Jæja, nú er loksins komið að því að birta úrslitin úr greinakeppninni. Tveir dómarar duttu út og þess vegna tók þetta svona langan tíma. En hérna eru þau:

1. Gleði - stingvar
2. Hlátur - loevly
3. Hopputröllið og gleðivaðlan - Sapien

Til hamingju með þetta stingvar!

Ég vil þakka ykkur þremur sem tóku þátt innilega fyrir að sýna áhuga og vera með. Áhuginn fyrir þessari keppni er að minnka og ég efast um að haldin verði önnur keppni í næsta mánuði. Það er bara alls ekki nógu mikill metnaður í fólki, aðeins þrír sendu inn grein, 7 kusu í könnuninni og 3 af 5 dómurum enduðu á því að vera með. Ef svo er að margir séu ósáttir með að leggja keppnina niður í bili þá er ég auðvitað viljug til að sjá um hana. En á meðan það er svona lítil þátttaka þá sé ég ekki að það borgi sig.

Keppendur fá gagnrýni dómara senda í skilaboði eftir örskamma stund.

Kveðja,
Violet
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."