það er eitt sem brennur í huga mér einmitt núna! hver er ástæðan að fólk hefur fordóma gagnvart þeim sem spila spunaspil?

sjálfur spila ég spunaspil og hef gert það undanfarin 6 ár, og allt síðan þá hef ég orðið fyrir aðkasti þeirra vina minna, auk annara, sem spila ekki spunaspil. þeir kalla mig nörda, ímyndunar-geðsjúkling, barnalegan og ég veit ekki hvað og hvað.

það sem mig langar að vita er hvað er það sem stingur ykkur “ekki-nörda” í augun svona mikið? er það að við erum að skemmta okkur í einhverju sem við höfum áhuga á? er það að þig skiljið ekki hvað það er sem við erum að gera? skiljið þið ekki tilgang spilsins?

hver er munurinn á því að við séum að spila Pictionary/Actionary eða Dungeons and Dragons?

vegna aðkasts höfum við “nördarnir” neyðst til að fela okkur í skúmaskotum, stjarfir af hræðslu um að vera rakkaðir niður vegna þess eins að eiga okkur áhugamál sem fáir skilja!

mig langar að skilja hver er ásræðan að fólk hafi þessa fóbíu gangnvart þeim sem stunda spunaspil.
Nafn: Knotania