Það var ChocoboFan sem stakk upp á því að gera þessa grein saman fyrir nokkrum mánuðum. Hann fékk hugmyndina frá Grindhouse eftir Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Þetta er okkar Grindhouse homage. Mér leist strax á það og kláraði mitt “entry” á mettíma. Nokkrum vikum seinna var restin komin.
ChocoboFan vildi svo að það væri ég sem sendi þetta inn.

ATHUGIÐ! EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!



Drungadalur
Efir: ChocoboFan

Maður raknaði við sér. Bundin við stól. Hann leit hægt upp og skimaði í kringum sig. Hann sá ekki margt, það var myrkur. Hann var í litlu herbergi. Hann mundi ekki hvernig hann hafði komist þangað. Hann mundi bara einn hlut … hann hét Böðvar!
Böðvar reyndi með erfiðismunum að muna hvernig hann hefði hafnað inní þessu herbergi og af hverju hann var bundin við þennan stól, en allt kom fyrir ekki. Líklega kúlunni á hausnum á honum að kenna, hann hafði verið barinn … fast!
Böðvar reyndi að losa böndin en þau voru bundin vel og hann meiddi sig einungis við að reyna það. Allt í einu heyrði Böðvar fótatak, það byrjaði lágt en varð svo alltaf hærra og hærra. Einhver var á leiðinni til hans. Hurðin opnaðist og skært ljós skein inn í dimmt herbergið og blindaði Böðvar í nokkrar sekúndur. Þegar hann gat loks séð aftur sá hann stóran skugga af veru sem hafði komið inní herbergið. Vera þessi hélt á vélsög.
“Nei, nei … ekki … þú myndir ekki drepa mann með eyðni, er það? Því ég er sko með eyðni!” sagði Böðvar skelkaður.
Veran lyfti upp vélsöginni og beindi henni að vinstri fæti Böðvars og skar hann hægt af á meðan Böðvar öskraði af sársauka. Blóðið flæddi úr fætinum, eða því sem var eftir af fætinum hans. Síðan skar veran hinn fótinn af Böðvari, það var ekki síður sársaukafullt og öskraði Böðvar jafnvel hærra en áður. Gólfið var nú allt þakið blóði. Næst voru hendurnar skornar af Böðvari og hann hélt að sársaukinn myndi aldrei hætta. Þar til loksins Veran skar af honum hausinn og Böðvar var dauður. Veran skar bútana af Böðvari í fleiri búta, og síðan fleiri búta … Allt nema hausinn, hann geymdi hausinn.

Á lögreglustofunni í … einhverri borg.

Ásmundur var að fara yfir seinustu pappíranna og var farinn að hlakka til að komast heim þegar lögreglustjórinn öskraði nafn hans og sagði honum að drulla sér inn á skrifstofu sína.
“Hvað er nú að stjóri?” Spurði Ásmundur. Fúll yfir því að fá ekki að fara heim strax.
“Ég vil tala við þig um gömlu konuna sem þú KÝLDIR í morðmálinu sem þú varst að rannsaka í gær!” öskraði stjóri á Ásmund.
“Æjj svo þú fréttir um það ha?”. Sagði Ásmundur. “Ef það hjálpar eitthvað þá hélt ég að konan væri gaur í dulargerfi og svo kýldi ég ekki mjög fast …”
“Mér er friggin sama, þú ert búinn að slasa sjö manns í þessum mánuði!” Stjórinn náði sér í vindil úr skrifborðinu sínu og kveikti í honum. “En allavega” sagði stjórinn. “Þetta var ekki eina ástæða þess að ég kallaði á þig Ásmundur. Ég ætla að láta þig fá nýtt mál, snúið það er. Fólk sem er að hverfa, í litlum bæ aðeins út úr borginni, bærinn kallast … “Drungadalur”! Ég vil að þú farir og tékkir á málunum þar, þú ert hæfasti maðurinn í starfið. Og ég vil að þú takir Ingólf með þér, hann hefur gott af því að sjá þig í aksjón”
“Skilið, veit hvar bærinn er”. Sagði Ásmundur. “Bíddu!” Kallaði stjórinn á eftir honum. “Taktu þetta með þér.” Ásmundur greip hlutinn sem hann hafði kastað til hans undrandi. “Raksápa?”.
“Maður veit aldrei hvenær maður þarf raksápu.” Sagði stjórinn og blikkaði hann.
“Eh .. takk býst ég við.” Ásmundur gekk út úr skristofu stjórans og að skrifborði Ingólfs.
Ingólfur var ung lögga sem hafði aðeins verið í nokkrar vikur að starfa sem slíkur. Þeir höfðu strax orðið vinir, þeir áttu ótalmargt sameiginlegt. Eins og t.d. áttu þeir báðir hrikalega stórt tannstönglasafn sem þeir mátu mikils.
“Í SÍÐASTA SKIPTI, VIÐ SELJUM EKKI NEITT FOKKING TACO” öskraði Ingólfur í símann og skellti harkalega á.
“Blessaður Ingó”
Ingólfur leit við og brosti. “Ási! Fyrirgefðu þetta var bara skakkt númer. Hvað er títt?”.
Ásmundur sagði Ingólfi frá málinu og saman röltu þeir niður að bílnum hans Ásmundar.
Þeir keyrðu í heila … þrjá tíma! Og beygðu og keyrðu gegnum skóg og læti þar til loks þeir sáu subbulegt skilti sem á stóð “Drungadalur”. Þeir keyrðu í nokkrar sekúndur þar til bærinn kom í ljós.
“Jæja Ingó við erum komnir.” Sagði Ásmundur og steig út úr bílnum.
“Já, nú býst ég við að við förum að yfirheyra fólk og slíkt?”.
“Rétt mun það vera vinur sæll!” Svaraði Ásmundur.
Það var þykk þoka yfir þessum drungalega bæ og myrkur var byrjað að skella á (sem var skrítið því klukkan ekki nema 3).
Allt í einu sáu þeir gamla konu ganga í áttina til þeirra. Hún var virkilega hæg í hreyfingum. “Ahh!” Sagði hún. “Þið eruð löggurnar sem voruð sendar til að finna orsök hvarfanna ekki satt?” spurði hún.
“Rétt mun það vera kona góð, getur þú sagt okkur allt sem þú veist um málið?“
“Nei …” sagði konan og gekk burt.
“Ég er með ógó höfnunartilfinningu!” sagði Ingólfur leiður og greip um hjartað með báðum höndum.
“Skrítið nokk” Sagði Ásmundur. “Finnum þá einhvern annan sem vill segja okkur eitthvað”. Þeir gengu áfram og það fáa fólk sem var úti við muldraði eitthvað og skiptist á dularfullum augnaráðum, síðan lokaði það hurðunum á húsum sínum og Ásmundur og Ingólfur voru einir eftir í þokunni …
“Hvaða fokking attitude er í þessu fólki?” Spurði Ingólfur reiður.
“Ég veit það ekki” Sagði Ásmundur. “Það hlýtur að vera einhver hérna sem getur frætt okkur. Aha! Þarna er lögreglustöð komdu!”
Þeir gengu inn á stöðina. Þar var allt subbulegt og óhreint, fangaklefarnir eins og í gömlu kúrekamyndunum og feitur gaur með lögreglustjörnu nælda í barminn lá hrjótandi á gólfinu með vínflösku í hendinni.
“Ég skal vekja hann” sagði Ingólfur og sparkaði fast í magann á gaurnum.
“Ahhh! Fokking ógeðslegu krakkar alltaf að vekja mann, ég skal rífa inniflinn úr ykkur og hnýta þau um hálsinn á ykkur! … ó þið hljótið að vera þessar tvær löggur sem áttuð að koma.” Sagði maðurinn svo og stóð upp með nokkrum erfiðleikum.
“Já það mun rétt vera” Sagði sagði Ásmundur.
“Og við erum komnir til að fá friggin svör feiti!” sagði Ingólfur milli samanbitna tannana og greip í gaurinn og skellti honum upp við vegg. “Af hverju eru allir svona miklir bailerar og enginn vill segja neitt um hvörfin?”.
“Neeei! Plís láttu mig niður, ég skal tala … ég skal segja ykkur allt.” Grét gaurinn.
“Ég heiti Aðalsteinn og er lögreglustjórinn hér í Drungadal.” Ingólfur bakkaði frá honum og þeir byrjuðu að hlusta á hann af mikilli athygli.
“Sjáið til … við vitum öll hér hver er á bakvið hvörfin … eða ég ætti kannski að segja … morðin! *elding*”
“OMG!” öskruðu Ásmundur og Ingólfur báðir í einu. “Hvernig!” Spurði Ásmundur. “Hví?” grét Ingólfur.
“… það er sama spurninginn Ingó” sagði Ásmundur. “Ójá … heh”. Svaraði Ingólfur.
“Þetta gerðist allt fyrir þrjátíu árum … árum … árum … árum … árum”
“… hættu að endurtaka þig vinsamlegast!”
“Já .. ok … en allavegana … fyrir þrjátíu árum þá …”

Drungadalur fyrir 30 árum síðan.

Mikið yngri og mjórri Aðalsteinn labbaði blístrandi um nágrenið. Heilsandi öllum þeim sem hann hitti með því að kinka stuttaralega kollinum og stöku sinnum segja eitthvað í líkingu við.
“Dúmdídúm, Þorsteinn hvernig hefurðu það? Lilja, fallegur kjóll. Óskar, sykurpúði gémmér fæv!”
Eða eitthvað slíkt. Þá kom hann auga á skógarhöggsmann bæjarins Nonna. Hann var berandi á eftir sér risastóru vélsögina sína blístrandi eitthvað lag.
“Góðan daginn Nonni minn” sagði Aðalsteinn.”
“Góðan dag Aðalsteinn lögreglustjóri … komdu Herbert!” Stór uxi hljóp stutt á eftir Nonna og með lágu urri fellti þrjú börn sem í vegi hans urðu. Þetta var Herbert, gæluuxi Nonna, sem hafði alltaf verið frekar ofbeldisfullt dýr.
Aðalsteinn gekk áfram og hugðist leggjast til hvílu. Hann gekk að húsinu sínu og sá hvítan miða festan á hurðina sem á stóð. “OLOLOLOL BÆJARFUNDUR Í DAG KLUKKAN 10 Í KIRKJUNNI”.
“Nohh” sagði Aðalsteinn. “Ég vil ekki missa af því.
Hann gekk að kirkju Drungadals og settist niður, þarna voru allir íbúar bæjarins komnir saman … eða að minnsta kosti flestir. Presturinn Séra Friðrik var að tala.
“ .. og þetta gengur ekki lengur!” æpti hann yfir salinn. “Þessi fokking uxi er búinn að valda nógum usla í bænum og Nonni virðist ekkert ætla að gera í því. Ég legg til í að við tökum málin í okkar hendur!”
“Fólkið lét heyra í sér til samþykkis”
“Ég meina … uxinn er líka eltihrellir!”
Þögn í salnum. “Ehh … hvað er eltihrellir?” Spurði einn.
“Íslenska orðið yfir stalker … ekki spyrja hvernig ég veit það.” Svaraði presturinn.
“ó … ok”
“Ég legg til að …” hélt presturinn áfram “… við skerum hausinn af fjandans uxanum”.
Ekkert heyrðist í fólkinu. Einn gaurinn rétti upp hönd. “Ehh … er það ekki aðeins of? Getum við ekki bara … sent hann burt eða eitthvað?”
“NEI” æpti presturinn. “Þetta verður að gerast … þið skiljið það? Viljið þið kannski að Guð ljósti ykkur?”
“Nei það viljum við sko ekki!” sagði ein konan og fólkið lét heyra í sér til samþykkis. Þar á meðal Aðalsteinn lögreglustjóri.
“Við getum notað sögina mína!” æpti smiðurinn Böðvar og lyfti upp beittri sög sinni, sem af einhverjum ástæðum hann hafði haft með sér á fundinn.
“Já ok … býst við því, en eigum við þá að gera þetta núna?” spurðu allir hinir í einu og litu á prestinn.
“Já … já komið þið!”
Æstur múgurinn kveikti í kyndlum til að hafa með sér (því hvernig væri þetta gaman án kyndla?) og marseraði í áttina að kofa Nonna.
Enginn virtist vera heima þar, Nonni var líklega úti að höggva niður við með úber kúl vélsöginni sinni.
“Fokk …” sagði einn úr múginum. “ Eigum við þá bara að koma seinna … eða?”
“Nevah” sagði presturinn “Nonni bindur alltaf Herbert the Uxi einhversstaðar bakvið kofan. Komið nú!”
Múgurinn gekk bakvið húsið og viti menn … þarna var Herbert bundinn við staur að stara tómlega útí loftið. Hann urraði og leit illilega á hópinn þegar hann sá þau nálgast.
Múgurinn bakkaði nokkur skref frá honum við þetta.
“Æjji … fljótt er einhver með svona indíána rör pílu drasl sem maður getur skotið úr deyfilyfi og svæft með …?” spurði presturinn og leit yfir hópinn.
“Já! Það vill svo til að ég er með eitt slíkt tæki!” sagði Aðalsteinn og tók upp rörið úr vasa sínum. “Ég vissi að ég myndi þurfa að nota það einhverntíman!”
“Jájá, beindu þessu bara að fokking uxanum og svæfðu hann svo við getum skorið hausinn af kvikindinu!”
Aðalsteinn gerði það sem honum var sagt og uxinn Herbert féll niður í djúpan svefn. Á meðan fikraði múgurinn sig nær með sögina og hófst handa við að afhausa sofandi dýrið.
Þetta var erfitt verk þannig að þau þurftu að skiptast á að saga. Blóðið byrjaði fljótt að spýtast í miklu magni yfir alla svo þau urðu að píra augun.
“Svona nú er þetta komið!” sagði presturinn sigri hrósandi. Hann lyfti hausnum glaður yfir sig svo allir gætu séð hann.
“ … mér finnst þetta ennþá hafa verið óþarfi” sagði einhver og nokkrir samþykktu.
“Þegiði ég ræð!” sagði presturinn.
Allt í einu heyrðu þau hátt væl nokkru fyrir aftan þau.
“Herbert NOOOOOOOOOO!” öskraði Nonni með tárin í augunum. “Hvað hafið þið gert við Herbert skepnurnar ykkar. Þið hafið drepið hann … skorið hausinn af! Ég mun hefna mín á ykkur. Ég drepa ykkur öll … og geyma hausana af ykkur! Ég hætti ekki fyrr en þið eruð öll dauð … búhúhúhúh!”
“Nonni þú verður að skilja að við urðum að gera þetta” sagði presturinn. “Herbert var orðinn of hættulegur umhverfi sínu og …”
“HERBERT THE UXI VAR ENGILL … MUNIÐ ÞAÐ! … þið hafið ekki séð það síðasta af mér” sagði hann svo og hljóp burt.

Drungadalur í nútímanum.

“Svo það var þegar fólk byrjaði að hverfa með dularfullum hætti?” spurði Ásmundur.
“Rétt er það” svaraði Aðalsteinn.
“En … af hverju vildi fólkið ekki segja okkur þetta?” Spurði Ingólfur.
“Ehh … við erum ekki vön ókunnugu fólki” svaraði Aðalsteinn.
“Hvað eru margir búnir að hverfa síðan þetta gerðist?” Spurði Ásmundur.
“Það veit ég ekki … slatti!” “En eitt veit ég þó … þið eruð þeir einu sem getið stoppað Nonna í að drepa okkur öll!”
“Af hverju við?”
Því hann mun ekki vilja drepa ykkur. Þið komuð ekki nálægt morðinu á uxanum Herbert.
“Ég skil …” sagði Ásmundur. “Vitið þið hvenær Nonni kemur næst að ná í einhvern til að drepa?”
“Já …” svaraði Aðalsteinn. “Hann kemur alltaf þegar það er fullt tungl”.
“En .. það er fullt tungl núna …”
“Já … ég veit”
“OMG” öskruðu Ásmundur og Ingólfur báðir í einu.
Allt í einu sáu þeir stóran skugga koma í ljós innan úr þokunni og ganga hægt í áttina til þeirra. Skugginn hélt á vélsög og benti á Aðalstein.
“Ég vil … hann …”
“NOOOO” Öskraði Aðalsteinn upp yfir sig skelfingu lostinn. “Nonni er kominn og hann vill mig, ekki lát hann taka mig löggur .. ekki láta hann taka miiiig”.
“Bakk off hómó” Æpti Ingólfur til Nonna og beindi byssu sinni að honum. Nonni stoppaði og horfði á þá.
“Þið hafið hleypt löggum inní Drungadal og sagt þeim leyndarmálið … fyrir það skuluð þið öll deyja fyrr en ég hafði ætlað. Ég kem um miðnætti á morgun … og drep alla. Við sjáumst þá … bæjó” sagði Nonni með ískaldri röddu.
“Neeei, hvað gerum við nú?” spurði Aðalsteinn.
“Við finnum eitthvað master plan …” sagði Ásmundur. “Og síðan … förum við í stríð við kvikindið”.
“Búja.” Sagði Ingólfur.
“Aðalsteinn!?” sagði Ásmundur ákveðinn.
“Já ..?”
“Ég vil að þú farir núna og safnir öllum þorpsbúum saman og biðjir þá um að hitta mig eftir hálftíma á bæjartorginu … ég er með plan!”

Hálftíma síðar á bæjartorginu.

“Jæja góðir hálsar .. ég sé að þið eruð öll mætt” Tók Ásmundur til máls. “Ég, eins og ég hef áður sagt … er með plan!”
“Af hverju ættum við að treysta þér lúði? Það er þér að kenna að hann ætlar að drepa okkur næstu nótt!”
“… hvað heitir þú?” spurði Ásmundur manninn sem hafði spurt.
“Ég heiti Hannes .. ég er læknirinn hér.” Svaraði maðurinn.
“Jæja Hannes … hérna er svarið þitt” sagði Ásmundur og dró upp byssuna sína og skaut Hannes í Hausinn svo að blóð gusaðist yfir nokkra fyrir aftan. Undrunarhljóð heyrðist frá mörgum.
“Einhver fleiri sem vilja segja eitthvað við okkur …?”
Fólkið hristi hausinn.
“Ehh … ertu viss um að það hafi verið góð hugmynd að skjóta gaurinn?” spurði Ingólfur.
“Treystu mér Ingó, ég hef verið að vinna við þetta mun lengur en þú, þegar einhver er ekki sammála manni þá skýtur maður það!”
“Ó, ég skiiiiil” sagði Ingólfur.
“Jæja allavega, hlustið nú fólk.” Sagði Ásmundur. “Planið er þetta … við förum öll og læsum okkur inní kirkjunni með alls konar vopn og læti og neglum fyrir hurðir og glugga. Við bíðum síðan eftir að hvaðsemhannheitirsemeraðdrepaalla komi …”
“Nonni” skaut Ingólfur inní.
“Já, einmitt Nonni … takk Ingó. Við bíðum eftir að hann komi og reyni að komast inn og hann mun ekki komast inn auðveldlega. Þess vegna höfum við nógan tíma til þess að drepa bastarðinn einhvernveginn …!”
“Þetta er svo klikkað … að þetta gæti virkað!” sagði presturinn og Ingólfur tók upp byssu og skaut hann þrisvar í andlitið.
“Hvað í fjandanum ertu að gera Ingó!?” æpti Ásmundur á hann.
“Fyrirgefðu Ási, ég ruglaðist.” Sagði Ingólfur skömmustulegur.
“Þetta er allt í lagi .. passa sig bara í framtíðinni” sagði Ásmundur og leit svo á fólkið. “Hvernig líst ykkur svo á þetta?”
“Vel gerum þetta!” öskraði fólkið.
Og það gerðu þau, löggurnar tvær og þorpsbúarnir eyddu næstu klukkutímum í að finna öll skotvopn bæjarins og líka ýmsa aðra hluti sem gætu verið notaðir sem vopn, eins og heygaffla og aðra oddhvassa hluti. Síðan tóku þau fullt af mat og drykk til að borða, og líka lík mannana sem höfðu verið myrtir af þeim félögum (“Maður veit aldrei hvenær birgðirnar klárast og við þurfum að grípa til mannáts” sagði Ásmundur). Síðan fóru þau öll inní kirkjuna og negldu fyrir allt nema einn glugga á annarri hæð kirkjunnar. Kveiktu á kertum og biðu örlaga sinna. Tíminn silaðist hægt áfram og —
— “… get ekki beðið hérna aðgerðarlaus lengur!” æpti Ingólfur og stóð á fætur. “Að bíða bara og bíða eftir að hann komi og drepi alla … ég er að klikkast!”
Ásmundur sló hann fast utanundir og sagði, “Hættu þessu maður, þú mátt ekki missa stjórn á þér, þá ertu engu betri en morðóði skógarhöggsmaðurinn!”
“Já … þetta er rétt hjá þér … fyrirgefðu” sagði Ingólfur og settist aftur niður.
Klukkutímarnir liðu og þótt að fólk vissi hvenær Nonni ætlaði að koma tók það vaktir á að standa vörð við gluggann sem var ekki neglt fyrir. Loks rann miðnætti upp og fólkið tók sér vopn í hönd og tók sér stöðu einhverstaðar inní kirkjunni. Einhver hafði bruggað landa til að gefa fólki og róa það niður en það virtist ekki vera að virka. Landinn hafði líka verið fremur ógeðslegur. Allt í einu heyrðist kallað frá glugganum “Omg hann er að koma!” Ásmundur og Ingólfur hlupu upp og að glugganum til að sjá. Þeir sáu að Nonni gekk hægt að kirkjunni dragandi vélsögina á eftir sér.
“Blóð ykkar mun flæða … ykkur mun hefnast fyrir að taka Herbert frá mér!” sagði hann. Hann var nú komið alveg að hurðinni, hann reyndi að opna hana en gat það ekki vegna þess að það hafði verið neglt vandlega fyrir hana. Hann lyfti vélsöginni upp að hurðinni og bjó sig undir að stinga henni beint í gegnum hana. Ásmundur öskraði “Noooo varaðu þig” við einn manninn sem stóð uppvið hurðina með heygaffal en var ekki nógu fljótur því vélsög Nonna stakkst í gegnum brjóstkassan á manninum svo blóðið gusaðist um allt frá bryngunni og munninum. Maðurinn datt niður dauður og Nonni bjó sig undir aðra atlögu. “Bastarðuuuur!” öskraði Ingólfur og skaut frá haglabyssu í áttina að Nonna sem var of langt í burtu til að kúlurnar gætu hæft hann. Nonni byrjaði að saga sér leið inn og það gekk ágætlega vel hjá honum. Kona læddist í áttina til hans, og skaut með haglabyssu gegnum kirkjuvegginn og Nonni gaf frá sér háa stunu og allt varð hljótt.
Allt í einu gegnum vegginn kom hendi Nonna og greip konuna og tók hana út þar sem enginn sá í hana en allir heyrðu kvalaróp hennar og hljóðin í vélsöginni búta hana hægt niður þar til ópin hættu. Allir inní kirkjunni litu hver á annan. Síðan byrjaði vélsöginn aftur að saga leið inn í kirkjunna og í þetta skiptið náði Nonni því. Hann var kominn inn.
“Fljótt allir upp stigann á aðra hæð!” öskraði Ásmundur til allra og flestir náðu að klifra upp mjóan og ótrausta stigan. Þeir sem náðu því ekki voru bútaðir niður af Nonna og blóð og innyfli láku um kirkjugólfið. Ingólfur sparkaði stiganum til jarðar svo Nonni gat ekki komist upp.
“Ahh, hvað gerum við nú Ási?” Spurði Aðalsteinn lögreglustjóri óttasleginn. Þau voru bara um það bil þrjátíu eftir.
“Við skjótum öll á Nonna á fullu!”
Og það gerðu þau, allir skutu á skógarhöggsmanninn og hann öskraði af bræði og sársauka. Blóðið spýttist á veggina á fullu. Nonni náði að hlaupa bakvið einn kirkjubekkinn og tók upp heygaffal og kastaði magann á Aðalsteini sem gaf frá sér sársaukastunu og datt niður á fyrstu hæð ennþá lifandi. Fólkið hélt áfram að skjóta á Nonna.
Eftir nokkra stund voru skotfærinn búin …
Nonni gekk að Aðalsteini sem var enn á lífi spriklandi á gólfinu af hræðslu og sagaði hægt af honum hausinn og sönglaði um leið “Þrjátíu þorpsbúar þroskaheftir, ég drep einn og tuttuguogníu eru eftir”
“Hann er falskur …” sagði Ingólfur.
En Ásmundur heyrði ekki hvað hann sagði því hann hafði fengið hugmynd. Hann kom auga á olíulampa og reipi. Hann sagði við alla svo lágt að Nonni heyrði ekki (hann var hvort sem er of upptekin við að söngla og skera Aðalstein niður í búta) “ókei ég er með úber plan, við bindum þetta reipi við þennan staur hér” og svo batt hann það þar “ síðan látum við alla síga niður út úr kirkjunni út um gluggann án þess að Nonni sjái, og síðasti maður út hendir olíulampanum niður til Nonna svo að kirkjan brenni og Nonni með!”
“Já .. en við þurfum einhvern til að fanga athygli Nonna á meðan” Sagði Ingólfur. “Hann virðist vera búinn að búta niður Aðalstein …”
“Ég skal gera það” sagði Ásmundur og bjóst til að stökkva niður á fyrstu hæðina.
“Nei Ási … ég skal gera það” sagði Ingólfur og greip um öxlina á honum.
“ … farðu varlega Ingó” sagði hann og þeir föðmuðust.
“Hey ef ég lifi þetta ekki af þá vil ég að þú …” en Ingólfur komst ekki lengra með setninguna því Ásmundur ýtti honum niður á fyrstu hæðina og tók olíulampann í hendurnar og beið eftir að allir væru farnir útum gluggann. Ingólfur var fyrir neðan hann dansandi og syngjandi og átti alla athygli Nonna sem æddi að honum með vélsögina en Ingólfur náði að sveigja sér frá.
Nú voru allir farnir út nema Ásmundur (og auðvitað Ingólfur). Ásmundur bjó sig undir að kasta olíulampanum þegar Nonni sveiflaði vélsöginni í átt að Ingólfi og hæfði hann í hjartastað. Ingólfur leit snögglega á Ásmund og brosti til hans (ath. Úber kúl slow motion atriði á ferðinni hér). Síðan datt Ingólfur dauður niður á gólfið.
“NOOOOOOOO!” öskraði Ásmundur og Nonni leit upp til hans með fyrirlitningarsvip á andlitinu.
Ásmundur kastaði olíulampanum á kirkjugólfið og brátt var kviknað í öllu. Hann hraðaði sér niður reipið og hljóp síðan til hinna sem voru bíðandi eftir honum á bæjartorginu. Þegar hann komst þangað leit hann á kirkjuna sem stóð í ljósum logum. Allt í einu gekk Nonni út úr kirkjunni urrandi, það var einnig kviknað í honum. Hann byrjaði að hlaupa í áttina að fólkinu og bjó sig undir að höggva þau niður.
“Ertu ekki að fokking grínast?” sagði Ásmundur með uppgjafartón í röddinni. “Þessi gaur deyr ekkert … þetta er svindl”.
En þegar aðeins nokkrir metrar voru á milli hans og Nonna, þá datt sá síðarnefndi niður á jörðina.
“Urggh … ég er að deyja … ég sé … ljósið … Herbert … við munum hittast á ný …” sagði Nonni og dó.
Fólkið safnaðist saman í kringum líkið.
“ … það var mikið” sagði Ásmundur. “Nú ef þið hafið mig afsakaðan góða fólk … er ég farinn heim!”



Trúðar! (or: Voðaverk undir næturhimni)
Eftir: THT3000

Hr. Stefánsen var nýsestur með blaðið þegar hann heyrði að aftur var bankað.
Úff, hvað er það núna?, hugsaði Hr. Stefánsen og stóð upp.
“Góðan daginn,” sagði maðurinn í dyrunum og tók af sér kúluhattinn.
“Þú aftur?” sagði Hr. Stefánsen, “ég sagði þér að fara!”
“Já, en Hr. Stefánsen,” sagði maðurinn í dyrunum, “þú ættir að hlusta á það sem ég hef að segja.”
Hr. Stefánsen skellti hurðinni á nef mannsins og gekk aftur að hægindastólnum sínum. Hann stakk upp í sig pípu og las blaðið í friði í nokkrar mínútur - þar til hann byrjaði að heyra dynki upp á þakinu.
Hvað í…?, hugsaði hann og stóð aftur upp. Hann sá að sót datt niður strompinn á teppið. Hr. Stefánsen gekk hægt að arninum.
Allt í einu datt sótsvört vera niður strompinn og rúllaði fram á gólfið. Veran dustaði skítinn af andlitinu og hattinum. Þetta var… HANN!
“Ég sagði þér að FARA!” öskraði Hr. Sterfánsen.
“En kæri félagi,” sagði maðurinn, “ég held að þú hafir virkilega gott að hlusta á mig.”
Hr. Stefánsen greip skóhornið sitt sem hékk á veggnum og otaði að manninum. “Út!”
“Ókei… ókei ég skal fara…” sagði maðurinn og labbaði hægt til hliðar. En allt í einu greip hann skóhornið af Hr. Stefánsen með leifturhraða. “Aha!” sagði maðurinn, “nú hef ég yfirhöndina!”
Hr. Stefánsen gafst þó ekki upp og tók lampa af borðinu.
“Svo það er þannig…” sagði maðurinn.
Hr. Stefánsen stökk í átt að manninum og sló til hans. Maðurinn varði höggið glæsilega með skóhorninu og sló að fæti Hr. Stefánsens. Hr. Stefánsen stökk upp í loftið og greip í ljósakrónuna.
Maðurinn byrjaði að lemja í fæturna á honum.
“Ah! Hættu! Hættu!” sagði Hr. Stefánsen (sem hékk í loftinu) og spriklaði. Ljósakrónan slitnaði frá loftinu og féll í gólfið og Hr. Stefánsen datt ofan á stofuborð sitt sem brotnaði.
Maðurinn með kúluhattinn byrjaði að leita að Hr. Stefánsen í rústunum. Hann fleygði bútum af borðinu burt og ýtti rústum ljósakórónunar frá.
Þá skaust hendi Hr. Stefánsens upp úr rústum borðsins og greip í fót mannsins. “Ah!” æpti maðurinn og byrjaði að stappa á hendinni með hinum fætinum, “slepptu mér, slepptu mér!” Haus Hr. Stefánsens skaust þá upp og beit í fót mannsins.
Maðurinn fór að lemja Hr. Stefánsen í hausinn með skóhorninu.
Hr. Sefánsen sleppti fætinum og hljóp í burtu. Maðurinn hljóp á eftir honum inn í eldhúsið.
Hr. Stefánsen greip í pönnu sem lá á borðinu og barði manninn í andlitið.
Maðurinn lamdi skóhorninu í magann á Hr. Stefánsen og sló hann svo með öllu afli upp í kjálkann svo hann fleygðist aftur á bak í gegnum vegginn og út í bak-garðinn.
Hr. Sefánsen reisti sig upp, hóstaði og dustaði ryk af öxlinni. En þá stökk maðurinn út um gatið á veggnum og greip í Hr. Stefánsen. Þeir fleygðust báðir í jörðina og rúlluðu á grindverkið.
Maðurinn fór að kýla Hr. Stefánsen í andlitið. Hr. Stefánsen lamdi hann þá í síðuna eins fast og hann gat. “Úff,” stundi maðurinn og datt á hliðina.
Hr. Stefánsen notaði tækifærið, stóð upp og ætlaði að sleppa yfir grindverkið. Þegar hann var kominn með einn fót yfir kippti maðurinn í hinn fótinn svo Hr. Stefánsen þaut fram fyrir sig og skall á gangstéttina.
Maðurinn stökk yfir grindverkið og lendi hliðina á Hr. Stefánsen. “Gefstu upp,” sagði maðurinn og sparkaði í hann, “þú veist að þú getur ekki sigrað!”
“Éttu sk**!” sagði Hr. Stefánsen og hrækti á skó mannsins.
Maðurinn tók í kragann á Hr. Stefánsen og fleygði út á götu. Hann skall á götunni og rúllaði nokkra metra áfram.
Maðurinn kom hlaupandi í áttina að Hr. Stefánsen með keppta hnefa, reiður á svip.
“AAAHH! Ókei, ókei!” sagði Hr. Stefánsen, “ég skal kaupa þetta djöfulsins sturtuhengi af þér…”
Maðurinn brosti. “Þakka þér kærlega. Þú munt ekki sjá eftir þessu Hr. Stefánsen.” Hann greip í Hr. Stefánsen og togaði á fætur.

Haha! Hugsaði sölumaðurinn með sér þegar hann gekk út úr húsi Hr. Stefánsen eftir að hafa sett upp sturtuhengið sem hann seldi honum. Hann var búinn með þrjátíu-og-sex hús í götunni sem honum hafði verið úthlutað fyrr um daginn - og hvert einasta þeirra hafði keypt sturtuhengi… að lokum.
Aðeins eitt hús eftir, hugsaði hann og horfði á seinasta húsið. Þetta var stórt, svart og drungalegt hús sem flestir forðuðust. Svo hefur jafnvel verð sagt um húsið að ef maður hlusti vel geti maður heyrt hryllilegt öskur koma þaðan. Svona… prófið…


… ekkert? Ókei, áfram með söguna þá:
Sölumaðurinn gekk að dyrunum og bankaði tvisvar.
Ekkert gerðist.
Hann bankaði aftur.
Eftir langa bið opnuðust dyrnar loks. Alblóðugur maður í rifnum vísindaslopp með brotin gleraugu kom til dyra.
“Farðu,” sagði hann, “Farðu burt. Forðaðu þér og komdu aldrei aftur!” sagði maðurinn.
“Þetta er nú bara dónaskapur,” sagði sölumaðurinn.
Allt í einu skaust húseigandinn aftur á bak inn í húsið. “AAAaaaaa!!!…” æpti hann. Svo varð þögn og dyrnar lokuðust.
“Svo þú heldur að þú sért snjall, huh?” sagði sölumaðurinn. Hann opnaði töskuna sína og tók upp stærðarinnar reipi. Hann hafði klifrað margt húsið með þessu reipi og ætlaði að gera slíkt hið sama hér. Hann kastaði reipinu með öllu afli upp á þakið. Hann fann að það var fast og klifraði upp.
Þegar hann kom upp sá hann að þar var enginn strompur. Þá tók hann upp —
— lenti á gólfinu.
“Halló!” kallaði hann. Enginn svaraði. Húsið leit út fyrir að vera tómt. Þá sá hann mann liggjandi á gólfinu. “Ugh…” sagði maðurinn. Hann hafði misst einn fótinn og blóðslóð lá á eftir honum þar sem hann hafði skriðið. “Komdu þér út!” sagði hann, “Fljótt, áður en það er of seeeeint…. ugh…” hann var dauður.
“… ekkert vit í að láta hann fara til spillis…” sagði sölumaðurinn og tók upp gaffal.
Stuttu seinna var hann farinn að leita að öðrum húseigendum, pakk-saddur. “Halló!” kallaði hann aftur. Þá sá hann að einhver gekk að honum. Hann var með skalla og krullað hár. “Góðan dag,” sagði sölumaðurinn, “Ég er að selja…” Maðurinn með skallann gaf frá sér rosalegt öskur. Þá sá sölumaðurinn að þetta var enginn maður… þetta var TRÚÐUR!
Trúðurinn var risavaxinn og massaður, blóð lak úr munni hans og hann hafði stórt ör yfir andlitið. Hann hélt á blóðugri sveðju.
“ViLtUh SsSzsjÁ dÁlÍtIð FYndIÐðð?… sagði hann með brjálað bros og blóðhlaupin augu. Hann lyfti sveðjunni upp. Hann fór að hlæja óstórnanlega og hljóp í átt að sölumanninum.
Sölumaðurinn vætti buxurnar og gaf frá sér einstaklega skrækt öskur rétt áður en hann hljóp eins hratt og hann gat í burtu.
Hann hljóp upp stigann og eftir ganginum á efri hæðinni. Hann sá að trúðurinn nálgaðist slefandi og brjálaður á svip. Hann vissi að hann ætti ekki möguleika. En þá datt hann niður um gat á gólfinu, í gegnum neðri hæðina og ofan í kjallarann. Hann skall á hörðu kjallaragólfinu, heyrði hlátur trúðsins langt í burtu og missti svo meðvitund.

Hann vaknaði við að vatni var skvett framan í hann.
Skítugur náungi með sítt skegg stóð fyrir framan haldandi á fötu.
“Hver ert þú?” sagði sölumaðurinn, “og hefurðu áhuga á fjárfestingu í sturtuhengi?”
“Hver er ég?” sagði maðurinn og kipptist til, “hver ert ÞÚ?”
“Ég heiti…” byrjaði sölumaðurinn en hinn gaurinn tók fram í fyrir honum.
“Ég er kallaður Prófessorinn,” sagði hann, kveikti sér í sígarettu og snýtti sér í peysuna sína, “ég skapaði skrímslið sem þó sást áðan.”
“Meinarðu trúðinn?” spurði sölumaðurinn.
“Jamm… Tóti var eitt sinn venjulegur maður rétt eins og ég… og kannski þú…” sagði Prófessorinn, “… þú hlustar ekki á ‘Kiðlinganna’ er það?”
“Nei.”
“Þá var hann venjulegur rétt eins og við,” hélt Prófessorinn áfram, “þangað til einn örlagaríkan dag…” Prófessorinn snéri sér að sölumanninum. “Tóti var á leiðinni til Afríku í sumarfrí. Hann þurfti að fá sprautu áður en hann fór… en sprautan var ekki þrifin nógu vel… og manneskjan sem var á undan honum var einmitt trúður.”
“Guð minn almáttugur… það er hræðilegt,” sagði sölumaðurinn og greip fyrir munninn.
“Já… en það er ekki það versta… þetta var nefnilega sjaldgæft tilfelli að ‘Trúðisma’, það var ekkert sem læknarnir gátu gert… þetta var ólæknandi…” sagði Prófessorinn.
“Nei… nei…” sagði sölumaðurinn með hryllingi.
“En þetta er ekki búið enn,” sagði Prófessorinn, “og vertu tilbúinn: Það er gríðarlegt flashback í vændum!”
“Ókí-Dókí,” sagði sölumaðurinn.
“Hann kom til mín í leit að hjálp, ég taldi mig hafa þekkinguna og tæknina…” Prófessorinn horfði upp í loftið…

“Ertu viss um að þetta sé óhætt?” spurði Tóti Prófessorinn.
“Ég hef aldrei verið jafn viss,” sagði Prófessorinn og festi hann við stólinn, “en ég vara þig við þetta gæti orðið mjög sárt.”
“Mér er sama,” sagði Tóti, “ekkert er jafn sársaukafullt og að þurfa að vakna á hverjum morgni og horfa á hvítt andlitið og rautt nefnið í speglinum.” Hann brast í grát.
“Svona, svona… svona, svona” sagði Prófessorinn og klappaði honum. Hann snéri sér að aðstoðarliði sínu. “Eru tækin tilbúin?” spurði hann þau.
“Já, herra!” sagði einn þeirra (sem var með gleraugu) og kveikti á einu tækinu.
“Gott!” sagði Prófessorinn og setti á sig hlífðargleraugu, “Á STAÐ MEÐ ÞAÐ!”
Miklar sprengingar og eldglæringar skutust frá stólnum sem Tóti var bundinn við. Tóti hristist eins og… eitthvað sem hristist mikið… og gaf frá sér ægileg óp.
“Þetta er ómennskt, Prófessor,” sagði ein aðstoðarkonan, “þú verður að stoppa þetta!”
“Segðu mér, Pálína,” sagði Prófessorinn, “ef þú yrðir trúður… myndirðu ekki vilja slíkt hið sama?… svo lengi sem þú ætti SMÁ möguleika á lækningu?”
Pálína ætlaði að segja eitthvað en hætti við. Hún vissi að Prófessorinn hafði rétt fyrir sér.
En allt í einu heyrðist sprenging fyrir aftan þau. Prófessorinn snéri sér við. Reykur gaus úr einu tækinu. Prófessorinn sá að tannhjól var fast í höfðinu á umsjónarmanni tækisins, það hafði skotist út á ógnarhraða. Aðstoðarmaðurinn datt niður. “I only wanted… to be loved… ugh” sagði hann og dó.
“Nei, nei, nei!” sagði Prófessorinn, “ég athugaði allt. Vélarnar áttu að þola álagið!”
Allar vélarnar byrjuðu að springa. Bútar þeirra fleygðust yfir allt herbergið. Tilraunastofan skalf og hlutar úr loftinu duttu niður. Aðstoðarmennirnir hlupu um öskrandi en Prófessorinn stökk að stólnum og Tóta. “Engar áhyggjur, Tóti” sagði hann, “Ég næ þér héðan!” Hann reyndi að losa Tóta úr stólnum en hann var pikk-fastur. Lásarnir á beltunum höfðu bráðnað saman í hitanum frá sprengingunum.
“Segðu konunni minni,” byrjaði Tóti að segja en þá datt lampinn á tilraunastofunni niður úr loftinu og beint á hausinn á honum.
“NEEEEIIIIJJjjjjjj…!!!” öskraði Prófessorinn, datt niður á hnén og teygði sig upp í loftið. En allt í einu byrjaði hönd Tóta að hreyfast. Von færðist yfir Prófessorinn. Kannski var Tóti á lífi. En þá greip hönd Tóta um háls Prófessorsins og lyfti upp. Hin hönd Tóta reif lampann upp úr andlitinu, alblóðugan og fleygði í vegginn. Tóti reif öll beltin sem festu hann við stólinn og reisti sig upp. Hann var afmyndaður í framan, með stórt ör yfir andlitið. “ÞÚ LOFAÐIR AÐ LÆKNA MIG!” sagði hann mjög djúpraddaður við Prófessorinn.
“Ég reyndi…” stundi Prófessorinn.
“LYGARI!” öskraði Tóti og kastaði Prófessornum í vegginn. Svo byrjaði hann að hlæja tryllingslega og stóð upp frá stólnum. “TóTi SvANGuuuUuurRRr…” sagði hann skærbrosandi og hallaði höfðinu til hliðar.
Aðstoðarmennirnir flýðu öskrandi út úr tilraunastofunni og Tóti hljóp á eftir þeim. Honum tókst að grípa í Pálínu rétt áður en hún slapp út og kippa aftur inn.
“Nei, nei!…” æpti hún og Tóti reif af henni hausinn.

Prófessorinn lýsti því í smáatriðum fyrir sölumanninum hvernig Tóti át Pálínu – með smjatt-hljóðum og öllu. Sölumaðurinn horfði með óhugnaði á Prófessorinn.
“En hvernig slappst þú?” spurði hann.
“Ah, það,” sagði Prófessorinn, “Tóti fór strax út þegar hann hafði klárað Pálínu og ég lokaði dyrunum á efir honum. Sjáðu til, þessar dyr eru sérstaklega vel hannaðar. Þær gætu stoppað skriðdreka. Svo ég hef verið öruggur hérna seinustu þrjá mánuði.”
Sölumaðurinn leit í kringum sig og sá að þeir voru inni í tilraunastofunni. “Þrjá mánuði? Hvernig hefur þú lifað svona lengi án matar?”
“Ó, ég hef fengið nóg að borða,” sagði Prófessorinn, “Ég byrjaði á því að nota geislabyssuna sem ég geymdi á stofunni til að gera risastórt gat upp í loftið. Ég vissi að Tóti var lofthræddur svo hann myndi aldrei þora að stökkva niður, Trúður eður ei. Svo nota ég símann…” Prófessorinn benti á síma sem hékk á veggnum, “… til að hringja á pizzu af og til. Þetta gerist alltaf eins: Fólkið flýr upp og dettur ofan í holuna. Svo borða ég.”
Sölumaðurinn sá hrúgu af beinum og pizza-sendla vinnufötum á gólfinu hjá þeim. “Þú ætlar sem sagt að borða mig?” sagði hann örvæntingarfullur.
“Ó, nei, nei. Ég borða bara pizzu-sendla… ég lít ekki á þau sem fólk,” sagði Prófessorinn.
“Ah, þannig. Skil,” sagði sölumaðurinn og létti. “En hitt fólkið. Hvernig hefur það sloppið frá Tóta alla þessa mánuði?”
“Það er spurning sem ég get ekki svarað,” sagði Prófessorinn og kastaði sígarettustubbnum, “en mín kenning er sú að þau hafi fundið skjól rétt eins og ég þar sem Tóti getur eða þorir ekki að koma.”
“En ég bankaði hér upp á,” sagði sölumaðurinn, “einn aðstoðarmaðurinn þinn kom til dyra. Af hverju fara þau ekki ef dyrnar eru ólæstar?”
“Miðað við öll öskrin sem ég hef heyrt í gegnum mánuðina,” sagði Prófessorinn og strauk skeggið, “er það líklega vegna þess að Tóti hefur bragðað blóð flesta þeirra. Sem þýðir að þau eru mögulega smituð af Truðisis Palesis, trúða-veirunni. Flest þeirra eru nógu vilja sterk til að fórna sjálfum sér fyrir fólkið. Ef þau fara út gætu þau breyst í trúða nálægt almenningi og guð veit hvað gerist þá.”
“Svo þeir sem særast bara en deyja ekki verða sjálfir trúðar…” sagði sölumaðurinn og klóraði sér á hattinum, “eins gott að ég borðaði einn þeirra.”
“Hvað sagðirðu?”
“Uuuhh… ekkert…”
“Ok… hey, hvað segirðu um að við pöntum okkur pizzu?” sagði Prófessorinn og teygði sig að símanum.
“Ég er með betri hugmynd,” sagði sölumaðurinn, “reynum að sleppa héðan!”
Prófessorinn hló. “Það er ómögulegt og þú veist það!”
“Ekkert er ómögulegt ef maður trúir,” sagði sölumaðurinn brosandi.
Prófessorinn horfði lengi á hann. “… jú.”
Sölumaðurinn varð leiður og grét inní sér.
Prófessorinn fór að þefa út í loftið. “Huh…” sagði hann, “ég hef ekki fundið svona slæma lykt síðan ég heimsótti systu í kvennafangelsið um árið…”
“Híhíhíhíhííí!!!…” heyrðist fyrir ofan þá.
“Tóti!” æpti sölumaðurinn.
“Nei, þetta er ekki Tóti.” Sagði Prófessorinn – og það var rétt: Aðstoðarmaðurinn sem hafði komið til dyra horfði niður holuna á þá brosandi. Húð hans var hvít sem hvalaspik og nefið rautt. Stórar rispur lágu yfir búknum og stór biti hafði verið tekinn úr öxlinni á honum.
“Sjitt!” sagði sölumaðurinn.
“Pétur!” sagði Prófessorinn, “ekki þú líka!”
Pétur stökk niður til þeirra. Hann hló og horfði á þá. Hann lyktaði eins og úldin pera… úldin pera sem nýlega hafði synt skriðsund í skít. “PétURRrr SvAnguRRr!” sagði hann brosandi.
“Hérna!” sagði Prófessorinn og kastaði pizzusendlabeini til sölumannsins. Hann var sjálfur haldandi á beini.
“Lifi Frakkland!” öskraði Prófessorinn og réðst á Pétur.
Pétur tók í beinið og reyndi að rífa það af Prófessornum. Prófessorinn sparkaði þá í klofið á honum. “ÚGH!” stundi Pétur og datt á hliðina.
Sölumaðurinn fór að berja Pétur með beininu sínu. Eftir nokkur högg beit Pétur í bein sölumannsins. Hann reyndi að toga það til baka en Pétur togaði á móti. Beinið brotnaði í tvennt. “Ah!” æpti sölumaðurinn og hörfaði aftur fyrir sig. Pétur stóð reiður upp. Hann gekk að sölumanninum.
“Híah!” sagði Prófessorinn og lamdi Pétur að aftan í höfuðið með beininu. Pétur snéri sér við slefandi, hrifsaði beinið af Préfesornum og gleypti í einum bita.
Prófessorinn stökk upp í þrefallt heljarstökk og lenti ofan á öxlunum á Pétri og snéri hann svo úr hálsliðnum.
Prófessorinn stökk svo aftur á bak og lenti með tilþrifum á gólfinu rétt áður en Pétur féll niður.
Prófessorinn þurrkaði svitann af enninu. “Hann er dauður,” sagði hann. En þá stóð Pétur upp. Hann greip um höfuðið á sér og juggaði því til hliðanna með miklu braki. Svo brosti hann.
Þá stökk sölumaðurinn fram, stakk hönd sinni inn í hálsinn á Pétri og reif úr honum hrygginn. Svo hjó hann Pétur í sundur með hryggnum. Blóðið sprautaðist í allar áttir. Bindi sölumannsins sem áður hafði verið svart var nú rautt.
Prófessorinn horfði á brosandi efrihelming Péturs og sagði: “Jæja, núna vita trúðarnir um felustaðinn. Við verðum að komast héðan!”
Hann hljóp að veggnum og sló inn leynikóðann til að opna dyrnar. Dyrnar opnuðust með miklum skarkala. “Komum þá,” sagði Prófessorinn og stakk þremur beinum inn á buxurnar sínar.
Þeir hlupu út úr tilraunastofunni, upp stigann og yfir á jarðhæðina.
“Þarna er útgangurinn!” sagði Prófessorinn og benti á dyrnar sem sölumaðurinn hafði bankað á fyrr um daginn. En þegar þeir voru næstum komnir út stukku fram þrír trúðar.
Prófessorinn tók upp tvö bein og barði höfuðið af einum þeirra. Blóðið sprautaðist yfir vegginn fyrir aftan. Hann stakk hinu beininu inn í magann á einum trúðnum, lyfti upp og skellti aftur á gólfið með hausinn fyrst svo að höfuðkúpan kramdist algjörlega.
Seinasti trúðurinn stökk yfir Prófessorinn og á sölumanninn. Trúðurinn greip í hann og þeir fleygðust báðir á gólfið. Sölumaðurinn sparkaði trúðnum af sér. Trúðurinn þeyttist aftur fyrir sig og lenti með bakið ofan á kertastjaka sem lá á einu borðinu. Blóð lak hægt niður munn hans.
“Jæja, drífum okkur þá,” sagði sölumaðurinn og þeir hlupu út.
“Á eFFtiRR þEIm!” heyrðu þeir djúpa rödd segja. Þeir litu aftur fyrir sig og sáu Tóta standandi með risavaxna sveðju og a.m.k. þrjátíu trúða fyrir aftan sig. Þetta voru allir læknarnir og óheppnustu pizzusendlarnir.
Trúðarnir hlupu á eftir þeim tveimur.
“Fljótt, förum þangað!” sagði sölumaðurinn og benti á krá eina annarsstaðar í götunni.
Þeir ruddust inn á kránna. “Þið verðið að flýja!” sagði Prófessorinn, “það eru tugir trúða á leiðinni!”
Kráar eigandinn hætti strax að þurrka glasið sem hann hélt á. “… s-sagðirðu… trúðar?”
“Jibbs.”
“AAAAAHHHHH!!!” Allir á kránni hlupu út æpandi og gólandi (sumir skyldu eftir sig líkamslaga far á veggnum). “Drullið ykkur frá!” hrópaði kráareignadinn og hrinti nokkrum frá sér áður en hann hoppaði út um gluggann. Eftir nokkrar sek. voru allir farnir út. Allir… nema einn. Einn náungi sat kjurr við sitt borð.
“Ertu heyrnarlaus?” spurði sölumaðurinn, “trúðarnir eru að koma!”
“Ég heyrði í ykkur,” svaraði maðurinn, “en ég óttast ekki trúða.” Hann stóð upp. Hann var klæddur í svartan frakka með svartan hatt, lepp fyrir einu auganu og var órakaður. “Ég er trúðabaninn Tumi,” sagði hann, “kannski hafið þið heyrt á mig minnst.”
Prófessorinn og sölumaðurinn töku báðir andköf. “Sjálfur Tumi? Hinn eini sanni?” – “Ég hélt að það væri bara goðsögn!” sögðu þeir.
“Ég er vel til,” sagði hann og kveikti sér í vindli, “og ég hef drepið trúða alveg síðan ég man eftir mér. Í hverju einasta afmælisboði sem ég fór í sem barn drap ég trúð. Í hverjum einasta sirkusi sem ég fór í drap ég trúð. Ég hef reyndar drepið svo marga trúða… að ég hef ekki tölu á þeim.” Tumi gekk að þeim. Það heyrðist í staurfót hans á leiðinni. Hann blés vindlareyk framan í þá. “En þið viðvaningarnir eigið ekki möguleika í þá,” sagði hann, “nema með minni hjálp.”
“Hvernig átt þú að hjálpa?” spurði sölumaðurinn.
Tumi opnaði jakkann sinn. Hundruð vopna héngu þar, byssur, hnífar, sokkabrúður. “Og hérna,” sagði Tumi og rétti þeim blásýru, “þið viljið væntanlega taka þetta ef einn þeirra bítur ykkur.”
Þeir kinkuðu báðir kolli.

Sölumaðurinn, Tumi og Prófessorinn höfðu allir tekið sér sín vopn og biðu bak við varnarvegg sem þeir reistu úr borðum. Það var aðeins tímaspursmál um hvenær trúðarnir kæmu.
“Uss, heyrið þið þetta?” sagði Prófessorinn, “þetta er eitthvað… eitthvað eins og hlátur…”
“Ég heyri það líka!” sagði Tumi, “þeir nálgast.”
Þá brotnaði hurðin á kránni upp og skaust þvert yfir herbergið. Tugir trúða hlupu hlæjandi inn.
“ÁRÁÁÁS!” öskraði Tumi og fleygði handsprengju á hópinn. Allavega tíu trúðar þeyttust út í allar áttir frá sprengingunni. Brunninn trúðsfótur lenti framan í sölumanninum. “Ojj”
Prófessorinn tók upp banana sem hann geymdi í sokknum sínum. Hann gleypti hann í einum bita og kastaði híðinu fyrir framan einn trúðinn – sem auðvitað skaust aftur á bak og rotaðist. Prófessorinn snéri sér að “myndavélinni” og sagði: “Bubba Bananar… bregðast ekki.” Og blikkaði einu auga.
“Ahhhh!!!” öskraði Tumi, “þeir eru allstaðar!” Hann skaut úr vélbyssunni sinni í allar áttir. Hann tætti brjóstkassann á einum trúðnum í sundur. Blóð, kjótstykki og allskonar rugl spreyuðust yfir kránna. Hann skaut fótanna af öðrum þeirra. Hann skaut hausinn af enn öðrum. ‘Kligg, kligg’ heyrðist í byssunni, skotin voru búin. Tumi kastaði byssunni af öllu afli í einn þeirra og rotaði.
Sölumaðurinn barðist í miðri hrúgunni vopnaður bjúgsverði. Hann hjó af hendur, hann hjó af fætur, hann hjó af hausa. Hann stakk einn trúðinn í magann, lítrar af blóði sprautuðust þegar hann dró sverðið út.
Einn trúðurinn stökk aftan að sölumanninum sem hníf á lofti. Sölumaðurinn snéri sér hratt við, hjó af arm hans, stakk hendinni inn í brjóstkassann og reif út hjartað.
Nú voru aðeins um helmingur trúðanna eftir.
Einn trúðanna dró upp fjóra hnífa – tvo í hverri hendi. Hann kastaði tveimur þeirra að Tuma. Tumi greip þá báða í loftinu og kastaði til baka. Einn hnífurinn skarst í öxlina á trúðnum hinn fór í magann á honum. Trúðurinn tók upp hina hnífana og kastaði að Tuma. Tumi stökk frá yfir barinn. Hann stóð aftur upp haldandi á tveimur lásabogum. Trúðurinn fékk þrjár örvar í gegnum hausinn og eina í hálsinn.
Prófessorinn faldi sig bak við eitt borðið í fósturstellingu með þumal í munninum haldandi bangsanum sínum Stjána þétt að sér. Hann heyrði að hinir börðust annarstaðar í herberginu. En þá skaust hönd upp úr gólfinu og greip í fót Prófessorsins, hönd klædd hanska í röndóttum bol… hönd trúðs. “EEEEEEEK!” hljóðaði Prófessorinn. En hann var fljótur til, greip öxi mikla og hjó marg oft af öllu afli í gegnum gólfið og í andlitið á trúðnum. Ógeðslegt öskur heyrðist, blóð frussaðist- og hvít húðstykki hentust upp. Höndin sleppti takinu.
Á meðan hafði sölumaðurinn drepið flest alla trúðanna með sverði sínu. Það var aðeins einn trúður eftir. Sölumaðurinn horfði á hann reiðilega. Trúðurinn horfði til baka, hann hélt einnig á sverði. Þeir gengu báðir til hliðar í hringi en voru alltaf beint fyrir framan hvorn annan. Þeir stukku báðir áfram. Trúðurinn var með sverðið á lofti en sölumaðurinn var fyrri til: Hann skar trúðinn í sundur var höfði niður í klof í loftinu. Blóðið sprautaðist út um allt. Báðir helmingarnir fleygðust á sitt hvorn veginn og láku niður af honum með þykkri blóðslóð.
Trúðarnir voru dauðir. Tumi brosti. En þá gekk Tóti inn.
“BlÓóÐ!” sagði hann, “éG vIl BlÓóÐ!” Hann reisti upp sveðjuna.
Sölumaðurinn fór í varnarstellingu.
Tumi hljóp að honum, reif af honum sverðið og hrinti burt. Hann datt um einn stólinn og fótbrotnaði.
“AAAAHH!” öskraði Tumi og skaut úr lásabogunum á hann. Örvarnar skutust af Tóta um leið og þær snertu húð hans.
Tóti lyfti upp einu borðinu og kastaði í Tuma (sem náði rétt svo að stökkva frá).
Tóti lamdi í sundur öll borð sem hann fann þangað til hann kom að Prófessornum. “ÞúÚ!” sagði Tóti, “éG vIl blÓóÐ þItTT!”
Tóti lyfti upp sveðjunni en var stunginn í bakið. Tóti snéri sér við. Það var Tumi haldandi á gríðarstórum hníf.
“Þú getur drepið mig,” sagði Tumi, “en þú munt aldrei – ugh ugh!” Tóti hafði gripið um hálsinn á Tuma. “Mér býður við þér,” stundi Tumi, “það eru skrímsli eins og þú sem segjast ætla að búa til blöðru-gíraffa fyrir mann… en svo lítur það meira út eins og hjól!”. Þá reif Tóti hann í tvennt. “… ugh… ugh… Rosebud….” sagði efrihelmingur Tuma og dó. Tóti kastaði bútunum í burtu og sleikti blóðið af höndum sínum.
“NEEEEIIIIII!” öskraði sölumaðurinn og dramtísk tónlist byrjaði… einhvernvegin.
“JæjA…” byrjaði Tóti og snéri sér að Prófessornum, “nÚ er TímI hEfnDA!”
Prófessorinn vissi að hann ætti ekki afturkvæmt. Hann leitaði út um allt að vopni. Þá sá hann valhnetu á gólfinu. Hann kastaði hnetunni í Tóta. Tóti greip hana í loftinu. “HaHAhA!” sagði hann og át hnetuna, “eR ÞETta viRKilEgA þaÐ bEst… uh… uh”
“Huh?” sagði Prófessorinn hissa.
“Ég GleyMdI… Ég hEF ofNÆmI fYrIr hNEtuM…” sagði Tóti og datt niður dauður. Allt húsið hristist þegar brosandi lík hans féll á gólfið.
Prófessorinn horfði á Tóta í nokkrar sekúndur. “… pff, ekkert mál,” sagði hann, kveikti sér í sígarettu.
Sölumaðurinn ræskti sig og sagði: “Það er enn eitt sem ég þarf að tala við þig um…” og tók upp töskuna sína með söluvarningnum og… því sem þurfti að nota ef fólk… “sæi ekki ljósið”.

Næsta dag…

Tveir rannsóknarlögreglumenn, Ragnar og Frikki voru mættir á morðstaðinn Kára-Krá. A.m.k. þrjátíu trúðalík fundust þar, eitt manns lík í tveimur pörtum og sofandi gaur með sítt skegg, sígarettu í munni og sturtuhengi í fanginu (hann virtist hafa verið barinn ítrekað með skóhorni).
“Hvað heldurðu að hafi gerst hér?” spurði Frikki Ragnar.
“Ég veit það ekki… en því færri trúðar… því betri heimur.”
“Satt,” sagði Frikki, og beygði sig yfir einn trúðinn sem lá fyrir framan bananahíði, “hey… þessir er ekki dauður. Hann er bara meðvitundarlaus!” Trúðurinn opnaði augun, gaf frá sér óp og beit Frikka í höndina. “Ah!” hrópaði Frikki og hoppaði upp, “það beit mig.”
“Ég sé um þetta,” kallaði Ragnar, tók upp byssu, hljóp að trúðnum og skaut svona fimmtán sinnum í hausinn.
“Góður!” sagði Frikki og gaf Ragnari fævinn, “Ah..” sagði hann í þjáningum.
“Hvað?” spurði Ragnar.
“Það blæðir…” sagði Frikki, “ég ætla að fara skola þetta á klósettinu.”
En þegar hann kom á klósettið sá hann í speglinum að hann var óvenju fölur og nefið byrjað að verða rautt… og allt í einu varð allt svo fyndið…
“BlÓóÐ!” sagði Frikki brosandi.
DUNN DUNN DUUUUUUUNNN!!!



P.S. Ég gerði ‘Sam’ í sviga í titlinum því fólk hefur verið að senda inn mismunandi útgáfur af þessu og ég vissi ekki hvert ætti að nota.

Annars: Takk fyrir okkur og vonandi byrjuðuð þið að lesa þetta áður en þig gáfust upp ;)