Eurovision er því miður dauð. Hún er ekki söngvakeppni lengur. Þetta er keppni um besta fíflaganginn eða bestu mallanna.

Wadde-hadde-dudde-da með Þýskalandi hvort sem það var í fyrra eða hitti fyrra komst langt en það er nú samt bara fíflagangur. Austurríki (var það ekki annars) komst langt með þennan geðsjúka kall í rauðabolnum með mömmu sína sem bakrödd. Þessi lög eru bæði fíflagangur og ekkert annað. Eintómur fíflagangur. Ég skil alveg að margt fólk fannst þetta kannski góð lög en ekki svona margt fólk í alvörunni.

Svo eru stelpur að koma inná sviðið nánast berar. Það er til þess að vinna og ekkert annað. Þetta hafði svolítil áhrif á mig í þessari keppni, ég skal viðurkenna það.

En það sem mér finnst lög eiga að vera…lög eiga að koma manni í fíling. Open Your Heart með Birgittu var flott í fyrstu tvö skiptin því það náði að koma manni í ágætis fíling (download-aði því í gamni og í dag spóla ég alltaf yfir það. Stroka það kannski bara út bráðum).

Þetta er ekki lengur söngvakeppni! Því miður. Ég horfði á Eurovision núna en ég mun aldrei gera það aftur. Ég nenni ekki að horfa á eitthvað í sjónvarpinu sem heitir Söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva (eða eitthvað) sem er svo engin bévítans söngvakeppni. Ég get frekar hlustað á Grandma Song með Adam Sandler eða skoðað klámblað. Og trúið mér, ég er ekki alltaf að skoða klámblöð, bara að segja það að það er örugglega sama og að horfa á Eurovision. Núna er ég kominn útí vitleysu þannig að ég hætti hérna.

Kv, Veteran