Afhverju súkkulaðiís er betri en vanillu Jæja, sorparar nær og fjær.

Flest okkar hafa örugglega velt fyrir okkur hinni stórmerkilegri spurningu hvor sé betri, vanillu, eða súkkulaðiís.

Svarið er einfaldlega, gott fólk, súkkulaði.

Það eru alveg allmargar ástæður fyrir því, í fyrsta lagi er vanillubragðið alltof hlutlaust og leiðinlegt en hinsvegar er súkkulaðibragðið sterkara og þar af leiðandi meira einkennandi fyrir súkkulaði.

Svo eru til fjölmargar súkkulaðisósur, sem fólk notar gjarnan á vanilluísinn sinn, afhverju ætli það sé?
Útaf því að súkkulaðibragðið er bara miklu betra?

Ójá.

Allaveganna set ég aldrei vanillusósu á súkkulaðiísinn minn.

Svo eru náttúrulega oft litlir óvæntir glaðningar með súkkulaðiísnum, þetta kallast ‘Chocolate Chips’ og eru semsagt litlir súkkulaðibitar í ísnum, þetta er eitthvað sem vanilluís hefur ekki, allaveganna á ég eftir að sjá ‘Vanilla Chip Ice Cream’.

En gott fólk, auðvitað eru engar handhægar sannanir fyrir því að súkkulaðiís sé eitthvað betri en vanillu, ég er einfaldlega að segja ykkur mína skoðun á málinu þar sem ég er á einhverju skrýtnu CounterStrike lan móti(djöfull er ég svalur) og hef því ekkert betra að gera.

Þannig að það er skoðun mín á þessari viðamiklu baráttu súkkulaði og vanilluís.


Með hvorum stendur þú?




P.S. Ég er þreyttur.
baldvinthormods@gmail.com