Ég þekkti einu sinni fullkomna stelpu. Í alvöru.
Það var ekki einn galli sem fólk gat bent á við hana; hún var fullkomlega vel vaxin, allir líkamspartar í réttum stærðum og hlutföllum, hárið ljóst og þykkt og liðað og sást aldrei skítur né fita á því, augun vatnsblá og alltaf svo glaðleg og bros sem var svo skært að það gat brætt hjartað í hverjum sem er.
Hún gat fengið hvaða karlmann sem hún vildi með sínum risastóru en vel mynduðu brjóstum og ekki var minna gjóað augum á rassinn hennar. Þeim langaði öllum að flengríða henni að aftan, þeir voru ekkert að hafa lágt um það.
En þar sem hún var fullkomin, þá var hún engin drusla. Því miður.
Hún sást aldrei nema brosandi og hlæjandi, alltaf hamingjusöm og umkringd fólki. Hún átti eflaust vini frá hverju einasta landi í heiminum, allir vildu umgangast hana.
Hún var svo góð og blíð og ég heyrði hana aldrei tala illa um nokkurn mann; hún vildi að allir fengu jöfn tækifæri í lífinu og til að sanna það gaf hún alltaf reglulega Rauða krossinum pening svo að negrarnir og hórurnar og dópistarnir og götubörnin gætu kannski komist á sama stað og hún.
Fullkomnu stelpunni gekk frábærlega vel í skóla og var alltaf hæst á öllum prófum, hún var í vel borgaðri vinnu sem afgreiðslustúlka og passaði sig alltaf á að eyða ekki of miklum pening.
Hún fór samt oft og keypti sér ný föt, nýja skó, meira málingardót, í litun og plokkun og klippingu og naglastyrtingu og fótasnyrtingu og nudd og hvað sem henni datt í hug til þess að fríska upp á sjálfa sig. Auðvitað mætti hún í ræktina á hverjum einasta degi og borðaði lítið sem ekkert af sælgæti og það fór aldrei nokkurntímann dropi af gosi fyrir hennar varir.
Hún átti yndislega fjölskyldu og bjó í stóru, björtu einbýlishúsi með foreldrum sínum sem áttu í hamingjusömu og ástkæru hjónabandi, og tveimur litlum systkinum sem höguðu sér alltaf vel og voru aldrei neinum til ama.
Fjölskyldan borðaði saman kvöldmat á hverju einasta kvöldi og þau reyndu að gera eitthvað saman að minnsta kosti eitt kvöld í viku, spiluðu eða fóru út að í göngutúr eða eitthvað álíka.
Fullkomna stelpan gat sagt mömmu sinni allt og treysti henni fyrir öllu.
Auðvitað átti hún líka kærasta sem var fullkominn; hávaxinn, stæltur, ljóshærður og brosmildur fótboltakappi sem sá ekkert nema hana.
Lífið hennar gat ekki verið betra. Sumarið var nýbyrjað, sambandið hennar gekk frábærlega, bílpróf á næsta leyti, vinnan frábær, endalaus gleði og hamingja bara.
Ég var búin að fylgja henni eftir í mörg ár. Við vorum æskuvinkonur.
Mér fannst hún alltaf jafn frábær og öllum fannst hún; hún kom mér alltaf til að hlæja, huggaði mig þegar eitthvað var að (hún grét samt aldrei því það var aldrei neitt að hjá henni, hún var jú fullkomin) og ég vissi að ég gat treyst henni fullkomlega fyrir öllum mínum draumum og leyndarmálum.
Hún var alltaf heiðarleg við mig og stóð með mér. Þótt hún eignaðist auðvitað alltaf endalaust af nýjum vinum, þá gleymdi hún mér aldrei. Ég fékk alltaf að vera með.
Hún byrjaði á blæðingum á undan mér, hún fékk fyrsta kossinn sinn á undan mér, hún eignaðist fyrsta kærastan sinn á undan mér, hún missti meydóminn á undan mér.
Hún var alltaf hærri en ég í prófum og fékk alltaf betri umsagnir en ég í skólanum, hún var frekar ráðin í vinnuna heldur en ég. Fólk vildi frekar tala við hana heldur en mig. Fólk heilsaði henni alltaf á undan mér. Hún var alltaf nefnd í öllu góðu frekar en ég. Það var alltaf stungið upp á henni, ekki mér.
Það vildu alltaf allir strákarnir fara með henni á böll, en enginn hafði einhvern sérstakan áhuga á mér. Henni var endalaust hrósað fyrir það hvað hún var falleg og hvað fötin hennar væru flott og hvað klippingin hennar væri flott. Ekki mér. Ég fékk aldrei hrós.
Ég fékk smátt og smátt nóg. Ég þoldi ekki að horfa upp á fullkomnu stelpuna sem gerði aldrei nein mistök í lífinu – tók ekki eitt einasta feilspor.
Ég þoldi ekki að lifa í skugganum. Ég klúðraði öllu og svo kom hún með sitt blíða bros og þá varð allt í lagi. Ég gerði mistök og gerði hlutina vitlaust og rangt og valdi slæmt. Hún bauðst alltaf til þess að laga fyrir mig, af því hún gat gert allt fullkomlega rétt, en ekki ég.
Ég byrjaði að reykja og þá keypti hún handa mér nikótíntyggjó. Ég byrjaði að drekka og þá tók hún af mér flöskurnar og bauðst til þess að senda mig í meðferð.
Ég gat varla tollað í sambandi með manni, því kærastarnir mínir gátu ekki haft augun af henni. Eins og allir. Enginn horfði á mig, bara hana.
Ég vissi að ég var að deyja úr öfund. Ég ætti kannski að skammast mín. En ég vildi samt aldrei verða eitthvað eins og hún. Ég vildi ekki vera manneskjan sem gat þóknast öllum og gert öllum til geðs og átti eftir að lifa hamingjusöm til æviloka, öskrandi af gleði alla sína daga.
Ég gekk niður götuna og að húsinu hennar sem var tandurhreint og fallegt að venju, og bankaði á dyrnar. Mamma hennar kom til dyra, bráðmyndarleg auðvitað og góðhjörtuð kona sem vildi öllum vel. Hún brosti til mín eins og alltaf og bauð mér inn.
Ég brosti til hennar og gekk eins og ég hafði gert nánast alla mína ævi upp stigann og að herberginu hennar. Ég sneri hurðarhúninum og gekk inn í herbergið hennar.
Hún sat á rúminu og var að lakka á sér neglurnar bleikar. Hún sendi mér sitt breiðasta bros og heilsaði mér. Ég heilsaði á móti.
Ég horfði á hana um stund og fylltist viðbjóði. Þessi guðdómlegi líkami sem hún átti og allir girntust.
Þessi persónuleiki sem hver einasti maður vildi eiga sem vin. Þetta andlit sem allar stelpur vildu hafa.
Ég gekk nær henni og hún leit ekki upp. Mér fannst hún eitthvað svo ómennsk. Hún gerði mig svo ófullkomna og viðkvæma.
Án þess að hika reif ég til mín skæri sem voru á borðinu, tók í hana og áður en ég vissi af, var ég búin að skera með þeim djúpt, þvert yfir andlitið hennar.
Hún rak upp hljóð og það fossblæddi. Ég komst í einhvern ham, reif í hana aftur og skar í hina áttina, þvert yfir andlitið á henni.
Síðan reif ég hárið hennar til mín og klippti það og fylgidst með gólfinu fyllast af fullkomna hárinu hennar. Hún hljóðaði á meðan en barðist samt lítið um, vildi sennilega ekki meiða mig.
Ég var farin að anda ótt og títt og leit á hana. Andlitið var alblóðugt og ég reis upp höndina og sló hana af öllum lífs og sálarkröftum í andlitið. Hún hljóðaði enn hærra en hún var ekki enn farin að gráta. Mig langaði svo að sjá hana fella tár að ég sló hana aftur. Og aftur. Og aftur. Engin tár.
Ég var orðin pirruð og öskraði á hana „GRENJAÐU, GRENJAÐU!“
Hún var farin að öskra, svo ég hljóp að hurðinni og læsti þeim áður en mamma hennar kæmi. Hún skalf öll í rúminu og ég fann illskuna í mér koma framm.
Ég ákvað að eyðileggja fallega brosið hennar, svo ég tók skærin og skar í sundur varirnar á henni einhvernveginn. Blóðið lak og lak og ég fann hvað mér leið vel við að sjá hana þarna veinandi.
Það var bankað á dyrnar. Mamma hennar var greinilega farin að heyra.
Ég sá að glugginn var opinn svo ég stakk skærunum fast í brjóstkassann á henni og ætlaði svo að stökkva út og hlaupa burt.
Hún rak upp org þegar skærin fóru djúpt inn í hana og mér til mikillar gleði og furðu, sá ég tár byrja að streyma niður kinnarnar á henni.
Hún leit á mig, alblóðug og grenjandi með skærin í miðri bringunni og ég sá að augun í henni voru ekki lengur glöð. Þau voru tóm. Eins og mín.
Það kom bros á andlitið á mér í fyrsta skipti í langan tíma.
,,Ég elska þig.“
Hún horfði á mig kvalin og náði að stynja út úr sér ,,ég elska þig líka.“
Síðan klifraði ég út um gluggan og hljóp burt.
Hún var jú eftir allt fullkomin, sama hvað gengi á.