Bleika ninjan 4 hluti……………..Doddi er vinur minn.
Gísli settist inn í bílinn sinn með glottið á vörum sínum.
,,Vertu sæll Símon, að eilífu’’ sagði Gísli og öskraði að hlátri.

Símon beið eftir því að ninjan bak við hann skæri hann á háls, hann hnísti tönnum og lokaði augunum, en ekkert gerðist. Ninjan bak við hann skar hann ekki á háls.

En Símon sá skelfinguna í augun ninjunar fyrir farman hann, svo allt í einu flaug sverð í gegnum hausinn á henni, blóðið gusaðist út um allt.

Og svo heyrði Símon einhvern hvísla í eyru hans ,,hlauptu drengur, náðu Gísla’’

Símon hlýddi þessari skipun og hljóp eins og fætur toguðu, og eins og þið vitið ef þið hafið lesið alla hlutina, þá getur Símon hlaupið eins og blettatígull og náð alveg upp í 70 – 80 km hraða.

Símon sá bíl Gísla, stökk upp á bílinn og sá að topplúgan var opin, þarna gerði Gísli mistök, hugsaði Símon. Símon reif í ökumann bílsins og kastaði honum örugglega svona 10 metra upp í loftið, ökumaður lenti á tré.

Símon stökk síðan af bílnum rétt áður en bílinn klessti á tré.
Símon tók tvöfalt heljarstökk í leiðinni, lenti svo á jörðinni eins og ekkert væri.

En bílinn fyrir farmann hann, bílinn sem Gísli var í, varð alveg að klessu.

Símon horfði á bílinn í smá stund og sá svo að Gísli skreið eins og lítið barn úr brakinu.

,, Láttu mig í friði, vældi hann, gerðu það láttu mig í friði’’.

Símon hljóp að honum, og sparkaði í andlitið á honum, Gísli meiddi sig mikið á því.

,, HVAR ER AFI MINN’’? öskraði Símon, en Gísli hló bara að honum.

Símon sparkaði aftur í andlitið á Gísla.

,, HVER SENDI ÞIG’’? öskraði Símon.
,,Loksins spyrðu réttu spurninguna Símon, ekki veit ég af hverju þú sért ekki búinn að átta þig á því’’.

,,Segðu mér það núna Gísli, annars drep ég þig’’ sagði Símon yfirvegaður.
,, það er ekki eins og þú drepur mig ekki’’ sagði Gísli og glotti.

,,SEGÐU MÉR ÞAÐ NÚNA’’ öskraði Símon.

,, Alt í lagi, allt í lagi Símon, víst þú heimtar það svona rosalega. Þú ert svo heimskur Símon’’.

Símon horfði á Gísla með hatursglampa í augum.

,, Þú ert heimskur Símon, því að þú hefur enga hugmynd um hver þessi Afi þinn er’’.

Símon brá við þessu sem Gísli sagði.

,, Afi þinn sendi mig Símon, hann sendi mig til að drepa þig, ég held að þú áttar þig ekki á því hversu hættulegur þú ert Símon minn’’ sagði Gísli og glotti.

Símon horfði á Gísla, með sorgina í augunum.

,,NEI ÞAÐ GETUR EKKI VERIÐ, þú ert að skrökva að mér Gísli, alveg eins og oft áður’’
,,Þú ræður hverju þú trúir Símon minn, en hvers vegna ætti ég að skrökva að þér’’.

Símon var svo reiður að hann beit barkann úr Gísla, og hrækti honum framan í hann.
,,Þetta kennir þér að hrækja ekki framan í mig ógeðeðið þitt’’
Símon heyrði Gísla hvísla, hann hvíslaði að þetta hafði verið mistök.

Símon rölti aftur til baka þar sem hann sá Ninjuna standa, sú sem bjargaði honum.

,,Blessaður, hvað heitir þú’’ Spurði Símon.
,,Ég heiti Þórður, en þú mátt kalla mig Doddi’’.
,,Hví bjargaði þú mér’’ spurði Símon.

Doddi horfði á Símon og sagði svo, ,, Því ég þarf að halda þér á lífi Símon, þú verður að lifa’’.

Símon horfði á Dodda, ætlaði sér að spyrja en hætti við, því hann vissi að Doddi myndi ekkert svara honum, allavega ekki þannig að Símon myndi skilja hann. Hann mundi örugglega bara tala undir rós.

,,Svo núna erum við vinir er það ekki’’? spurði Doddi og brosti.
,, Jú að sjálfsögðu erum við það, en veist þú eitthvað hvar afi minn er’’?
,, Japan Símon, hann er í japan, og þangað erum við að fara’’.
Nú fer þetta virkilega að flækjast, hver er þessi Doddi, er hann góður, eða er hann vondur. Og er þetta satt sem Gísli sagði um Afa Símonar, eða var hann bara að ljúga að honum. Eitt er víst að Símon er núna í tilfeninkar kreppu, hverju á hann eiginlega að trúa. En við vitum að Símon er á leið til japans, þar á hann eftir að lenda í mörgum ævintýrum og á virkilega eftir að finna sjálfan sig. En þið fáið að vita meira um það í næsta parti af BLEIKU NINJUNNI.