Bleika Ninjan 8 hluti, leitin af sjálfum sér.Símon sat í fjallakofanum og sötraði te sem gamla ninjan hafði búið til handa honum, hann horfði yfir fallegu dalina, lækjasprænurnar sem seitluðu niður dalina og grænu tréin sem skreitti landið með sínum fallega sjarma.

Doddi var einhverstaðar út í móa að skíta, og gamla ninjan var að þvo nærbuxur sínar og Símonar.

Símon vissi að hann átti erfiðan leiðangur fyrir höndum, því að einhverstaðar þarna úti var Afi hans, fangi af vondum ninjum sem vilja veiða upp hans leindarmál, sem Símon vissi ekki en hvað var, en einhvernveginn var Símon lítið að hugsa um það, því honum leið svo vel á þeim stað sem hann var núna á.

Allt í einu öllum að óvörum stökk fáklæddi Haukur fram og faðmaði Holtasóley sem óx þarna í nágreni við Dodda sem var enn að skíta. Ó sóley, ó sóley má ég sötra te með þér í faðmi bleiku næturinnar sönglaði fáklæddi Haukur. Doddi snéri sér snöggt við og greip sóleyna frá fáklædda Hauk og skeindi sér rækilega með henni. Haukur brást ókvæða við og réðst að Dodda óskeindum. Upp hófust mikil slagsmál um blómið en það er allt önnur saga, sem aldrei verður skrifuð.

Símon sá Dodda hlaupandi þarna fyrir ofan sig, sólarljósið glampaði á hausinn á honum, og fyrst núna í svo langan tíma var Símon rólegur og afslappaður, fyrst núna gerði hann sér grein fyrir hvað lífið getur verið fallegt.


,,Við hvílumst hér í örfáa daga Símon, áður en við höldum aftur áfram’’ sagði Doddi þegar hann kom skokkandi til hans og settist niður og byrjaði að sötra á teinu sínu og narta í hrísgrjónin.
Símon svaraði því játandi, í því sömu andrá og hann sá unga stúlku labba að kofanum til gömlu ninjunar, sem var að ljúka við að þvo nærbuxurnar sínar og Símonar.

Þessi stúlka var það fallegasta sem Símon hafði séð, hann fann hvernig hjartað tók kipp og hann náði ekki að anda. Hann fann undarlega tilfinningu í klofinu, smá kitl, hann hreifðist smá.

Hún var að tala við gömlu ninjuna, og náði stundum smá augnsambandi við Símon, áður en hún snéri sér snögglega við, í átt að gömlu ninjunni.

,,Hver er þetta?’’ hvíslaði Símon að Dodda.
Doddi leit aftur fyrir sig í átt að ungu stúlkunni.
,,Já þetta, þetta er hún Ping Pong, hún er dóttur dóttur gömlu ninjunar.
,,Hún er það fallegasta sem ég hef séð, hún er eins og rós á meðal miljóna illgresa, ég verð að fá að tala við hana, hana Ping Pong mína’’ muldraði Símon að Dodda.
,,Varaðu þig samt Símon, því gamla ninjan er mjög varkár yfir því hvern Ping Pong hittir og talar við’’.
,,Mér er alveg sama, ég læt ekkert aftra því að fá hana Ping Pong sem mína kærustu’’ sagði Símon sannfærandi.

Hann stóð upp og labbaði framhjá kofanum og horfði á Ping Pong, þar sem hún var að leika við hárið sitt, og spjalla við gömlu ninjuna, en alltaf leit hún smá við til að ná augnsambandi við Símon.

Um kvöldið læddist Símon út, og sá þar Ping Pong synda nakinn í læknum fyrir neðan, hann beigði sig niður og læddist meðal grasstráanna, og virti sér þessari fegurð sem blasti við honum og fékk bullandi standpínu sem náði til Ping.

Loks stóð hann upp og mælti til Ping Pong, hún hrökk við og leit að Símoni.
Símon klæddi sig úr fötunum, og naut þess að sjá hvað Ping Pong brosti yfir stæltum líkama hans og kyssti hann á bibbann.

,,Er þér sama þó ég tek sundsprett með þér í læknum Ping Pong’’ spurði Símon
Ping Pong svaraði því játandi og flissandi.
Tungsljósið glampaði á rassinn á Símoni þegar hann pósaði í kringum Ping Pong áður en hann stakk sér til sunds.

Hann synti að Ping Pong og tók hana í arma sína, hún andaði ört og títt meðan hann þrísti nöktum líkama hennar við sinn. Síðan kysti hann hana djúpum og erótískum kossi.

Símon og Ping Pong nutu ásta alla þessa nótt, og vöknuðu saman í faðmi hvorts annars, nakinn og sveitt. Símon hrökk upp og klæddi sig í fötin, það var einhver búinn að kveikja i í kofa gömlu ninjunar.Hvað er í gangi þarna, einhver búinn að kveikja í kofanum, þið fáið að vita allt um það í næsta kafla af BLEIKU NINJUNNI…