Þegar eurovision var, þá var ég að horfa með fullt af fólki svo ég heyrði ekki þegar sigurlaginu var líkt við lagið kiss kiss með Holly Valenc ( eða eikka þannig ), en þegar ég og frænka mín vorum að horfa á lagið þá sögðum við í kór með fyrirlitningu; kiss kiss! Þetta lag er óendanlega líkt laginu og mér finnst að það ætti að tala aðeins um það við stjórnendur eurovision. En málið er að það var einhver tyrki sem samdi lagið og Holly Valenc breytti því bara, og þessi tyrki er vinur söngkonunnar sem söng lagið, Serebaa eða hvað sem hún heitir :) svo að það er ekki líklegt að hann fari að gera eitthvað í málinu…. En mér finnst samt að það ætti að gera eitthvað í því! Segjum tildæmis að vinur minn mundi semja lag og gera það mjög frægt og svo mundum við bara breyta því ponsulítið og senda það í eurovision! Það er bara aulalegt og ömurlega leiðinlegt! Frá mínu sjónarhorni skil ég ekki alveg útáhvað hún fékk stigin! Þetta var hörmulegt lag, ljótur dans og konan var samblanda af vampíru og rottu! Ef hún mundi sækja um að fá að leika í Buffy þá mundi hún örugglega vera ráðin sem vampíra og það þyrfti ekki einusinni að breyta henni! Afsakið ef þið eruð aðdáendur hennar, en þetta er bara mitt álit!