Hvað á ég að eiginlega að gera?
Það er ömurlegt að ég sé hérna og ég geti ekki gert neitt í mínum málum.
Þú varst alltaf til staðar; ef eitthvað var að þá kom ég bara alltaf til þín til þess að leita mér ráða, og hvort sem þú vissir hvað ég gæti gert eða ekki, þá fékkstu mig alltaf til þess að brosa á endanum. Jafnvel þótt það væri það allra síðasta sem ég vildi gera.
Þú varst sú eina sem hlustaðir á mig, og það sem meira var; þú reyndir að skilja hvernig mér leið og reyndir að setja þig í mín spor. Þú dæmdir mig aldrei og stóðst alltaf við bakið á mér og varst tilbúinn til þess að hjálpa mér, sama hvað.
Þú særðir mig, en ég sagði þér aldrei frá því. Þú særðir mig ekki viljandi, en ég var bara svo viðbjóðslega afbrýðissöm og óörugg.
Þegar ég var í kringum þig, gat ég verið algjörlega ég sjálf; ég gat látið eins og versta fífl og verið grafalvarleg um leið. Og þú lést þannig með mér. Tvö fífl, alveg sléttsama um álit annarra.
Ég sakna þess svo að sjá fallega, brosið þitt og heyra glaðværa hláturinn þinn. Án djóks eru þetta hlutir sem að gerðu dagana mína; alltaf þegar mér leið illa, minnti nærvera þín mig á að heimurinn væri ekki svo slæmur fyrst það er til fólk eins og þú.
Það eru allir að segja að ég verði að halda áfram. En hvernig á ég að gera það?
Ég veit alveg að tárin mín láta þig ekki koma til baka. Ég veit alveg að söknuðurinn minn færir þig ekkert nær mér.
Það eru allir að segja mér að vera bara sterk; þerra tárin, brosa og hugsa um allt það góða sem við áttum, allar minningarnar sem ég á um þig og okkur saman.
En það er alltof sárt…
Þessi stingur inn í mér er bara búinn að magnast. Tíminn græðir ekkert öll sár. Það er alveg jafn viðbjóðslega sárt að vakna á morgnanna og hugsa “hvað ætluðum við aftur að gera í dag?“ og muna svo eftir því að við eigum ekki eftir að gera neitt í dag.
Ég er alein.
Og þetta verður bara verra og verra með deginum sem líður.
Ég sakna þess svo ógeðslega mikið að fá ekki að segja þér allt sem ég sé og heyri og er sagt og er að hugsa um eða langar eða hvað sem mér dettur í hug og vil ekki segja neinum öðrum.
Sakna þess svo að fá að sitja hjá þér og grenja úr hlátri yfir einhverri vitleysu sem þér dettur í hug, sakna þess að fá stela fötunum þínum, sakna þess að stelast með þér út á nóttunni, sakna þess að laumureyka með þér, sakna þess að fara á fyllerí með þér og vera næstum gómaðar.
Hata það meira en pestina að lifa af í gegnum daginn og jafnvel sjá eða heyra eitthvað fyndið eða sniðugt eða skemmtilegt, taka upp símann og ætla að hringja í þig eða senda þér sms – en muna svo að þú getur ekki svarað mér.
Ég veit ekki hversu oft ég er búin að hlusta á heimskulega talhólfið þitt og allar upptökur með þér, fletta yfir myndir af þér, snerta dótið þitt…
Ég veit ekki hvernig ég á að hafa það af. Þú skiptir mig mestu máli í lífinu, og svo ertu bara horfin.
Mamma, pabbi, sálfræðingurinn, kennararnir, fólkið í kring – þau geta öll fokkað sér. Heyri ekki annað en að ég verði að lifa mínu eigin lífi, verði að muna það að það varst þú sem fórst, en ekki ég.
Ég vil ekki heyra það. Ég vildi að ég hefði farið með þér.
Þau eru alltaf að segja “þú veist vel að hún myndi vilja að þú værir hamingjusöm, liðir vel og héldir áfram og gerðir gott úr lífinu þínu.“
Mér er alveg drulluandskotans sama um hvað þau halda. Auðvitað reikna ég með því að það sé það sem þú vilt. En það varst þú sem fórst, þú getur trútt um talað.
Ég er búin að reyna að vera sterk, en mér líður alltaf eins og ég sé að detta, og það hart fall.
Ég er ekkert nema skugginn af sjálfri mér. Hef lítið sem ekkert farið út úr húsi.
Sálfræðingurinn hefur áhyggjur af mér. Mamma og pabbi líka, en þau skilja ekki. Þau munu aldrei fá að kynnast einhverju eins og þetta sem við áttum.
Þú og ég, alltaf. Sama hvað.
Enginn karlmaður sem gat komist á milli okkar. Vináttan okkar er þrengri en píka í nunnu.
Ég vildi bara að ég hefði geta gert fleiri hluti með þér, það var svo margt sem við ætluðum okkur að gera, en ekkert varð úr. Og núna er það of seint.
Ég vil ekki gera þá ein. Mamma er alltaf að stinga upp á því að ég fari og hitti einhverja af vinum mínum eða okkar. Mig langar það bara ekki agnarögn.
Það er skrítið að fara ein og hitta fólk sem maður var vanur að hitta með þér.
Ég get ekki hugsað mér að gera þá hluti sem við gerðum alltaf saman.
Það er enginn sem ég get talað við lengur. Þau reyna, en þau geta ekki hlustað. Ekki eins og þú gerðir.
Það er enginn eins og þú.
Manstu eftir honum? Stundum vildi ég að hann tæki betur eftir mér. Stundum vildi ég að ég og hann ættum eitthvað svipað og ég og þú. En það verður aldrei þannig.
Ekki misskilja samt. Þú varst mér mest virði af öllum í heiminum og ég elska þig meira en allt annað. Hann er mér það líka, en það er ekki eins. Ég elska hann sjúklega og er yfir mig ástfangin af honum.
Ég hugsaði einu sinni út í það hvort ég væri hrifin af þér.
Þú hefur allt sem heillar mig; ég elska útlitið þitt, ég elska persónuleikann þinn, ég elska það hvað þú ert vitlaus, ég elska það hvað þú ert skapandi og skrítin og fyndinn og klaufi og hvað eina.
En þú ert miklu meira en einhver sem ég gæti orðið hrifin af. Ég kann ekki að útskýra, en þú ert yfir það hafin. Það er ógeðslegt að vera hrifin af þér þannig lagað sér, af því þú ert miklu mikilvægari manneskja en það. Þú ert ekki einhver sem maður byrjar með og gæti hætt með. Þú ert einhver sem ég vil þekkja alla mína daga og deila öllu með.
En ég get það ekki. Og ég get ekki beðið. Fyrirgefðu, ég veit þú vilt ekki að ég geri þetta. En ég vil ekki vera hérna ef ég þarf að vera ein.
Það getur enginn fyllt upp í skarðið sem þú skyldir eftir. Hann kemst næst því, þú veist alveg hvað ég elska hann viðbjóðslega mikið, en ég sakna þín bara svo fjandi mikið. Þú getur ekki ímyndað þér hvað mér líður ömurlega.
Og þessvegna ætla ég að hætta að vera sterk og flýta fyrir.
Ég elska þig.