Þó allir fastanotendur áhugamálsins séu mjög kurteist lið og aldrei til vandræða vil ég þó minna á að best er fyrir áhugamálið ef allir haga sér einsog við værum ekki á netinu heldur að ræðast við augliti til auglitis. Í þessu felst að koma með uppbyggjandi gagnrýni í stað niðurrífandi.

Dæmi; ekki segja “þetta er lélegt og ógeðslega fáránlegt” og láta þar við sitja. Ef ykkur finnst það megið þið endilega benda á afhverju ykkur finnst það og benda höfundi á hvernig hann/hún/það megi bæta sig, og umfram allt muna að kurteisi kostar ekki. “Mér þótti þetta heldur ótrúverðugt hjá þér, þú mættir kannski frekar gera svona og svona og svona” er mikið skemmtilegri gagnrýni. Komið með rök fyrir ykkar máli og verið kurteis!

Ég pósta þessu þarsem svona leiðsögn bráðvantar á áhugamálið og þó þið fastagestir hafið öll hegðað ykkur mjög vel þá er mikið af fólki hér á huga og stökumisindismenn gætu villst hingað inn með leiðindi og vesen. Því vil ég nefna svo það sé skjalfest að fólk sem er með leiðindi hér á áhugamálinu fær eina viðvörun frá stjórnendum áður en því er svo skellt í bann við annað brot.

Hvernig líst ykkur á?