Ég byrjaði á þessu fyrir löngu og vissi síðan ekki hvort ég ætti að halda áfram.
Á/átti að vera bara í einhverskonar fyndnum stíl.

—–

‘Viltu koma út í sígó?‘
Hann las þetta sms aftur og aftur.
Þetta var góðs viti, mjög góðs viti, og hann gat ekki sleppt þessu. Þetta var fyrsta og hugsanlega eina almenninlega tækifærið sem hann fengi nokkurntímann til þess að tala við hana án þess að gera sig að algjöru fífli.
Hann hafði þrisvar gert heiðarlegar tilraunir til þess að hefja samræður við hana áður; fyrst í enskutíma þar sem hann bað hana um strokleður, en hún leit á hann og benti honum á að hann var með strokleður sjálfur í pennaveskinu. Hann stokkroðnaði og öll orðin sem honum hafði dottið í hug að segja köfnuðu einhvernveginn í honum og urðu að einum hósta og síðan grúfði hann sig ofan í enskubókina, lokaði augunum, kreisti borðið með höndunum og óskaði þess að hann gæti bara horfið, það væri bara sanngjarnt.
Næst lenti hann fyrir aftan hana í röðinni í matsalnum. Hún stóð þarna ein, með sitt síða, ljósa hár og brúnu augu og sjúklega stinnur rass og fullkomlega vaxinn líkami og hvað eina sem hægt var að láta sér detta í hug í sambandi við kvenmenn.
Hann ræskti sig og reyndi að láta það hljóma karlmannlega, pikkaði létt í öxlina á henni og hélt niðri í sér andanum.
Hún sneri sér við og leit á hann spyrjandi.
Uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu….
Hann fann að hann var auðvitað byrjaður að blóðroðna og allt sem honum hafði dottið í hug til að segja á kynæsandi hátt hvarf úr hausnum á honum.
,,Hérna…uuu…veistu hvað klukkan er?“
Hún breytti ekki um svip og benti fyrir framan þau þar sem stóra klukkan hékk og síðan sneri hún sér aftur við. Fail.
Honum leið eins og hann hefði verið kýldur í magann. Frábært.
Þriðja skiptið var þegar að labba yfir bílastæðið á skólanum á leið sinni heim eftir langan og strangan skóladag og hún labbaði skyndilega upp að honum og bað hann um kveikjara.
Hann þurfti að sjálfsögðu að horfa beint í fallegu augun hennar og finna smá slef leka niður hökuna, svo gagntekinn varð hann að henni og blóðroðna þegar hann fattaði að hann var byrjaður að slefa, hrökkva við og fara með offorsi með höndina ofan í vasann og vona heitt og innilega að það leyndist þar kveikjari.
Af einhverri ástæðu ákvað lífið að sýna honum smá samvinnu og hann fann kveikjara í vasanum sínum sem hann hafði aldrei nokkurntímann séð áður, fann að hann fékk örlítið sjálfstraust og glotti, rétti henni kveikjarann og reyndi að segja eins aðlaðandi og karlmannlega og hann gat „lítið mál.“
Hún brosti og hann fann hjartað í sér bráðna þegar hún tók við kveikjaranum með silkimjúku höndunum og kveikti sér í sígarettu með honum og rétti honum hann síðan aftur, brosti örlítið breiðar, þakkaði pent fyrir og fór.
Hann skælbrosti eins og mongólíti alla leiðina heim og hann langaði að öskra af hamingju þegar hann fór inn á facebook seinna um daginn og sá að hún hafði addað sér.
LOKSINS! LOKSINS! Það var mikið að lífið ákveddi að sýna smá sanngirni svona einu sinni og hætta að gera endalaust upp á milli barnanna sinna.
,,ÉG VISSI AÐ ÉG VÆRI ELSKAÐUR ALVEG JAFN MIKIÐ OG ÖLL HIN BÖRNIN!“