn að stíga aðeins niður á jörðinna og endurupplifa low power settingið

Tves

- Sem sjaldnast er ánægður með kerfinn eins og þau koma úr kassanum.