Ég var á þessari síðu: http://www.eirovizija.lv/public/tables/rating_en.html?r t=10&son=23175
og ákvað að hlusta á öll Eurovision lögin. Hér fyrir neðan er allt það sem ég skrifaði um hvert og eitt lag á meðan ég hlustaði á hvert og eitt lag;)
Ég vil bara benda á það að ég skrifa voða svipað (nota sömu orðin oft), en það er bara vegna þess að… hvað skal segja? Að orðaforðinn minn er mjög slappur:P
Vonandi finnst ykkur ég ekki ver of dómhörð;) ;) ;)


Ne ver, ne bojsia, ne prosi- Russia
t.A.T.U
Ég persónulega fíla ekki t.A.T.u ! Mér finnst þetta alveg hryllilega leiðinlegt, og mjög
svipað fyrri lögunum þeirra og það sem verra er að þetta er á Rússnesku:/ Þær eiga örugglega
eftir að lenda í topp 5 útaf fyrri vinsældum sem er mjög skitið að mínu mati…

Everyway that I can- Turkey
Sertab Erener
Þetta er ágætis lag. Spái ekki góðu sæti, rosalega mikill tyrkneskur fílingur þarna. Ég myndi
segja að þetta sé hágæða tyrkneskt popp. :)

Sertab Erener- Bosnia-Herzegovina
Mija Martina
Týpiskt Eurovision lag sem lendir frekar neðarlega myndi ég segja. Leiðinlegt lag, vona að
þetta lag nái ekki langt! Ekkert spes… =)

We've Got the World Tonight- Ireland
Mickey Harte
Væmið! Flott Eurovision, spái topp 10:P Þetta er svo hryllilega… hvað skal segja TÝPISKT:)
Einn stór mínus í þessu lagi… hann er eitthvað að syngja “We've got the night…” eða eitthvað
svo segir hann svona “so open your heart”. Það er notla enginn mínus, finnst þetta bara heldur
skondið;)

I’m Not Afraid To Move On- Norway
Jostein Hasselgård
Einnig væmið lag!!! Mér finnst að Eurovision lög eiga að vera fjörug:) Þetta Eurovision lag
nær vonandi ekki langt…

Give Me Your Love- Sweden
FAME
Mér þykir leiðinlegt að segja það eina ferðina enn… en þetta er týpiskt Eurovision lag.
:)

One more night- Netherlands
Esther Hart
Fínt lag. Samt ekkert eitthvað svona áberandi, ég held það nái ekki langt á listanum, því
að fólk man frekar eftir svona STERKUM LÖGUM eitthvað:Ð

Cry Baby- United Kingdom
Jemini
Rosalega Eurovision legt lag.. Hálf leiðinlegt samt! Geðveikt mikill svona 7 clup seven
fílingur í þessu lagi.

Let's get happy- Germany
Lou
Mér finnst þetta lag nokkuð hressilegt svona. Góður Eurovision fílingur þarna:)

Vise Nisam Tvoja- Croatia
Claudia Beni
Soltill einhver Britney fílingur alveg í byrjun lagsins. Mér finnst þetta fínt lag, ekkert
spes eitthvað…

NANANA- Slovenia
Karmen
Flottur taktur þarna undir. Mér finnst þetta lag soltið skemmtilegt:) Hressilegt og sona..
Bara lofa því góðu:) Eurovision fílingur og sona… :P

To Dream Again- Malta
Lynn
Úff.. þetta er leðinlegt lag, þótt það sé svona soltið flott eitthvað! Spái ekki góðu.

Deixa-me sonhar (só mais uma vez)- Portugal
Rita Guerra
Rólegt lag. Ekkert spes:) Ætli hún fái ekki einhvern plús fyrir að vera soltið sæt… ;)

Eighties Coming Back- Estonia
RUFFUS
Mér finnst þetta lag skemmtilegt, þótt það soltið rólegt. Þeir eru með svolítið The Hives
lúkk sem mér finnst lame:) Kannski verða þeir ekki svona í sjálfri keppninni.. (það er að segaja
í klæðnaði)

Dime- Spain
Beth
Leiðinlegt lag=( Get ekkert sagt meira um það… svona einver Spánar fílingur í gangi…

Feeling Alive- Cyprus
Stelios Constantas
Þvílíkt chokkolegur kall!!! trevrep… Leiðinlegt lag. Vona svo innilega að þetta nái ekki langt.

Never let you go- Greece
Mando
Gógólínu lag… Ekkert skemmtilegt! Topp 10 neðst…

Words for Love- Israel
Lior Narkis
Hressilegt lag… Segjum topp 10 kannski… ef þau eru heppin:)

Man is the measure of all things- Austria
Alf Poier
Ég skoðaði Videóið og hann stendur alveg hryllilega fáránlega. Enda er þetta eitthvað djók.
Þetta er eins og eitthvað smábarnalag í byrjun!! Síðan kemur eitthvað aðeins rokk þarna.
Mjög spes og fyndið:) Þetta nær vonandi langt.

Hasta la vista- Ukraine
Olexander
Rólegt og hundleiðinlegt lag! Á að vera rosa hressilegt viðlag en er leiðinlegt. Þetta
á EKKI að ná langt…!!! Frekar hýr kall….

Monts et merveilles- France
Louisa Baïleche
Lalalalalala…. Rólegt píanó rugl. Þetta vona ég að nái ekki langt og held að það geri það
heldur ekki!

Open Your Heart- Iceland
Birgitta
Þetta kannast notla allir við.. ég held ég þurfi ekkert að vera lýsa þessu neitt! Ég vona
bara að Ísland vinni, held samt að það geri það ekki. Lendi frekar neðarlega:( Mér finnst
þetta mjög Eurovision legt lag og vona bara allt það besta! GO BIRGITTA=D

Żadnych granic- Poland
Ich Troje
Vol væl grenj! Þannig fýlingur er í þessu lagi… Og þessi kall.. úff.. þetta er nú meiri
viðbjóðurinn ef ég á að vera alveg hreinskilin:)

Hello from Mars- Lativa
F.L.Y.
Leiðindar lag… Samt eitthvað svona Eurovision legt við það;)

Don't Break My Heart- Romania
Nicola
Nokkuð hressilegt… Spái samt ekki góðu sæti:) því miður…..

Sanomi- Belgium
URBAN TRAD
Okei… þetta er bara hreinn hryllingur! Ég ætla ekkert að vera tjá mig neitt frekar um þetta lag=)



Annað sem ég vil bæta hérna við í lokinn:
Ég var að hlusta á Zombi (veit ekki hvernig maður á að skrifa það)á fm 97,7 (X-inu) með þeim Sigurjóni Kjartanssyni og Dr. Gunna. Og þeir hringdu í einn kunningja sem var staddur í Danmerku. Hann var aðeins að blaðra um lífið og tilveruna, og hvað væri að gerast í Danmerku o.s.fr. Það sem vakti áhuga minn var að þessi maður sagði eitthvað á þessa leið: “Jáh… svo var verið að velja stelpu sem á að keppa í Eurovision fyrir krakka… fyrir hönd Danmerkur” Sem sagt er til Eurovision fyrir börn!!! Hefur Ísland ekkert verið látið vita af þessari keppni? Ef ég man rétt þá er þessi keppni ekki fyrr en seinna í sumar eða eitthvað álíka.
Heyri ég já við að senda Jóhönnu Guðrúnu þangað?? Hún myndi örugglega rústa þessari keppni;) Hehh… hún er með svona týpiskt eurovision útlit og lögin sem hún er að syngja eru fín í þessa keppni myndi ég segja.

Takk fyrir:)
Birta
beygla