Eurovision 2004 er með aðeins öðruvísi sniði í ár heldur en vanalega. Núna í ár er undankeppni fyrir stóru keppnina sem mér finnst hið besta mál. Birgitta Haukdal, sem var fulltrúi okkar í fyrra, tryggði okkur keppnisrétt núna í ár. Framlag Íslendinga til Eurovision í ár er lagið Heaven með Jóni Jósepi Snæbjörnssyni, betur þekktur sem Jónsi í svörtum fötum. Hvað mitt álit varðar þá finnst mér framlagið í ár fínt. Fyrst þegar ég heyrði þetta lag þá fannst mér lítið til þess koma, voðalega einhæft og svona lala bara. Þetta er lag sem maður þarf að hlusta á nokkrum sinnum áður en maður fær gæsahúðina, sem er galli útaf fyrir sig. Þegar Evrópa horfir á keppnina eru flestir að heyra lögin í fyrsta skipti, kannski annað og það er ekki nóg. Þetta lag grípur mann ekki, heldur kemur þetta smátt og smátt. Í þættinum þar sem fulltrúar allra Norðurlandanna eru að dæma lögin sem keppa í ár, gefa allir dómararnir Jónsa fullt hús stiga. Við verðum að lýta á það að Norðurlöndin eru á svipuðu róli hvað tónlist varðar. Danir er kannski að “fýla” þetta lag en Spánverjar eru kannski ekki að gera það. Þetta er öll Evrópa og til þess að vinna þessa keppni þarf að senda lag sem nær til allrar Evrópu. Jónsi fer vel með þetta lag en ég hrædd um að lönd í Suður - Evrópu eigi ekki eftir að gefa honum mikið af stigum.

Það er eitt sem ég vil gjarnar pirra mig á og það er þetta umtal um Jónsa. Ég heyri oft fólk segja þegar Jónsi berst í tal að hann sé hommi, aumingi, kerling eða eitthvað þess háttar. Ég veit ekki betur en að þessi maður, sem á svo sannarlega þetta umtal ekki skilið, sé hamingjusamlega giftur og á son sem honum þykir óendanlega vænt um. Ég fatta ekki af hverju fólk þarf að koma með svona fyllilega óviðeigandi nöfn og setningar í garð Jónsa. Mér finnst þetta sýna merki um óþroska hjá fólki, ef ekki öfund! Hann hefur ótrúlega góða söngrödd og er ægilega aktívur karakter. Ávallt hress og með húmorinn í lagi, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Prýðis maður held ég.

Ég bíð spennt hérna heima og ætla svo sannarlega að horfa á keppnina á laugardaginn. Ég leyfi mér að segja ÁFRAM Jónsi og FARVELL, that´s all I can say.
Eins manns rusl er annars manns fjársjóður…