mig dreymdi þetta eina nóttina, vel disturbing.

—-

Ég vakna við það að sólargeislarnir eru að brjóta sér leið í gegnum rimlagardínurnar mínar.
Ósjálfrátt byrja ég að brosa og teygi úr mér, stend upp og geng að glugganum til þess að draga frá og heyra betur í fuglunum sem eru að byrjaðir að syngja.
,,Halló, heimur,“ segi ég glaðlega og veifa örlítið, eins og til þess að bjóða öllum lifandi verum góðan daginn. Ég efast ekki um að brosið mitt og gleðin mín nægi til þess að lífga allt við.
Ég horfi út í sumarið og finn hamingjuna í mér magnast þegar ég virði fyrir mér græna grasið, laufguðu trén, öll fallegu blómin, köttinn sem liggur á stéttinni og fjölskyldurnar sem ganga framhjá með hlátrasköllum og brosum á vörum.
Lífið mitt er svo yndislegt. Ég horfi til himins, loka augunum og finn sólina verma upp andlitið mitt. Sólbrúnka ætti að gera mig ennþá líflegri, en ég er algjörlega hamingjan í hámarki þessa stundina svo mér veitir ekkert sérstaklega af. Ég flissa ósjálfrátt.
Andlitið á mér speglast í rúðunni. ,,Ég er ekkert svo ómyndarleg,“ segi ég ósjálfrátt upphátt.
,,Útlitið mitt er að endurspegla hugarfarið.“
Ljúfaljúfa líf! Gott veður, ég er úthvíld, frídagur, búin að gera allt sem þarf að gera.
Mig langar hreinlega að öskra af gleði, ég er svo hoppandi kát; syngjandi af lífsþrótti, regnbogar og sólskin, kossar og knúsar og bros, hýr á brá og endalaus hamingja!
Ég elska það hvað ég er jákvæð og búin að losna næstum því við allt drama sem einu sinni einkenndi lífið mitt. Einu sinni átti ég rosalega erfitt, grét mikið og þá voru allir á móti mér. Mér fannst ég vera feit og ljót, þrátt fyrir það að fólk væri alltaf að hamra á mér að ég hefði kolrangt fyrir mér; mér fannst ég leiðinleg, gagnslaus, einskis virði. Brotið hjarta, tætt sál, mölvaðar hugsanir. Erfitt líf…
En það var allt á bak og brott nú!
Ég skellihlæ, anda að mér fersku sumarlofti og vildi óska þess að ég gæti stöðvað tímann.
En
Þá

Ég
Laufin falla af trénu…
Ég stirna upp. Það getur ekki verið.
Eitt lauf fellur og ég finn sting í hjartanu. Annað, þriðja og svo koll af kolli og ég finn stingin magnast.
Grasið fer að fölna, sólin að dofna, fuglarnir þagna, fólkið hverfur, hlátarsköllin hljóðna, andrúmsloftið verður kaldara og kaldara…
Mér er skyndilega orðið ískalt.
Andlitsmyndin mín er orðin föl og veikleg. Ég sé stóra bauga, haugskítugt hár og þreytulega manneskju sem er alveg að gefast upp.
Ég fyllist örvæntingu, ég vil ekki vera svona! Ég vil að mér líði vel, ég verð að komast burt áður, áður…
Og ég lem eins fast og ég get í andlitið.
Rúðan brotnar, ég finn glerið skerast lengst inn í lófan á mér og heitt blóð lekur niður.
Ég finn samt engan sársauka. Held bara lófanum uppi og horfi á hann með dauðum svip.
Blóðið drýpur hægt og rólega og ég verð undarlega dofin í hausnum.
Kannski ætti ég að stoppa blæðinguna.
Kannski ætti ég að sóthreinsa mig og setja á mig plástur og eitthvað.
En til hvers?
Ég finn ekka byrja að myndast og finn að ég er byrjuð að skjálfa.
,,Hvar ertu?“ hvísla ég út í loftið með tárin í augunum.
Herbergið er orðið myrkvað og úti er kolniðamyrkiur og grafarþögn.
,,Komdu aftur,“ hvísla ég veiklulega og finn að tárin byrja að streyma hægt niður.
,,Af hverju fórstu frá mér? Af hverju skildirðu mig eftir? Þú lofaðir að sjá til þess að hann fyndi mig ekki…“
Ég titra öll og lít í spegil og píri augun til þess að sjá mig.
En það er engin spegilmynd.
Ég brest í hágrát.
Enginn heyrir í mér. Enginn kemur til mín, enginn spyr hvað er að, enginn huggar mig.
Ég þekki mig ekki lengur.