Það kom upp að keppandi fór að spurja um hvenar dómarnir úr síðustu greinakeppni yrðu birtir, til að forðast meiri rugling þá ákváðum við að setja tilkynningu um málið.

Dómar fyrir síðstu keppni verða ekki birtir.

Það stafar bæði útaf því að það var svo mismunandi hvernig hver dómari dæmdi, sumir gáfu aðeins uppröðunina, sumir gáfu líka gagnrýni með. Það voru ekki nógu samhent vinnubrögð og þetta var ekki alveg nógu vel skipulagt, þannig við höfum ekkert til að birta. Við hefðum getað sest niður aftur og skipulagt betur og birt gagnrýni fyrir sögurnar en það voru engin rosaleg viðbrögð frá keppendum við tilkynningunni frá sollugulrot þannig við ákváðum að sleppa því.

Við viljum frekar gera miklu betur í þetta skipti og passa uppá að allir fái þá gagnrýni sem þeir vilja án þess að þurfa að biðja um hana og bíða eftir henni.

Einkaskilaboð voru send til tveggja keppenda sem bárust mest fyrir því að fá gagnrýni.

Kveðja,
Stjórnendu
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."