Jæja, nú er september liðinn og greinakeppninni lokið. Samtals bárust inn þrjár smásögur og vil ég þakka Sapien, stingvar og loevly kærlega fyrir þáttökuna. Þið getið klikkað á linkana hérna fyrir neðan til að lesa sögurnar og myndað ykkur skoðun á þeim, þar sem ykkar álit gildir 50% á móti dómnefndinni. Könnun verður sett upp stuttu eftir helgi.

Hlátur - loevly

Hopputröllið og gleðivaðlan - Sapien

Gleði - stingvar


Dómnefndin samanstendur af stjórnendunum og gestadómara, notanda að nafni smeppi.

Einnig býðst ykkur notendum að senda einkaskilaboð á Violet með ykkar eigin gagnrýni á keppnissögunum. Þá erum við að tala um að það komi fram hvaða saga ykkur finnst eiga skilið að vinna og rökstyðjið mál ykkar vel og verða þær umsagnir teknar til greina við ákvörðun dómnefndar. Við í dómnefndinni ætlum einnig að skrifa litlar umsagnir um hverja sögu og senda þátttakendum gagnrýnina frá dómurunum og jafnvel notendunum sem gefa leyfi til að birta sína gagnrýni.

Svo er það spurning með næstu keppni, viljið þið að hún byrji strax eftir helgi og það sé frestur til 31. október eða eigum við að taka pásu í október og halda keppni aftur í nóvember? Við spurjum að þessu útaf slæmu þátttökunni sem var í þetta skiptið.

Enn og aftur, takk kærlega fyrir þátttökuna og við viljum líka þakka þeim sem hafa verið að taka tíma í að gagnrýna keppnissögurnar.

Kveðja,
Stjórnendur :)
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."