Mig langaði bara að þakka þér.
Takk fyrir að vera ekki þarna þegar hann sagði mér upp og trúa því ekki, skella allri skuldinni á mig og kalla mig vanþakkláta druslu.
Takk fyrir að hugsa meira um tilfinningar hans heldur en míns.
Takk fyrir að láta eins og við byggjum í múslimaríki og þú réðir hvernig mér liði gagnvart öllum, takk fyrir að nýta þér stöðu þína fram í ystu æsar og notafæra þér hana algjörlega gegn þér, takk fyrir að styðja mig ekki í val á námi og skammast þín fyrir ákvörðunina mína, takk æðislega fyrir að drulla yfir manneskjuna sem þú þekkir ekki neitt fyrir það eitt að ég beri tilfinningar til hennar, takk fyrir að þú skammist þín fyrir mig af því ég læt ekki eins flestar stelpur, takk fyrir að finnast ég vera með heimskulegan smekk á hlutunum, takk fyrir að hjálpa mér ekki á mínum verstu tímum, takk fyrir að reiðast þegar ég fór að gráta, takk fyrir það sem þú sagðir við mig, takk fyrir að segja mér að drullast heim til hans og vera þar, takk fyrir að gera stundum allt til þess að láta mér líða illa þar sem mér á að líða vel.
Takk fyrir stuðninginn.


Bætt við 19. apríl 2010 - 00:13
Langaði til þess að vera kaldhæðin.
Tek það samt framm að þetta er ekki ég í einhverju emokasti, haha.