Nip/Tuck - Sería 4, þáttur 1 Búinn er ég að bíða lengi eftir að fjórða sería byrjaði. Stundin er runnin upp og hér er lýsing á fyrsta þættinum. Mun ég senda inn litla pistla um hvern þátt og vill ég taka fram að spoilerar eru í öllum þeim.


Greinilegt er að handrithöfundar þáttarins ætla í aðra stefnu í tengslum við viðfangsefni þáttarins. Ekkert er litið inn í efni sem gerðust áður og var þessi þáttur nokkuð mildur miða við flesta aðra. Farið er nánar í persónurnar sjálfar, en ekki líf lýtalæknanna og sjúklinga.


Christian Troy velur sína vikulegu bólfélaga og að þessu sinni eru það mæðgin og nýráðinn sálfræðingur sem verða fyrir valinu. Eftir aðeins einn tíma hjá sála, gefur hún í skyn að hann sé hugsanlega tvíkynhneygður og sé ástfanginn af vinnufélaga sínum í tuttugu ár, Sean McNamara.


Nýtt hjá McNamara fjölskyldunnni er að Julia hefur selt snyrtistofu sína og á von á barni, sem gæti fæðst í heimin vanskapað. Gráðgur kaupmaður keypir svo stofu þeirra, en vinna þeir þó en þar, en undir þeirra skipunum.


Var þessi þáttur fullur af góðum sögum til að byrja nýja seríu, en vona ég að gömul andlit sjást seinna í seríunni, s.s. eins og The Carver.
The Anonymous Donor