Jæja kæru hugarar, þá er komið að því að efnt verði til smásagnasamkeppni og ég hvet alla til að taka þátt, sama hversu virk þið eruð á áhugamálinu!

Skilyrðin eru ekki ströng, því við höfum ákveðið að hafa þessa keppni þemalausa í von um að þátttakan verði meiri, en við munum kannski halda áfram með smásagnakeppnina og hafa hana þá reglulega en það veltur allt á þáttökunni í þessa keppni.

Reglurnar eru:

-Sagan verður að vera a.m.k. 400 orð
-Hver notandi má hámark senda inn 2 sögur
-Halda dónaskap innan siðferðislegra marka
-Skila inn fyrir 23. mars
-Allar sögur sem sendar eru inn í keppnina verða að vera merktar *smásagnakeppni* og svo titillinn


Ég vona að sem flestir taki þátt, en úrslitin koma fram í könnun sem sett verður upp þann 24. mars, allar sögur verða að vera sendar inn fyrir miðnætti þann 23. mars.

Kveðja, stjórnendur á /smasogur!
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.