Byggt á samtali sem ég átti við vinkonu mína sem er fórnarlamb kyferðislegrar misnotkunar í æsku.
Ekki orðrétt eftir henni.

———————————————–


Ég er farin að skilja svona fólk – aðallega menn – sem gera svona lagað.
Menn sem voru einu sinni í sporum fórnarlambana, þ.e.a.s. menn sem að lentu í því sjálfir að vera beittir kynferðislegu ofbeldi í æsku.
Fólk stimplar þá sem sjúk ógeð, sem er að vissu leyti satt, og fólk hatar þá; lítur á þá sem skrímsli og vill að þeir séu hiklaust dæmdir til dauða fyrir gjörðir sínar.
Og það hræðir mig að ég er ekki sammála.
Ekki misskilja mig, ég var einu sinni á sama máli; ég var svo hjartanlega sammála, vildi að þessir menn yrðu tafarlaust þurrkaðir af yfirborði jarðar til þess að við hin gætum lifað í minni ótta.
En sannleikurinn er sá að ég hef samúð með þeim.
Af hverju ætti ég, af öllu fólki, að hafa samúð með mönnum sem hafa gert börnum það að leggja líf þeirra algjörlega í rúst og bókstaflega myrða þau andlega?
Ég veit allt um það hvað hvernig það er að vera tekinn og sviptur öllu; hvernig það er að líða eins og maður sé skítugur, lifa í hræðslu við eitthvað sem maður getur hvorki útskýrt né vitað almennilega hvað er, líða eins og allt sé sjálfum manni að kenna og þar framm eftir götum.
Ég hef lengi hugsað um það hvað það er sem fær fólk til þess að gera svona lagað.
Kannski til þess að réttlæta eigin sársauka; borga í sömu mynt.
Það er vel skikjanlegt að fólki þyrsti í hefnd fyrir eigin sársauka og heldur að þetta sé rétta leiðin fyrir útrás og til að fylla upp í tómarúm þess sem einhvernveginn dó í manni.
Maður spyr sig þó hvort það hvarfi ekki að mönnum að barninu sem verður fyrir valinu verður valdið alveg jafn mikilli eymd og kom fyrir þá sjálfa.
Jú, ég held að menn átti sig á henni en það er tvennt sem ég hugsa að í vegi þeirra geti orðið; annarsvegar samviskan sem ætti að hindra, en þegar fólk verður fyrir einhverju jafn viðbjóðslegu þá verður erfiðara að greina og/eða léttara að hunsa hvað heitir rétt og hvað heitir rangt, og hinsvegar að fólki sé tussusama um hvað gerist því það heldur að það muni hugsanlega öðlast einhverja sálarró.
Kannski breytist fórnarlamb við það að lenda í svona; kannski verður það smátt og smátt hluti af gerandanum eða sér gerandann í sjálfum sér.
Úr þessu öllu saman sýnist mér skapast vítahringur.
Ég veit ekki hvort það er einhverntímann hægt að stoppa þeta.
Auðvitað er enganveginn hægt að afsaka slíka hluti, en ég get samt skilið þá að hluta til.
Þetta er jú þrátt fyrir allt bara fólk; fólk sem er skemmt og er búið að upplifa sársauka og ógeðslegar tilfinningar sem verða ekki útskýrðar betur en sem martröð eða helvíti; sálarangist.
Það er lítið sem og ekkert hægt að hjálpa.
Ég veit ekki hvort það séu einhver dæmi um að fórnarlömb hafi í einhverjum tilvikum fundið fyrir löngun í að gera það sama og var gert við þau og farið og leitað sér aðstoðar.
Einhvernveginn grunar mig að aðstoð komi ekki að miklu gagni þar; ef það er löngun fyrir hendi, ætti hún að vera það sterk að það eitt skiptir máli að henni verði fullnægt svo maður öðlist einhver frið.
Það er jú það sem fólk leitast eftir; friður – losna við fjötranirnar sem fylgja því að vera fastur í ógeðu og vondum tilfinningnum tengdum „því sem gerðist.“
Alltaf það, alltaf þetta; þú losnar aldrei við þessar hugsanir, þær koma ósjálfrátt hvenær sem er og hvar sem er; þú færð flashbacks í tíma og ótíma, kannski oft, kannski sjaldan, kannski um miðjan dag eða kannski dreymir þér þau en eitt er víst; þau koma, og þú færð engu um það ráðið.
Kannski geturðu lært að stjórna; tamið þér það að hugsa aldrei nokkurntímann um þetta , reyna að hunsa þetta algjörlega út úr lífinu.
Það er hægt. Þú getur falið þetta í hausnum á þér vandlega.
En þú rekst á það fyrr eða síðar.
Kannski tekst þér að blekkja sjálfan þig og láta sem ekkert hafi gerst árum saman.
Það er í rauninni ekkert svo eritt. En það er líka sárt þegar allt kemur upp.
Þú færð þetta ótilbúinn og veist kannski ekki hvernig þú átt að bregðast við.
Löngunin um að losna við þetta algjörlega á e.t.v. eftir að hellast yfiir þig. Það er bara ein leið til þess.
Auðvitað eru allir sammála um að það sé ekki rét.
Ég er það líka. Þú mátt ekki tapa. Það síðasta sem þú vilt er að hann sem gerði þig svona vinni.
En ég skil samt þá sem gefast upp samt fullkomlega.
Ég hef reynt það, tvisvar. Mistókst í bæði skiptin.
Eitthvað sem fékk mig til þess að taka hausinn upp úr kafi.
Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá þyrstir mig í hefnd meira en nokkuð annað.
Ég vonast vikilega eftir því að ég fái einn daginn að fá að svala þorstanum, en ég ætla mér aldrei nokkurntímann að snerta barn.
Mér finnst það ógeðslegt. Ég gæti ekki gert nokkrum manni það; það á enginn það skilið að þurfa að ganga í gegnum svona ógeðslega hluti.
En stundum þarf maður að gera meira en gott þykir.