Bleika ninjan 6 hluti…………….Flugferð II



Símon horfði á Dodda, óttasleginn, og sagði Dodda að hann kunni nú því miður ekki að fljúga.

Doddi labbaði inn í farþegarímið, og öskraði ,,KUNNA EINHVER HÉR INNI AÐ FLJÚGA BOGING 747 VÉL’’. En enginn svaraði, það voru allir í vélinni útataðir í blóði og dauðum japönskum ninjum. Og voru því flest allir í miklu sjokki.

Doddi hljóp aftur inn í stjórnendaklefann, þar sem Símon sat núna við stýrið.

,,Hvað ætlar þú að gera Símon?’’ spurði Doddi skelkaður.

,,Hvað heldur þú maður, reyna að fljúga þessari helvítis vél, einhver verður að lenda henni’’.

,,Flugturn, heyrið þið í mér?’’ kallaði Símon í talstöðina.

,,Flugturn heyrir, hátt og skýrt’’.

,, Okkur vantar hjálp, flugmennirnir voru drepnir, og við erum að reyna að lenda þessari flugvél’’.

Það var smá þögn í flugturninum en svo loks svöruðu þeir til baka.

,, Forseti bandaríkjanna er hér hjá okkur, og hann er með prófgráðu í því að hjálpa fólki að lenda flugvél’’.

Símon horfði skringilega á Dodda, hvað var forseti bandaríkjanna að gera í flugturn einhverstaðar í japan.

En þeir höfðu ekki tíma til að velta sér upp úr því.

,,Allt í lagi herra forseti, getur þú hjálpað okkur?’’ spurði Símon.

,,Að sjálfsögðu get ég það, ég er forseti bandaríkjanna, ég get allt og geri allt sem mér dettur í hug’’.

Forseti bandaríkjanna hjálpaði þeim í gegnum allt. Nú var Símon við það að lenda flugvélinni, svitaperlurnar láku niður kinnar hans, meðan hann hélt fast um stýri flugvélarinnar. Doddi sat hliðin á honum og var mjög óttasleginn.

Fólkið í farþegarýminu voru líka mjög hrædd, héldu fast um sína ástvini, sem sátu hliðin á þeim, og bjuggust við því versta.

Flugbrautin var beint á móti, Símon náði loksins að setja öll þrjú hjólin á jörðina.

Það var mikill dynkur þegar flugvélin skall á flugbrautina.
Nú átti Símon bara eftir að bremsa, hann ýtti á bremsurnar, og flugvélin smásaman hægði á sér. En flugbrautin var brátt á enda kominn. Símon hafði lent vélinni of seint, og nú voru þau við það að lenda á girðinguna sem afmarkaði flugvöllinn og skóginn fyrir utan.

Þau lentu harkalega á girðingunni og svo á nokkur tré sem rifnuðu upp með rótum. Doddi og Símon skelltust á rúðuna á flugvélinni.

Svo loksin nam flugvélin staðar.

Doddi rankaði við sér, og hljóp út úr stjórnunnar klefanum, og horfði yfir farþega rýmið, það virtist sem flestir voru heilir á húfi.

Vankaðir en samt heilir á húfi.

Svo hljóp hann aftur inn í stjórnenda klefann, þar sem hann sá sér til mikillar skelfingar að Símon lá hreyfingarlaus í sætinu.






Nú er voðinn vís, er allt í lagi með Símon, eða er hann kannski fótbrotinn, eða jafnvel dáinn. Þið fáið að vita það í næsta parti af BLEIKU NINJUNNI