Jæja í tilefni september greinasamkeppninnar ætla ég að skella einni grein um busunina mína á blað.

Eins og alltaf byrjaði busunin á fimmtudegi þegar busarnir voru látnir borga morðfjár til að komast í busaferðina. Ég ætla nú ekki að skrifa of mikið um hana, en segjum bara að það hafi ekki verið mjög skemmtileg ferð, þó eins og flest skilur það eftir góðar minningar að hömpa gaur og svona…

Allavega við komum heim á föstudeginum og fengum að ‘hlakka’ til mánudagsins en þá var sjálf busunin. Velti ég löngum tíma helgarinnar yfir hvað myndi vera gert við okkur, hve slæmt þetta allt myndi verða. Systur mínar voru lítil hjálp þar sem þær höfðu allar keypt sér hvor aðra sem einkabusa, svo eins góð og yngsta systir er, fór hún að stressa mann upp(var hætt í MK þegar ég byrjaði).

Mánudagurinn kom loksins, byrjaði með 80 mín stærðfræði. Ég hafði tekið 103 árið áður í grunnskóla svo ég var í tossabekk ásamt nokkrum félögum. Fengum við allmargar háðsglósur og stríðni í þeim tíma ásamt útskýringum um hve hryllilegur dagur þetta myndi verða fyrir okkur. 80 mínútur liðu, of hratt fyrir minn smekk jafnvel þó ég væri í stærðfræði. Labbaði maður út úr stofunni biðjandi til Guðs almáttugs að leyfa manni á einhvern undraverðan hátt að komast að skónum sínum og út, heim. Þær vonir voru fljótt brotnar í spað þegar öskur böðlanna ómuðu um eyru mín og heyrði klið, fjarlægan söng. Þegar nær dró heyrði ég að þetta voru busarnir sem voru látnir hoppa á staðnum og syngja ‘ég er busalufsa’ endalaust.

Busunin byrjaði hjá mér þegar ég reyndi að komast að skónum óséður, en nei sé ég ekki frænku mína æða glottandi að mér grípur í höndina á mér og kastar mér í busaröðina og æðir burt aftur. Þegar ég lít á útgangana átta ég mig á að það hefði hvort sem er ekki verið séns á að komast út, voru tveir böðlar við hverja dyr og þar sem kallinn er ekki nema 1.7 lítur maður út yngri en maður er ef eitthvað. Ég fæ að skjótast og ná í skóna mína á milli hoppsins, öskursins og söngsins. Nú sé ég böðlana koma með bleyjur og byrja að öskra nöfn fólks, fólksins sem sett hafði verið á svarta listann. Sem betur fer eftir nokkrar mínútur voru allir komnir sem voru á svarta listanum, ÉG HAFÐI SLOPPIÐ! Minna en mínútu eftir þessa undursamlegu hugsun og létti arkar frænka mín að mér með bleyju í hendi og man ég að eina sem ég gat hugsað var “FUCK”. Ég var togaður áfram með þessa fallegu bleyju á hausnum eins og hundur til restarinnar af svarta listanum þar sem flestir böðlarnir voru, uppteknir af því að refsa fólki fyrir að eiga allskyns ættingja í skólanum, fyrir að vera ‘svalir’ eða fyrir að vera virkilega leiðinlegir.

Ég slapp vel inn í skólanum sjálfum þar sem ég sá að sumir böðlarnir voru búnir að redda sér busum fyrir hunda, hægindastóla og allan fjandann sem þeim datt í hug, á meðan eina sem ég þurfti að gera var að syngja hástöfum og fá nokkur öskur á mig.

Loks voru böðlarnir tilbúnir, við vorum dregin út, svarti listinn fyrst þar sem allir á svarta listanum voru festir saman með einhverri mjög sterkri filmu. Ég var með tveim öðrum gaurum í hóp. Við gátum varla staðið, hendurnar fastar og megnið af fótunum okkar líka. Var byrjað að sulla mysu ofan í kverkarnar á svarta lista fólkinu(hinir voru ekki komnir út enn). Einhverjum böðli tókst samt ekki betur en svo eftir að hafa gefið hinum tveim strákunum sem voru fastir við mig mysu þá gaf hann mér. Fyrsta skipti sem ég fékk mysu og því náði ég ekki að kyngja þessum viðbjóð strax en þegar hann var við það að lyfta fernunni aftur upp þá hellist fullt inn í nefið á mér og í ‘sniðugri’ tilraun til að koma þessum vibba út sneri ég hausnum niður og þar sem ég var enn með opinn mun frussaðist allt á annan strákinn sem byrjaði eitthvað að væla út í mig. Að lokum var okkur ýtt svo við duttum og hafði mér aldrei liðið eins illa, neðstur af okkur þrem með GEÐVEIKA innilokunarkennd og gat ekki gert neitt, var alveg bjargarlaus liggjandi þarna. Einhvern veginn komumst við upp samt sem áður, og loks var ég leystur frá svarta listar bræðrum mínum.

Nú var safnað öllum í tvöfalda röð og settur langar ‘dúkur’ á milli okkar. Vorum við látin setjast niður og eftir nokkra tugi mínútna af niðurlægingu, svo sem að borða gras, drekka meiri mysu og biðja til böðlanna kom nemendafélagið niður dúkinn, ‘fallega fólkið’ eins og einn böðull orðaði það. Auðvitað vorum við látinn biðja til þeirra, lúta höfði í virðingarskyni því jú, þetta var fallega fólkið -.-

Var tvöfalda röðin látin ganga, var fengið fullt af fólki til að ýta slatti stórum trukki áfram með öllu nemendafélaginu upp á(og á tíðum var stigið á bremsuna). Ég fékk smá frið þarna þó að geitungarnir reyndu sitt besta að taka þátt í busuninni. Hin góða lykt sem var komin af manni laðaði allan fjandann að og var það frekar pirrandi. Í göngunni gerðist lítið sérstakt fyrir utan kannski að við vorum látin labba fram hjá Kópavogsskóla, einum grunnskóla Kópavogs þar sem ég þakkaði fyrir að koma ekki þaðan, þó ég vorkenndi fyrrverandi Kópavogsskóla nemum, að hafa alla hlæjandi að sér er við marseruðum fram hjá.

Var leiðinni haldið á Rútstún, voru eldri nemar að stelast til að kasta eggjum og öðru handtæku í okkur, en af hræðslu við að kennararnir myndu sjá til og stoppa busunina, stoppaði yfirböðull þá fljótlega af.

Þegar var komið að undirgöngunum sem liggja undir Hafnarfjarðarveg að Rútstúni voru við stoppuð af. Vorum látin fara inn svona 20 í einu. Allt var lokað af með plastpokum svo maður sá ekki hvað var að gerast og byrjaði kvíði að magnast upp meðan maður hlustaði á öskurin sem komu úr undirgöngunum. Loks eftir nokkra bið var ég tekinn inn í undirgöngin og þá jaa, það létti á mér þó nokkuð þar sem þetta var ekki jafn hræðilegt og ég bjóst við, vorum við látin standa með bakið í vegg og lappirnar í 90° horn í langan tíma, þangað til fólk byrjaði að hrapa á jörðina. Síðan vorum við látin rúlla okkur upp úr rykinu, skítnum og bleytunni áður en byrjað var að rýma undirgöngin fyrir næsta hóp. Þegar ég var að komast úr þeim sá ég vonda sjón, var farið í gegnum hálfgerðan ‘bottleneck’ til að komast út úr göngunum og við það sem ég vonaði að væri bjórrör stóð frænka mín. Auðvitað var ekki eitt í okkur bjór en þarna var troðið ofan í mann allskonar viðbjóði, voru fjórar tegundir af lit. Þar sem frænka mín stjórnaði þessu fékk ég auðvitað að staldra við þó nokkurn tíma og bragða á öllum þessum vibba.

Eftir ógeðsdrykkinn var svosem ekkert meira gert sem er þess virði að minnast á, kastað hveiti framan í mann(maður var blautur svo það festist við mann), busar látnir ‘flýja’ bara til að 10 böðlar gætu sprettað eftir þeim og allir stokkið ofan á þá. En loks var þessi helför búin og gat maður labbað heim allur ógeðslegur og útataður í viðbjóð.


Ég vill þakka frænku minni fyrir að gera þessa busun þeim mun eftirminnilegri og mun þetta all lengi sitja eftir í mínum minnisslappa huga.

Takk fyrir, vonandi var þetta þess virði að lesa ;)
Gunna