Hai, kæru huguðu einstaklingar.

Nú hef ég fengið stjórnunarstöðu hér á þessu áhugamáli, og mun ég reyna eftir mesta megni að ýta undir sköpunargáfur ykkar, sem eru raunar þegar miklar, einsog sögur ykkar sýna. Ég hef uppi ráðagerðir um hvernig við getum virkjað sköpunnargáfu okkar allra, og sýnt öllum að “Smásögur” eru síður en svo dautt áhugamál, einsog einn hefur heyrt, einusinni of oft…

Jájá, þið sendið inn sögur, það er ekki það… En það er ekkert samfélag í kringum þetta. Engar virkilegar umræður inni á korkunum…

Og við þetta þarf ég ykkar hjálp, kæru hugarar.

Það er spurning um að vekja þetta áhugamál almennilega upp, (veit ekki hvort það sé hægt, en það má alltaf reyna.) Líkt og í grafík, þá get ég kaske haldið svona \“þema\” samkeppni, og líka vakið upp smá áhuga fyrir samvinnu höfunda sem eru þarna á hverju strái.

Og nú til þeirra sem eru góðir við að semja smásögur, (taki hver til sín sem þetta á við…)


Hvað segið þið um að hjálpa hinum óreyndari við sögusköpun? Nú er þetta áhugamál smám saman að vakna upp, og það þarf að kenna þessum krökkum, beina þeim á rétta leið í skrifum sínum, benda þeim á hentuga leið til að lýsa umhverfi og persónum.

VIð getum lært af hvorum öðrum…

————

With the aid of sophisticated computer technology, and a bottle of Coke…


[Ç]